Olíusjóðurinn ekki átt meira undir á Íslandi síðan 2007 eftir kaup á ríkisbréfum
Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu á heimsvísu, hélt áfram að stækka verðbréfastöðu sína á Íslandi í fyrra þegar hann bætti talsvert við sig í ríkisskuldabréfum. Olíusjóðurinn átti eignir í skuldabréfum á íslensk fyrirtæki og ríkissjóð fyrir samtals um jafnvirði 40 milljarða í lok ársins og hefur umfang hans ekki verið meira í nærri tvo áratugi.
Tengdar fréttir
„Nokkuð einhæf“ fjármögnun eykur endurfjármögnunaráhættu bankanna
Markaðsfjármögnun stóru viðskiptabankanna innanlands er enn „nokkuð einhæf“ og eigi að takast að minnka endurfjármögnunaráhættu þeirra er mikilvægt að þeim takist að auka útgáfur ótryggðra skuldabréfa í krónum, að sögn Seðlabankans. Bankarnir hafa hins vegar nýtt sér hagfelldari aðstæður á erlendum mörkuðum á þessu ári til að sækja sér fjármagn á betri kjörum en áður sem ætti að hafa jákvæð áhrif á útlánavexti.