Handbolti

Þýski hand­boltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og fé­lagar héldu upp­teknum hætti

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Elvar Örn Jónsson var markahæsti maður toppliðsins. 
Elvar Örn Jónsson var markahæsti maður toppliðsins.  Melsungen

Þýska úrvalsdeildin í handbolta er hafin aftur eftir hlé vegna heimsmeistaramótsins. Þrír leikir fóru fram í dag og Íslendingar tóku þátt í þeim öllum.

Topplið Melsungen hélt áfram uppteknum hætti og vann öruggan 30-23 sigur gegn Göppingen.

Elvar Örn Jónsson var markahæstur hjá Melsungen með fimm mörk, auk þess að gefa eina stoðsendingu. Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson er enn frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í æfingaleik Íslands og Svíþjóðar fyrir HM.

Melsungen hefur unnið sjö deildarleiki í röð og er í efsta sæti með 32 stig, fjórum stigum á undan Kiel sem vann 31-25 gegn Magdeburg. Gísli Þorgeir Kristjánsson spilaði með Magdeburg, skoraði tvö mörk og gaf sex stoðsendingar.

Að lokum fór svo leikur Gummersbach og Stuttgart fram. Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach unnu þar nokkuð þægilegan 36-29 sigur.

Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach, sem hafði tapað fjórum deildarleikjum í röð fyrir þennan og situr í áttunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×