Lífið

Sænska prinsessan komin með nafn

Atli Ísleifsson skrifar
Karl Filippus er annað barn konungs og drottningar. Þau Sofia gengu í hjónaband árið 2015.
Karl Filippus er annað barn konungs og drottningar. Þau Sofia gengu í hjónaband árið 2015. AP

Nýfædd dóttir sænsku prinsessunnar Sofiu og Karls Filippusar Svíaprins hefur fengið nafnið Ines Silvia Marie Lilian.

Karl Gústaf Svíakonungur greindi frá þessu á fréttamannafundi á tólfta tímanum í dag að viðstöddum meðal annars Ulf Kristersson forsætisráðherra og Viktoríu krónprinsessu.

Konungurinn greindi jafnframt frá því að prinsessan yrði hertogaynja af Vesturbotni.

Prinsessan Ines er fjórða barn hinnar fertugu Sofíu og hins 45 ára Karls Filippusar. Hún kom í heiminn á Danderyd-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi síðastliðinn föstudag. Stúlkan var 3.645 grömm og 49 sentimetrar að lengd.

Karl Filippus er annað barn konungs og drottningar. Þau Sofia gengu í hjónaband árið 2015 og eiga saman þrjá syni, þá Alexander, Gabríel og Julian. Þeir eru fæddir 2016, 2017 og 2021.

Uppfært 11:07: Greint hefur verið frá því að Svíakonungur hafi mismælt sig þegar hann tilkynnti um nafn barnabarnsins. Hann sagði á fréttamannafundinum að stúlkan hafi fengið nafnið Inse, en hið rétta er að hún á að heita Ines. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.