Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2025 07:03 Kryddpírurnar Helga, Heiða, Líf, Sanna, Dóra Björt, Mel B., Mel C. Emma, Geri og Victoria. Getty/Líf Oddviti Vinstri grænna grínaðist með það á þriðjudag að oddvitar flokkanna sem nú standa í meirihlutaviðræðum í Reykjavík væru kryddpíur, en ekki valkyrjur. Vísaði hún þar annars vegar til frægrar enskrar popphljómsveitar og hins vegar til oddvitanna í ríkisstjórn. En hvaða borgarfulltrúi er hvaða kryddpía? Á þeirri spurningu er ekkert eitt rétt svar en í þessari grein verður þó boðið upp á eitt slíkt. Kryddpíutengingu Lífar Magneudóttur oddvita Vinstri grænna má rekja til þess að þegar þær Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, og Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins, voru gripnar tali fyrir utan heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttir upplýsti Líf að Heiða hefði boðið upp á heimatilbúið kryddbrauð. Kryddbrauð sem bakarar landsins geta nú allir sem einn spreytt sig á, uppskrift að neðan. Aðspurð um nafn á líklegan nýjan meirihluta svaraði Líf fréttamanni RÚV: „Kryddpíurnar“. Kryddpíurnar, þær upprunalegu, stóðu á hátindi frægðar sinnar á tíunda áratug síðustu aldar þar sem lag þeirra Wannabe náði ótrúlegum vinsældum. Hljómsveitin ferðaðist um allan heim, troðfyllti íþróttahallir og valdefldu ungar konur um heim allan. Sveitin lagði upp laupana um aldamótin en þá hafði ein þeirra verið í sambandi með hinum íslenska Fjölni Þorgeirssyni og önnur tekið saman við knattspyrnukappann David Beckham svo úr varð stórveldi Beckham-hjónanna. Melanie C, Melanie B, Geri Hallwell, Emma Bunton og Victoria Adams. Hver hafði sín einkenni og viðurnefni, tókust á við sínar áskoranir og unnu sína sigra. Melanie C var Íþróttakryddið eða Sporty spice, Melanie B var Ógnarkryddið eða Scary spice, Geri var Rauðhærða kryddið eða Ginger spice, Victoria var Fína kryddið eða Posh spice og Emma var Barnakryddið eða Baby spice. Melanie Brown (scary Spice), Melanie Chisholm (sporty Spice), Emma Bunton (baby Spice), Geri Halliwell (ginger Spice) And Victoria Beckham (posh Spice) á frumsýningu bíómyndarinnar Spice world í London árið 1997.Getty Images/Tim Graham Íþróttakryddið Dóra Björt er Íþróttakryddið í meirihlutaviðræðunum. Hún þótti mjög hress sem krakki, jafnvel of hress að mati kennara, en síðar kom í ljós að Píratinn brosmildi var einfaldlega með ADHD. Hún er brautryðjandi í íslenskri pólitík og náði langt ung að árum eins og Mel B sem náði heimsfrægð um tvítugt. Dóra Björt hefur deilt áhuga sínum á útivist og fann einmitt ástina hjá knattspyrnukappanum Sævari Þór Ólafssyni. Dóra Björt hefur talað mjög fyrir réttindum kvenna eins og Mel C hefur sömuleiðis gert á ferli sínum. Þær hafa báðar verið opinskáar varðandi tímabundna baráttu við þunglyndi og lausnir í þeim málum. Svo þarf ekki að rýna neitt svakalega í andlit þeirra Dóru Bjartar og Mel C til að sjá svip með kjarnakonunum tveimur. Barnakryddið Heiða Björg Hilmisdóttir er Barnakryddið og líkindin með þeim Emmu augljós sé litið til glæsilegs ljóss hárs sem einkenna þær báðar. Emma hefur verið sendiherra hjá Unicef þar sem málefni fátækra hafa verið henni ofarlega í huga. Heiða Björg hefur sem formaður velferðarnefndar oft rætt stöðu þeirra sem mega minna sín og þau verið henni hugleikin. Heiða Björg er mikil áhugakona um mat og næringu, samið uppskriftir og gefið út matreiðslubækur. Emma hefur sýrt sjónvarpsþáttum um matreiðslu og bakstur auk þess að vera tíður gestur í slíkum þáttum. Þá hefur Barnaryddið Heiða Björg notið barnaláns en þau Hrannar Björn Arnarson eiginmaður hennar eiga fjögur börn. Heiða Björg við útgáfu bókarinnar Af bestu lyst. Ógnarkryddið Sanna Magdalena Mörtudóttir er Ógnarkryddið. Þrátt fyrir að vera Ógnarkrydd eiga þær Mel B það ekki síst sameiginlegt að vera stuðboltar og mikil sjarmatröll, hvorug sérstaklega ógnandi. Mel B hefur rætt opinskátt um stuð og stemmningu í langferðabílum á ferðalögum Kryddpíanna á sínum tíma en Sanna er einmitt áhugakona um strætó, sem hún notar óspart og hljóp á eftir með Líf borgarfulltrúa á þriðjudag. Sanna er yngsti borgarfulltrúi Íslandssögunnar, aðeins 26 ára þegar hún náði kjöri, og kannast því vel við snemmbúna ábyrgð og athygli eins og Mel B. sem var 19 ára þegar Spice Girls komu fram á sjónarsviðið. Þær eiga það einnig sameiginlegt að hafa gengið í skóla á Englandi því Sanna bjó í þrjú ár þar við upphaf grunnskólagöngu sinnar. Sanna klæðist reglulega litríkum skemmtilegum klæðnaði og Mel B. er þekkt fyrir slíkt hið sama, að vera dálítið flippuð þegar kemur að fatavali. Rauðhærða kryddið Helga Þórðardóttir er Rauðhærða kryddið og á ýmislegt sameiginlegt með Geri Hallwell. Bæði eru þær lágvöxnustu meðlimir grúppanna þótt það þýði alls ekki að minna heyrist í þeim en félögum þeirra enda báðar algjörir naglar. Þær eru reynsluboltarnir, þær elstu í grúppunni þótt yfirburðir Helgu í aldri í meirihlutaviðræðum borgarinnar eru nokkuð meiri en aldursmunur Geri og hinna kryddpíanna. Helga er fjórtán árum eldri en Heiða Björg sem er næstelst. Geri var sú fyrsta til að yfirgefa Spice Girls árið 1998 og Helga stefndi til að byrja með í meirihlutahjal með Framsókn, Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum. Það átti eftir að breytast eftir samtal við formann flokksins og baklandið. Nú sér Helga ekki sólina fyrir oddvitunum á vinstri vængnum. Helga Þórðardóttir eru rauðhærð eins og Geri Hallwell. Fína kryddið Líf Magneudóttir er Fína kryddið, Posh spice. Hún er búsett á Melunum í Reykjavík þar sem fasteignaverð er hvað hæst og sést reglulega í góðum gír með fræga fólkinu á Kaffi Vest. Hún hélt um tíma með Manchester United en yfirgaf Rauðu djöflanna eins og Victoria Beckham gerði ásamt eiginmanni sínum David um aldamótin. Reyndar heldur Líf með Liverpool sem Victoria myndi seint gera. Victoria var að mati sumra sísta söngkona Kryddpíanna en Líf er ófeimin með að lýsa sér sem fullkomlega laglausri. Athygli vakti um árið þegar Líf pirraði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins með því að ulla á þá. Victoria hefur einnig vakið athygli fyrir að ulla með leikkonunni Evu Longoriu. Þá var hún afdráttarlaus eftir kosningarnar 2022 að Vinstri græn yrðu ekki hluti af nýjum meirihluta en erfitt hefur einmitt reynst að fá Victoriu í endurkomu Kryddpía. Það tókst þó á endanum og nú er Líf mætt í meirihlutaviðræður. En það sem mestu máli skipti er sú staðreynd að borgarfulltrúarnir fimm virðast ná einkar vel saman og allt bendir til þess að nýr meirihluti verði myndaður í borginni á allra næstu dögum. Tónlist Borgarstjórn Samfylkingin Píratar Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Mest lesið Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Tíska og hönnun Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Fleiri fréttir Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Sjá meira
En hvaða borgarfulltrúi er hvaða kryddpía? Á þeirri spurningu er ekkert eitt rétt svar en í þessari grein verður þó boðið upp á eitt slíkt. Kryddpíutengingu Lífar Magneudóttur oddvita Vinstri grænna má rekja til þess að þegar þær Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, og Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins, voru gripnar tali fyrir utan heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttir upplýsti Líf að Heiða hefði boðið upp á heimatilbúið kryddbrauð. Kryddbrauð sem bakarar landsins geta nú allir sem einn spreytt sig á, uppskrift að neðan. Aðspurð um nafn á líklegan nýjan meirihluta svaraði Líf fréttamanni RÚV: „Kryddpíurnar“. Kryddpíurnar, þær upprunalegu, stóðu á hátindi frægðar sinnar á tíunda áratug síðustu aldar þar sem lag þeirra Wannabe náði ótrúlegum vinsældum. Hljómsveitin ferðaðist um allan heim, troðfyllti íþróttahallir og valdefldu ungar konur um heim allan. Sveitin lagði upp laupana um aldamótin en þá hafði ein þeirra verið í sambandi með hinum íslenska Fjölni Þorgeirssyni og önnur tekið saman við knattspyrnukappann David Beckham svo úr varð stórveldi Beckham-hjónanna. Melanie C, Melanie B, Geri Hallwell, Emma Bunton og Victoria Adams. Hver hafði sín einkenni og viðurnefni, tókust á við sínar áskoranir og unnu sína sigra. Melanie C var Íþróttakryddið eða Sporty spice, Melanie B var Ógnarkryddið eða Scary spice, Geri var Rauðhærða kryddið eða Ginger spice, Victoria var Fína kryddið eða Posh spice og Emma var Barnakryddið eða Baby spice. Melanie Brown (scary Spice), Melanie Chisholm (sporty Spice), Emma Bunton (baby Spice), Geri Halliwell (ginger Spice) And Victoria Beckham (posh Spice) á frumsýningu bíómyndarinnar Spice world í London árið 1997.Getty Images/Tim Graham Íþróttakryddið Dóra Björt er Íþróttakryddið í meirihlutaviðræðunum. Hún þótti mjög hress sem krakki, jafnvel of hress að mati kennara, en síðar kom í ljós að Píratinn brosmildi var einfaldlega með ADHD. Hún er brautryðjandi í íslenskri pólitík og náði langt ung að árum eins og Mel B sem náði heimsfrægð um tvítugt. Dóra Björt hefur deilt áhuga sínum á útivist og fann einmitt ástina hjá knattspyrnukappanum Sævari Þór Ólafssyni. Dóra Björt hefur talað mjög fyrir réttindum kvenna eins og Mel C hefur sömuleiðis gert á ferli sínum. Þær hafa báðar verið opinskáar varðandi tímabundna baráttu við þunglyndi og lausnir í þeim málum. Svo þarf ekki að rýna neitt svakalega í andlit þeirra Dóru Bjartar og Mel C til að sjá svip með kjarnakonunum tveimur. Barnakryddið Heiða Björg Hilmisdóttir er Barnakryddið og líkindin með þeim Emmu augljós sé litið til glæsilegs ljóss hárs sem einkenna þær báðar. Emma hefur verið sendiherra hjá Unicef þar sem málefni fátækra hafa verið henni ofarlega í huga. Heiða Björg hefur sem formaður velferðarnefndar oft rætt stöðu þeirra sem mega minna sín og þau verið henni hugleikin. Heiða Björg er mikil áhugakona um mat og næringu, samið uppskriftir og gefið út matreiðslubækur. Emma hefur sýrt sjónvarpsþáttum um matreiðslu og bakstur auk þess að vera tíður gestur í slíkum þáttum. Þá hefur Barnaryddið Heiða Björg notið barnaláns en þau Hrannar Björn Arnarson eiginmaður hennar eiga fjögur börn. Heiða Björg við útgáfu bókarinnar Af bestu lyst. Ógnarkryddið Sanna Magdalena Mörtudóttir er Ógnarkryddið. Þrátt fyrir að vera Ógnarkrydd eiga þær Mel B það ekki síst sameiginlegt að vera stuðboltar og mikil sjarmatröll, hvorug sérstaklega ógnandi. Mel B hefur rætt opinskátt um stuð og stemmningu í langferðabílum á ferðalögum Kryddpíanna á sínum tíma en Sanna er einmitt áhugakona um strætó, sem hún notar óspart og hljóp á eftir með Líf borgarfulltrúa á þriðjudag. Sanna er yngsti borgarfulltrúi Íslandssögunnar, aðeins 26 ára þegar hún náði kjöri, og kannast því vel við snemmbúna ábyrgð og athygli eins og Mel B. sem var 19 ára þegar Spice Girls komu fram á sjónarsviðið. Þær eiga það einnig sameiginlegt að hafa gengið í skóla á Englandi því Sanna bjó í þrjú ár þar við upphaf grunnskólagöngu sinnar. Sanna klæðist reglulega litríkum skemmtilegum klæðnaði og Mel B. er þekkt fyrir slíkt hið sama, að vera dálítið flippuð þegar kemur að fatavali. Rauðhærða kryddið Helga Þórðardóttir er Rauðhærða kryddið og á ýmislegt sameiginlegt með Geri Hallwell. Bæði eru þær lágvöxnustu meðlimir grúppanna þótt það þýði alls ekki að minna heyrist í þeim en félögum þeirra enda báðar algjörir naglar. Þær eru reynsluboltarnir, þær elstu í grúppunni þótt yfirburðir Helgu í aldri í meirihlutaviðræðum borgarinnar eru nokkuð meiri en aldursmunur Geri og hinna kryddpíanna. Helga er fjórtán árum eldri en Heiða Björg sem er næstelst. Geri var sú fyrsta til að yfirgefa Spice Girls árið 1998 og Helga stefndi til að byrja með í meirihlutahjal með Framsókn, Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum. Það átti eftir að breytast eftir samtal við formann flokksins og baklandið. Nú sér Helga ekki sólina fyrir oddvitunum á vinstri vængnum. Helga Þórðardóttir eru rauðhærð eins og Geri Hallwell. Fína kryddið Líf Magneudóttir er Fína kryddið, Posh spice. Hún er búsett á Melunum í Reykjavík þar sem fasteignaverð er hvað hæst og sést reglulega í góðum gír með fræga fólkinu á Kaffi Vest. Hún hélt um tíma með Manchester United en yfirgaf Rauðu djöflanna eins og Victoria Beckham gerði ásamt eiginmanni sínum David um aldamótin. Reyndar heldur Líf með Liverpool sem Victoria myndi seint gera. Victoria var að mati sumra sísta söngkona Kryddpíanna en Líf er ófeimin með að lýsa sér sem fullkomlega laglausri. Athygli vakti um árið þegar Líf pirraði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins með því að ulla á þá. Victoria hefur einnig vakið athygli fyrir að ulla með leikkonunni Evu Longoriu. Þá var hún afdráttarlaus eftir kosningarnar 2022 að Vinstri græn yrðu ekki hluti af nýjum meirihluta en erfitt hefur einmitt reynst að fá Victoriu í endurkomu Kryddpía. Það tókst þó á endanum og nú er Líf mætt í meirihlutaviðræður. En það sem mestu máli skipti er sú staðreynd að borgarfulltrúarnir fimm virðast ná einkar vel saman og allt bendir til þess að nýr meirihluti verði myndaður í borginni á allra næstu dögum.
Tónlist Borgarstjórn Samfylkingin Píratar Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Mest lesið Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Tíska og hönnun Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Fleiri fréttir Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Sjá meira