Áskorun

Að hætta kvöld- og næturvafrinu

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Það getur verið freistandi að kíkja aðeins á símann og samfélagsmiðlana fyrir svefninn. En um leið hættulegt því áður en við vitum af er heilmikill tími liðinn og við vöknum þreytt daginn eftir. Gott er að búa sér til nýja kvöldrútínu til að draga úr kvöldvafrinu.
Það getur verið freistandi að kíkja aðeins á símann og samfélagsmiðlana fyrir svefninn. En um leið hættulegt því áður en við vitum af er heilmikill tími liðinn og við vöknum þreytt daginn eftir. Gott er að búa sér til nýja kvöldrútínu til að draga úr kvöldvafrinu. Vísir/Getty

Það kannast margir við að vakna dauðþreyttir alla morgna. Ekki vegna þess að þeir fóru svo seint upp í rúm kvöldinu áður. Nei; sá tími getur verið mjög skynsamlegur.

En síðan líða kannski klukkustundir….

Þar sem ætlunin var að rétt kíkja á samfélagsmiðlana og kannski nokkur vídeó.

Og búmm! Allt í einu er klukkan orðin 01, 02, 03….!

Boð og bönn virka samt á okkur fæst. Að ætla að hætta að vafra á kvöldin án þess að gera aðrar ráðstafanir er því eflaust ekki leið sem virkar sem skyldi.

Margir mæla því með að leyfa kvöldvafrið í smá tíma áfram, en bara ekki upp í rúmi heldur fyrr á kvöldin. Til dæmis í hálftíma fljótlega eftir kvöldmat eða þegar krakkarnir eru komnir upp í rúm.

Annað sem virkar ekki á mjög marga er að banna símann inn í svefnherberginu. Sem svo sannarlega er góð leið ef fólki líður vel með það, en margir segjast upplifa ákveðinn kvíða og þá er engin ástæða til að halda okkur við þá aðferð.

Heilög regla ætti þó að vera að um klukkustund eða einum og hálfum tíma fyrir svefninn hættum við að vafra og slökkvum á tilkynningum samfélagsmiðla.

En það er ekki nóg, því til að venja okkur af einhverju þurfum við að búa til nýjar venjur í staðinn.

Nokkrar tillögur sem hægt er að setja inn í þennan klukkutíma eru:

  • Gera fötin okkar klár fyrir vinnuna daginn eftir
  • Tala við makann okkar
  • Lesa bók
  • Hugleiða
  • Hlusta á eitthvað sem er róandi og gott fyrir svefninn
  • Fara í heita sturtu
  • Skrifa niður verkefnalista fyrir næsta dag
  • Fá okkur heita flóaða mjólk eða koffínlaust róandi te
  • Dimma ljósin í herberginu okkar og tryggja að svefnherbergið sé eftirsóknarvert umhverfi fyrir okkur að sækjast í (kósý)
  • Skrifa dagbók
  • Gera nokkrar þægilegar jógaæfingar/teygjur

Tengdar fréttir

„Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur”

„Það er í sjálfu sér ekki til neitt vandamál eða greiningarflokkur sem heitir „útlitsþráhyggja” en í kringum 2% fólks glímir við líkamsskynjunarröskun sem heyrir undir þráhyggju- og árátturófið,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.