Engin kona meðal hundrað tekjuhæsta íþróttafólks heims á síðasta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2025 07:03 Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo var langtekjuhæstur meðal íþróttafólks heims á síðasta ári en efsta konan, tenniskonan Coco Gauff, var langt frá því að komast inn á topp hundrað. Getty/Yasser Bakhsh/Hannah Peters Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo var enn á ný tekjuhæsti íþróttamaðurinn í heiminum á síðasta ári. Ronaldo hafði tekjur upp á 260 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2024 en það jafngildir meira en 36,7 milljörðum í íslenskum krónum. Konur eru að alltaf að fá betri og betri samninga í íþróttaheiminum en þær eiga greinilega enn mjög langt í landi. Samkvæmt þessari samantekt hjá Sportico þá kemst engin kona inn meðal hundrað tekjuhæsta íþróttafólksins á síðasta ári. ESPN segir frá. Tekjuhæsta konan var bandaríska tenniskonan Coco Gauff sem fékk mestar tekjur íþróttakvenna eða 30,4 milljónir dollara sem gerir 4,3 milljarða í íslenskum krónum. Hún var langt frá hundraðasta sætinu á listanum en það skipaði Daniel Jones, leikstjórnandi NFL liðsins Minnesota Vikings sem var með tekjur upp á 37,5 milljónir dollara. Það hafa verið konur inn á topp hundrað manna tekjulistanum undanfarin ár en ekki margar. Tenniskonan Naomi Osaka var á listanum 2022 og tenniskonan Serena Williams var á listanum 2021. Ronaldo var tekjuhæstur annað árið í röð þökk sé risasamningi sínum við sádi-arabiska félagið Al Nassr í desember 2022. Ronaldo er langt á undan næstu mönnum. Í öðru sætinu er bandaríski körfuboltamaðurinn Stephen Curry sem var með 153,8 milljónir dollara í tekjur á árinu 2024. Það er meira en hundrað milljónum dollara, fjórtán milljörðum íslenskra króna, minna en Ronaldo aflaði á sama tíma. Breski hnefaleikamaðurinn Tyson Fury (147 milljónir dollara) er þriðji en hinir á topp fimm eru argentínski fótboltamaðurinn Lionel Messi (135 milljónir dollara) og bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James (133,2 milljónir dollara). View this post on Instagram A post shared by Sportico (@sportico) Mest lesið Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Fótbolti Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum Körfubolti Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Handbolti Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Fótbolti Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Enski boltinn Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Körfubolti „Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi“ Sport Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Fótbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum Dagskráin: Stjörnuhelgi NBA og fótbolti hér heima og erlendis Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni „Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi“ Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Hvað gerir Aaron Rodgers? Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Valentínusarveisla í Vesturbæ Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fljótasti maður heims keppir við fljótasta manninn í NFL Gunnar Nelson í frábæru standi í Króatíu Danir fela HM-styttuna Fá að heyra það eftir tap gegn Víkingum: „Óásættanlegt og óafsakanlegt“ Sjá meira
Ronaldo hafði tekjur upp á 260 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2024 en það jafngildir meira en 36,7 milljörðum í íslenskum krónum. Konur eru að alltaf að fá betri og betri samninga í íþróttaheiminum en þær eiga greinilega enn mjög langt í landi. Samkvæmt þessari samantekt hjá Sportico þá kemst engin kona inn meðal hundrað tekjuhæsta íþróttafólksins á síðasta ári. ESPN segir frá. Tekjuhæsta konan var bandaríska tenniskonan Coco Gauff sem fékk mestar tekjur íþróttakvenna eða 30,4 milljónir dollara sem gerir 4,3 milljarða í íslenskum krónum. Hún var langt frá hundraðasta sætinu á listanum en það skipaði Daniel Jones, leikstjórnandi NFL liðsins Minnesota Vikings sem var með tekjur upp á 37,5 milljónir dollara. Það hafa verið konur inn á topp hundrað manna tekjulistanum undanfarin ár en ekki margar. Tenniskonan Naomi Osaka var á listanum 2022 og tenniskonan Serena Williams var á listanum 2021. Ronaldo var tekjuhæstur annað árið í röð þökk sé risasamningi sínum við sádi-arabiska félagið Al Nassr í desember 2022. Ronaldo er langt á undan næstu mönnum. Í öðru sætinu er bandaríski körfuboltamaðurinn Stephen Curry sem var með 153,8 milljónir dollara í tekjur á árinu 2024. Það er meira en hundrað milljónum dollara, fjórtán milljörðum íslenskra króna, minna en Ronaldo aflaði á sama tíma. Breski hnefaleikamaðurinn Tyson Fury (147 milljónir dollara) er þriðji en hinir á topp fimm eru argentínski fótboltamaðurinn Lionel Messi (135 milljónir dollara) og bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James (133,2 milljónir dollara). View this post on Instagram A post shared by Sportico (@sportico)
Mest lesið Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Fótbolti Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum Körfubolti Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Handbolti Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Fótbolti Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Enski boltinn Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Körfubolti „Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi“ Sport Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Fótbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum Dagskráin: Stjörnuhelgi NBA og fótbolti hér heima og erlendis Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni „Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi“ Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Hvað gerir Aaron Rodgers? Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Valentínusarveisla í Vesturbæ Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fljótasti maður heims keppir við fljótasta manninn í NFL Gunnar Nelson í frábæru standi í Króatíu Danir fela HM-styttuna Fá að heyra það eftir tap gegn Víkingum: „Óásættanlegt og óafsakanlegt“ Sjá meira