Lífið

Þór­dís Björk selur höllina á Arnar­nesi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Þórdís Björk festi kaup á húsinu árið 2020 fyrir 95 milljónir.
Þórdís Björk festi kaup á húsinu árið 2020 fyrir 95 milljónir.

Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, forstjóri Iceland Resources, hefur sett glæsihús sitt við Kríunes á Arnarnesi á sölu. Ásett verð er 225 milljónir.

Þórdís festi kaup á húsinu í september árið 2020 og greiddi 95 milljónir. Um er að ræða 230 fermetra einbýlishús sem var byggt árið 1980.

Flæðið í húsinu er gott og skipulagið nútímalegt. Komið er inn í rúmgóða og bjarta forstofu og þaðan gengið upp stiga á aðalhæð hússins. Eldhús, stofa og borðstofa renna saman í opnu og björtu rými. Í eldhúsinu er dökkbrún viðarinnrétting með góðu skápaplássi. Fyrir miðju er eyja fallegum stein með svörtum og gylltum æðum sem gefur rýminu mikinn karakter.

Samtals eru fimm svefnherbergi og eitt baðherbergi. Útgengt er úr stofu og hjónaherbergi út í skjólsælan suðurgarð með verönd og heitum potti.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.