Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur allra stór­leikja í Madríd

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Real hrósuðu sigri í Manchester.
Leikmenn Real hrósuðu sigri í Manchester. Getty Images/Jose Hernandez

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Stærsti leikur dagsins fer fram í Madríd þar sem Evrópu- og Spánarmeistarar Real Madríd taka á móti Englandsmeisturum Manchester City í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.05 tekur Hamar/Þór á móti Val í Bónus deild kvenna í körfubolta.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 19.25 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 19.50 er komið að stórleik Real Madríd og Man City. Heimamenn leiða 3-2 eftir fyrri leik liðanna.

Klukkan 22.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá. Þar verður farið yfir það helsta sem gerðist í leikjum kvöldsins.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 17.35 er leikur Borussia Dortmund og Sporting Lissabon í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 03.00 er Honga LPGA Tæland-mótið í golfi á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 19.50 er viðureign PSV og Juventus í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á dagskrá.

Bónus deildin

Klukkan 19.15 er leikur toppliðs Hauka og Tindastóls í Bónus deild kvenna á dagskrá.

Bónus deildin 2

Klukkan 19.10 tekur Njarðvík á móti Þór Akureyri í Bónus deild kvenna.

Bónus deildin 3

Klukkan 19.10 tekur botnlið Aþenu á móti Keflavík í Bónus deild kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×