Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2025 16:49 Reiknað er með því að höfuðstöðvarnar rísi á lóðunum tveimur sem eru nær gömlu hesthúsunum. Framtíð nyrstu lóðarinnar er óráðin. Landsvirkjun Stjórn Landsvirkjunar samþykkti á fundi sínum fyrr í dag að kaupa þrjár lóðir austast á Bústaðavegi í Reykjavík, með það í huga að þar rísi næstu höfuðstöðvar orkufyrirtækis þjóðarinnar. Kaupverðið er 1,3 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir þó að það muni koma í hlut næstu stjórnar fyrirtækisins, sem skipuð verði í apríl, að taka frekari ákvarðanir um hvort eða hvenær af þeim framkvæmdum verður. Þá hafi stjórnin einnig samþykkt að hefja sölu á fyrri höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Tvær lóðir undir Landsvirkjun en óvíst með þá þriðju Í tilkynningu segir að lóðirnar séu við Bústaðaveg 143, 145 og 147 og liggi að Reykjanesbraut, norður af veitingastaðnum á Sprengisandi og gömlu hesthúsum Fáks. Þær hafi verið seldar í einu lagi á um 1,3 milljarða króna með áföllnum gjöldum. Fyrstu áform Landsvirkjunar geri ráð fyrir að syðri lóðirnar tvær, 145 og 147, verði sameinaðar undir nýjar höfuðstöðvar. Ekki hafi verið tekin ákvörðum um þriðju lóðina, sem liggur nyrst. Fyrstu áætlanir geri ráð fyrir að höfuðstöðvar við Bústaðaveg verði í um áttatíu metra fjarlægð frá þeim íbúðarhúsum sem næst standa. Byggingarmagn á lóðunum tveimur verði í samræmi við núgildandi deiliskipulag þótt tvær lóðir verði sameinaðar og á þeim rísi ein bygging. Landsvirkjun muni leggja áherslu á að vera í góðum samskiptum við íbúa í grennd við athafnasvæðið um framgang mála. Gætu verið fullbúnar eftir þrjú ár Haft er eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að lóðirnar liggi vel við helstu stofnleiðum og þjónustu, rétt eins og fyrri höfuðstöðvar við Háaleitisbraut hafi gert. Þótt endanleg ákvörðun um uppbyggingu á svæðinu liggi ekki fyrir sé ánægjulegt að sjá að málið sé komið á rekspöl. „Ef svo heldur sem horfir gætu nýjar höfuðstöðvar verið fullbúnar eftir 3-4 ár. Við förum fram af varfærni, enda þurfum við að vanda til undirbúnings og allra verka þegar hugað er að byggingu höfuðstöðva sem vonandi munu standa næstu áratugi.“ Landsvirkjun Skipulag Reykjavík Jarða- og lóðamál Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir þó að það muni koma í hlut næstu stjórnar fyrirtækisins, sem skipuð verði í apríl, að taka frekari ákvarðanir um hvort eða hvenær af þeim framkvæmdum verður. Þá hafi stjórnin einnig samþykkt að hefja sölu á fyrri höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Tvær lóðir undir Landsvirkjun en óvíst með þá þriðju Í tilkynningu segir að lóðirnar séu við Bústaðaveg 143, 145 og 147 og liggi að Reykjanesbraut, norður af veitingastaðnum á Sprengisandi og gömlu hesthúsum Fáks. Þær hafi verið seldar í einu lagi á um 1,3 milljarða króna með áföllnum gjöldum. Fyrstu áform Landsvirkjunar geri ráð fyrir að syðri lóðirnar tvær, 145 og 147, verði sameinaðar undir nýjar höfuðstöðvar. Ekki hafi verið tekin ákvörðum um þriðju lóðina, sem liggur nyrst. Fyrstu áætlanir geri ráð fyrir að höfuðstöðvar við Bústaðaveg verði í um áttatíu metra fjarlægð frá þeim íbúðarhúsum sem næst standa. Byggingarmagn á lóðunum tveimur verði í samræmi við núgildandi deiliskipulag þótt tvær lóðir verði sameinaðar og á þeim rísi ein bygging. Landsvirkjun muni leggja áherslu á að vera í góðum samskiptum við íbúa í grennd við athafnasvæðið um framgang mála. Gætu verið fullbúnar eftir þrjú ár Haft er eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að lóðirnar liggi vel við helstu stofnleiðum og þjónustu, rétt eins og fyrri höfuðstöðvar við Háaleitisbraut hafi gert. Þótt endanleg ákvörðun um uppbyggingu á svæðinu liggi ekki fyrir sé ánægjulegt að sjá að málið sé komið á rekspöl. „Ef svo heldur sem horfir gætu nýjar höfuðstöðvar verið fullbúnar eftir 3-4 ár. Við förum fram af varfærni, enda þurfum við að vanda til undirbúnings og allra verka þegar hugað er að byggingu höfuðstöðva sem vonandi munu standa næstu áratugi.“
Landsvirkjun Skipulag Reykjavík Jarða- og lóðamál Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira