Sex lög kepptu til úrslita:
- „Like You“ – Ágúst
- „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason
- „Fire“ – Júlí og Dísa
- „RÓA“ – VÆB
- „Words“ – Tinna
- „Set Me Free“ – Stebbi Jak
Á endanum fór svo að VÆB fengu flest stig frá bæði þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd. Þeir keppa því fyrir hönd Íslands í Basel í vor.
Hér fyrir neðan má svo sjá myndir af kvöldinu. Á fremsta bekk var auðvitað Ragnhildur Steinunn sem hefur margoft áður verið kynnir.

Fjöldi æstra aðdáenda var mættur að peppa sitt fólk.



Herra Hnetusmjör opnaði kvöldið með einu vinsælasta laginu á Íslandi í dag, „Ella Egils“.


Kynnar kvöldsins, Guðrún Dís Emilsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson, brugðu á leik og buðu upp á ýmsar óvæntar uppákomur.

Fyrstur á svið af atriðum kvöldsins var Ágúst með hið poppaða „Like You“.


Annar á svið var Bjarni Arason með ástarlagið „Aðeins lengur“ sem er samið af Jóhanni Helgasyni.


Hjónakornin Júlí Heiðar og Þórdís Björk stigu svo á svið með laginu „Fire“ sem blandar saman söng og rappi.


Dúóið VÆB voru fjórðir með „Róa“ en þeir eru að keppa í söngvakeppninni annað árið í röð.


Næstsíðust á svið var Tinna með poppsmellinn „Words“.


Síðastur á svið var svo rokkhundurinn Stebbi Jak með lagið „Set Me Free“.

Spennustigið var gríðarlega hátt þegar Gunna Dís tilkynnti að VÆB hefðu unnið Söngvakeppnina.


Hera Björk, sigurvegari Söngvakeppninnar 2024, söng fyrr um kvöldið og afhenti verðlaunagripinn svo til sigurvegaranna í VÆB.

