Lífið

Gurrý selur slotið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Gurrý er ein af þekktustu þjálfurum landsins.
Gurrý er ein af þekktustu þjálfurum landsins.

Þjálfarinn Guðríður Erla Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, hefur sett íbúð sína við Jöklasel í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 59,9 milljónir.

Um er að ræða 72 fermetra íbúð á fyrstu hæð í húsi sem var byggt árið 1982. Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, borðstofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi.

Heimili Gurrýjar er innréttað á hlýlegan og sjarmerandi máta. 

Eldhús, stofa og borðstofa renna saman í eitt í rúmgóðu rými með parket á gólfi. Á veggjum má sjá fjöldann allan af listaverkum sem gefur heimilinu mikinn karakter. Úr stofunni er útgengt á suðaustursvalir.

Í eldhúsinu er stílhrein, svört innrétting með góðu vinnuplássi, og notalegum borðkrók. Fagurbleikt veggfóður með pálmatrjám lífgar upp á rýmið og gjörbreytir því.

Frekari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.