Veður

Élja­gangur sunnan- og vestan­til seinni partinn

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landingu í dag verður um eða undir frostmarki.
Hiti á landingu í dag verður um eða undir frostmarki. Vísir/Vilhelm

Lægð á Grænlandshafi og önnur við Jan Mayen stjórna veðrinu á landinu í dag og verður áttin því suðvestlæg eða breytileg, víða fimm til þrettán metrar á sekúndu og dálítil snjókoma.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði um eða undir frostmarki.

„Síðdegis má búast við éljagangi sunnan- og vestantil á landinu, en þá birtir til um landið norðaustanvert.

Suðvestan og vestan gola eða kaldi á morgun og víða él, en úrkomuminna um landið norðanvert. Frost 0 til 7 stig,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðvestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og éljagangur, en stöku él norðanlands. Frost 0 til 7 stig.

Á fimmtudag: Suðvestan 5-13 og él, en yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Hiti um eða undir frostmarki. Vaxandi suðaustanátt seint um kvöldið og hlýnar.

Á föstudag: Sunnan 15-25 og talsverð rigning, hvassast vestantil, en úrkomuminna norðaustanlands. Hiti 2 til 9 stig. Suðvestan 13-20 seinnipartinn og kólnar með éljum um landið sunnan- og vestanvert, en bætir aftur í vind um kvöldið.

Á laugardag: Ákveðin suðvestanátt og skúrir eða él, en þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 0 til 5 stig, en hlýnar síðdegis með rigningu sunnan- og vestanlands.

Á sunnudag og mánudag: Snýst í suðvestanátt og kólnar með éljum, en styttir upp um landið norðaustanvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×