Sport

Rufu ein­okun Inga á Ís­lands­meistara­titlinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Magnús Gauti Úlfarsson og Sól Kristínardóttir Mixa, Íslandsmeistarar í tvenndarleik í borðtennis.
Magnús Gauti Úlfarsson og Sól Kristínardóttir Mixa, Íslandsmeistarar í tvenndarleik í borðtennis. finnur hrafn jónsson

Úrslitin í tvenndarleik á Íslandsmótinu í borðtennis réðust í gær. Magnús Gauti Úlfarsson og Sól Kristínardóttir Mixa úr BH urðu þá Íslandsmeistarar.

Ingi Darvis úr Víkingi hafði orðið Íslandsmeistari í tvenndarleik fjögur ár í röð, fyrstu þrjú árin með Nevenu Tasic og síðan með Evu Jósteinsdóttur í fyrra.

Að þessu sinni keppti Ingi með Navenu og þau mættu Magnúsi Gauta og Sól í úrslitaleiknum.

Svo fór að Magnús Gauti og Sól höfðu betur, 3-0, og urðu þar með Íslandsmeistarar í annað sinn. Þau urðu einnig hlutskörpust 2020.

Í 3.-4. sæti voru Magnús Jóhann Hjartarson og Eva Jósteinsdóttir, Víkingi, og Þorbergur Freyr Pálmarsson, BH og Emma Niznianska, BR. Þetta ku vera fyrstu verðlaun BR (Borðtennisfélags Reykjanesbæjar) í meistaraflokki á Íslandsmóti.

Keppni á Íslandsmótinu heldur áfram í dag en þá verður leikið fram að undanúrslitum í einliðaleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×