„Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 6. mars 2025 09:06 Kristín Anna er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. „Ég held að stærsta áskorunin sé sífelldur samanburður sem fylgir samfélagsmiðlum. Við berum okkur stöðugt saman við aðra, oft út frá óraunhæfum og fíltruðum myndum af lífi þeirra,“ segir Kristín Anna Jónsdóttir aðspurð um stærsta vandamálið sem hennar kynslóð stendur frammi fyrir. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Kristín Anna Jónasdóttir Aldur? 23 ára Starf? Ég vinn hjá LPG Reykjavík þar sem ég aðstoða fólk við að auka vellíðan og bæta húðina með sogæðanudd meðferð. LPG eykur blóðflæði, hjálpar líkamanum að losa um spennu, stíflur og bólgur, ásamt því að vinna á appelsínuhúð og þétta húðina. Ég elska að vinna við eitthvað sem hjálpar öðrum að líða vel í eigin skinni! Menntun? Ég er með stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík og hef einnig lokið námi í förðunarfræði og naglafræði. Arnór Trausti Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Metnaðarfull, hugrökk og einlæg. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Örugglega það að ég er eineggja tvíburi. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mínar stærstu fyrirmyndir eru systur mínar. Ég á fimm systur og hefur hver og ein haft mikil áhrif á mig. Þær eru sterkar, klárar og góðhjartaðar og hafa þær allar kennt mér dýrmætar lexíur í gegnum árin. Ég lít líka mikið upp til Díönu prinsessu, ekki aðeins fyrir hennar glæsileika heldur fyrir hugrekkið, samkenndina og þau gildi sem hún stóð fyrir. View this post on Instagram A post shared by Kristín Anna Jónasdóttir (@kristin.jonasd) Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er fjölskyldan mín og þau gildi sem ég hef alist upp við – að standa með sjálfri mér, styðja aðra og fylgja hjartanu. Ég hef líka lært mikið af því að takast á við áskoranir og vinna í sjálfri mér. Að læra að stjórna kvíða og treysta á eigin styrk hefur gert mig sterkari og sjálfsöruggari og ég tek það með mér í allt sem ég geri. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana?Kvíði hefur verið ein af stærstu áskorunum mínum. Ég hef þurft að læra að takast á við hann, finna mínar leiðir til að róa hugann og halda áfram að lifa lífinu af öryggi og gleði. Í gegnum sjálfsvinnu, hreyfingu og sterkt stuðningsnet hef ég fundið leiðir til að takast á við hann og þroskast sem manneskja. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af sjálfri mér fyrir að leyfa mér að vaxa, þroskast og elta drauma mína. Að stíga út fyrir þægindarammann, fylgja hjartanu og gefa af mér er eitthvað sem krefst hugrekkis, ég er þakklát fyrir að hafa tekið þetta skref. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskylda mín og vinir. Að eiga fólk í kringum mig sem styður mig og elskar mig skilyrðislaust er ómetanlegt. Arnór Trausti Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég fer í ræktina með gott hlaðvarp eða tónlist í eyrunum, það hjálpar mér að hreinsa hugann og endurhlaða orkuna mína. Mér líður líka best í hreinu og rólegu umhverfi, með kveikt á kertum, góða bók í höndunum og kannski maska í andlitinu. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Pabbi minn hefur alltaf sagt við mig: „Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.“ Mér finnst það svo einföld en mikilvæg áminning í lífinu. Vonast til að tilheyra Ungfrú Ísland fjölskyldunni í framtíðinni Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Að vera eineggja tvíburi getur stundum verið pínu vandræðalegt. Ég og systir mín eigum til að deila sömu minningu en stundum vitum við ekki hvor okkar raunverulega upplifði hana. Þetta getur verið vandræðalegt þegar ég segi sögu af einhverju sem ég lenti í en hún skýtur inn í „Nei það var ég sem lenti í því!“ Þá stendur maður eftir og veit ekki hver hefur rétt fyrir sér. Svo auðvitað er það alltaf óþægilegt þegar fólk ruglast á okkur sérstaklega þegar einhver byrjar að tala við mig eins og ég eigi að vita allt um líf systur minnar. Þá stendur maður bara, brosir og reynir að meta hvort sé auðveldara að leiðrétta eða bara spila með. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég tel mig vera frekar góða í að muna texta í lögum, jafnvel eftir að hafa heyrt þau bara einu sinni. Ég veit ekki hvort það telst með sem hæfileiki samt. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst heillandi þegar fólk er 100 prósent það sjálft og leyfir sér að vera einstakt. Þegar það kemur fram við aðra með virðingu og góðvild og lyftir fólki upp í stað þess að draga það niður. Ég elska að sjá fjölbreytileika og hvernig við erum öll einstök á okkar hátt – það er það sem gerir heiminn svo fallegan. En óheillandi? Mér finnst óheillandi þegar fólk er dómhart og finnur hjá sér þörf til að brjóta aðra niður. Hver er þinn helsti ótti? Ég er hrædd við flest öll skordýr og fugla, en stærsti óttinn minn er að halda aftur af sjálfri mér og missa af tækifærum af því að ég leyfði óöryggi að stjórna mér. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig í framtíðinni með fallega fjölskyldu og eigin heilsuklínik þar sem ég hjálpa öðrum að líða vel í eigin skinni. Ég vona líka að ég verði ennþá partur af Ungfrú Ísland fjölskyldunni og get notað reynslu mína til að hjálpa öðrum stelpum að blómstra í þessu ferli. Hvaða lag tekur þú í karókí? Dancing Queen með ABBA eða Unwritten með Natasha Bedingfield. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Ég elska „Gigi Hadid“ pastað og elda ég það mikið sjálf. Svo er allt sem mamma eldar er langbest. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Hef hitt alla strákana í Hljómsveitinni Kaleo - myndi telja þá vera frægustu einstaklinga sem ég hef hitt. Kaleo Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs alltaf frekar að hitta fólk í eigin persónu. Það er eitthvað svo dýrmætt við að fá að tengjast manneskju beint, sjá svipbrigðin og finna orkuna í samtalinu. Skilaboð eru vissulega þægileg stundum, en persónuleg samskipti gefa mér alltaf mest. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi fjárfesta í íbúð, leggja eitthvað fyrir framtíðina og styrkja góðgerðarsamtök á Íslandi Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef fylgst með Ungfrú Ísland í mörg ár og alltaf dáðst að þeim konum sem þora að stíga fram, standa sterkar í sjálfum sér og eru fyrirmyndir fyrir aðra. Það sem vakti mestan áhuga minn var samt hvað þessi keppni snýst í raun um miklu meira en bara útlit. Þetta er ferli sem hjálpar þér að vaxa, læra á sjálfa þig og styrkja röddina þína. Þegar ég tók þátt í fyrra varð mér það svo ljóst hversu ótrúlega dýrmæt og kraftmikil reynsla þetta er, og það var einmitt þessi dýpt og þessi kraftur sem fékk mig til að langa að stíga aftur inn í þetta ferli og sjá hversu langt ég get náð. Fegurðin skín innan frá Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég er búin að læra að ég er miklu sterkari en ég hélt. Að stíga inn í svona ferli kennir manni að standa með sjálfri sér, treysta eigin rödd og vera óhrædd við að vera sýnileg. Ég hef líka lært að við allar eigum okkar einstöku sögu og það er styrkur í því að deila henni. En það sem hefur haft mest áhrif á mig er að ég hef séð hversu ótrúlega magnað það er þegar konur styðja hvor aðra, lyfta hvor annarri upp og skapa þannig umhverfi þar sem við allar fáum að blómstra á okkar eigin forsendum. View this post on Instagram A post shared by Kristín Anna Jónasdóttir (@kristin.jonasd) Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenn fyrir málefnum tengdum andlegri heilsu, sérstaklega því að opna umræðuna um kvíða og líðan ungs fólks. Ég veit af eigin reynslu hversu mikilvægt það er að geta talað opinskátt um líðan sína án þess að finna fyrir skömm. Það skiptir mig miklu máli að nota röddina mína til að minna á að það er styrkur í að biðja um hjálp og að við eigum öll skilið að líða vel í eigin skinni. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Ungfrú Ísland þarf að vera einlæg, hlý og hugrökk fyrirmynd sem þorir að standa með sjálfri sér og öðrum. Hún þarf að hafa sjálfstraust til að fylgja sínum gildum, þrautseigju til að takast á við áskoranir og ástríðu fyrir því að hafa jákvæð áhrif á samfélagið sitt. Að mínu mati er mikilvægasti eiginleikinn að hafa hlýtt hjarta og opinn huga, því sönn fegurð skín alltaf innan frá. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Af því að mér finnst þessi keppni svo miklu meira en bara titill. Fyrir mér snýst þetta um að fá tækifæri til að tala fyrir því sem ég brenn fyrir, vera góð fyrirmynd og hvetja aðra til að standa með sjálfum sér. Ég veit hversu mikið þetta ferli gefur og mig langar að gefa af mér til baka og vera hluti af þessu einstaka samfélagi sterkra kvenna sem lyfta hvor annarri upp og sýna að það er pláss fyrir alla. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég hef þegar upplifað þetta ferli og veit hversu magnað það er. Ég varð ástfangin af þessu ævintýri og öllu sem Ungfrú Ísland stendur fyrir. Ég kem inn með reynslu, ástríðu og þakklæti og veit hversu dýrmætt það er að nota þetta tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á aðra. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Ég held að stærsta áskorunin sé sífelldur samanburður sem fylgir samfélagsmiðlum. Við berum okkur stöðugt saman við aðra, oft út frá óraunhæfum og fíltruðum myndum af lífi þeirra. Og hvernig mætti leysa það? Það er mikilvægt að minna okkur á að enginn er fullkominn og að það er í lagi að vera ólíkur öðrum. Opnari samtöl um raunveruleikann, sjálfsást og mikilvægi þess að byggja upp sterka sjálfsmynd eru lykillinn að því að leysa þetta vandamál. Vettvangur fyrir konur að taka pláss Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Ég fæ oft þá spurningu hvort það sé ekki skrýtið að taka þátt aftur. En fyrir mér er það alls ekki skrýtið það er eðlilegt að vilja fylgja draumnum sínum, stækka sem einstaklingur og halda áfram að sækja í það sem veitir manni bæði gleði og tilgang. Ef eitthvað, þá ættum við að fagna því þegar fólk hefur kjarkinn til að elta ástríðuna sína, sama hversu oft það tekur. Það sem mér finnst svo mikilvægt að fólk átti sig á er að Ungfrú Ísland er svo miklu meira en margir halda. Þetta er ekki bara keppni þetta er persónuleg vegferð sem snýst um að læra á sjálfa sig, byggja upp sjálfstraust og finna styrkinn í því að standa með sjálfri sér. Þetta ferli hefur kennt mér að það er ekkert fallegra en að leyfa sér að blómstra á sínum forsendum og standa stolt í eigin skinni. Ég skil vel að sumir hafi fyrir fram mótaðar skoðanir á fegurðarsamkeppnum, en ég myndi vilja bjóða fólki að horfa á þetta með opnum huga og kynnast því hvað raunverulega býr að baki. Ungfrú Ísland er vettvangur þar sem ungar konur læra að taka pláss, deila rödd sinni og vera fyrirmyndir. Það er rými þar sem við lærum að standa saman, styðja hvor aðra og fagna fjölbreytileikanum sem við komum með inn í þetta ferli. Fólk keppir aftur og aftur í söngvakeppninni til að reyna að fá tækifæri til að keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision, af hverju ætti ég ekki að fá að gera slíkt hið sama í minni ástríðu? Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu þetta er ferli sem hefur kennt mér meira um mig sjálfa, styrkleika mína og hvaða áhrif ég vil hafa í þessum heimi en nokkuð annað. Fyrir það er ég bæði stolt og þakklát. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Fyrst og fremst þarf hún að vera fyrirmynd. Síðan þarf hún að vera jákvæð, upplífgandi og tilbúin að vera landi og þjóð til sóma,“ segir Þórdís Ásta, spurð hvaða kosti Ungfrú Ísland þarf að búa yfir. 5. mars 2025 09:01 „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ „Mig langar að vera góð fyrirmynd og vil vera partur af breytingunni sem við konur erum að gera og vinna í,“ segir hin tvítuga Embla Sól Laxdal, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. 4. mars 2025 09:01 Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt „Ég held að þetta sé ótrúlega gaman og lærdómsríkt. Þetta er smá ævintýri og við fáum að leyfa innri prinsessunni eða dívunni að blómstra,“ segir Móeiður Sif Skúladóttir, 37 ára flugfreyja og einkaþjálfari, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland. 3. mars 2025 09:02 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Kristín Anna Jónasdóttir Aldur? 23 ára Starf? Ég vinn hjá LPG Reykjavík þar sem ég aðstoða fólk við að auka vellíðan og bæta húðina með sogæðanudd meðferð. LPG eykur blóðflæði, hjálpar líkamanum að losa um spennu, stíflur og bólgur, ásamt því að vinna á appelsínuhúð og þétta húðina. Ég elska að vinna við eitthvað sem hjálpar öðrum að líða vel í eigin skinni! Menntun? Ég er með stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík og hef einnig lokið námi í förðunarfræði og naglafræði. Arnór Trausti Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Metnaðarfull, hugrökk og einlæg. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Örugglega það að ég er eineggja tvíburi. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mínar stærstu fyrirmyndir eru systur mínar. Ég á fimm systur og hefur hver og ein haft mikil áhrif á mig. Þær eru sterkar, klárar og góðhjartaðar og hafa þær allar kennt mér dýrmætar lexíur í gegnum árin. Ég lít líka mikið upp til Díönu prinsessu, ekki aðeins fyrir hennar glæsileika heldur fyrir hugrekkið, samkenndina og þau gildi sem hún stóð fyrir. View this post on Instagram A post shared by Kristín Anna Jónasdóttir (@kristin.jonasd) Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er fjölskyldan mín og þau gildi sem ég hef alist upp við – að standa með sjálfri mér, styðja aðra og fylgja hjartanu. Ég hef líka lært mikið af því að takast á við áskoranir og vinna í sjálfri mér. Að læra að stjórna kvíða og treysta á eigin styrk hefur gert mig sterkari og sjálfsöruggari og ég tek það með mér í allt sem ég geri. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana?Kvíði hefur verið ein af stærstu áskorunum mínum. Ég hef þurft að læra að takast á við hann, finna mínar leiðir til að róa hugann og halda áfram að lifa lífinu af öryggi og gleði. Í gegnum sjálfsvinnu, hreyfingu og sterkt stuðningsnet hef ég fundið leiðir til að takast á við hann og þroskast sem manneskja. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af sjálfri mér fyrir að leyfa mér að vaxa, þroskast og elta drauma mína. Að stíga út fyrir þægindarammann, fylgja hjartanu og gefa af mér er eitthvað sem krefst hugrekkis, ég er þakklát fyrir að hafa tekið þetta skref. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskylda mín og vinir. Að eiga fólk í kringum mig sem styður mig og elskar mig skilyrðislaust er ómetanlegt. Arnór Trausti Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég fer í ræktina með gott hlaðvarp eða tónlist í eyrunum, það hjálpar mér að hreinsa hugann og endurhlaða orkuna mína. Mér líður líka best í hreinu og rólegu umhverfi, með kveikt á kertum, góða bók í höndunum og kannski maska í andlitinu. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Pabbi minn hefur alltaf sagt við mig: „Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.“ Mér finnst það svo einföld en mikilvæg áminning í lífinu. Vonast til að tilheyra Ungfrú Ísland fjölskyldunni í framtíðinni Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Að vera eineggja tvíburi getur stundum verið pínu vandræðalegt. Ég og systir mín eigum til að deila sömu minningu en stundum vitum við ekki hvor okkar raunverulega upplifði hana. Þetta getur verið vandræðalegt þegar ég segi sögu af einhverju sem ég lenti í en hún skýtur inn í „Nei það var ég sem lenti í því!“ Þá stendur maður eftir og veit ekki hver hefur rétt fyrir sér. Svo auðvitað er það alltaf óþægilegt þegar fólk ruglast á okkur sérstaklega þegar einhver byrjar að tala við mig eins og ég eigi að vita allt um líf systur minnar. Þá stendur maður bara, brosir og reynir að meta hvort sé auðveldara að leiðrétta eða bara spila með. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég tel mig vera frekar góða í að muna texta í lögum, jafnvel eftir að hafa heyrt þau bara einu sinni. Ég veit ekki hvort það telst með sem hæfileiki samt. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst heillandi þegar fólk er 100 prósent það sjálft og leyfir sér að vera einstakt. Þegar það kemur fram við aðra með virðingu og góðvild og lyftir fólki upp í stað þess að draga það niður. Ég elska að sjá fjölbreytileika og hvernig við erum öll einstök á okkar hátt – það er það sem gerir heiminn svo fallegan. En óheillandi? Mér finnst óheillandi þegar fólk er dómhart og finnur hjá sér þörf til að brjóta aðra niður. Hver er þinn helsti ótti? Ég er hrædd við flest öll skordýr og fugla, en stærsti óttinn minn er að halda aftur af sjálfri mér og missa af tækifærum af því að ég leyfði óöryggi að stjórna mér. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig í framtíðinni með fallega fjölskyldu og eigin heilsuklínik þar sem ég hjálpa öðrum að líða vel í eigin skinni. Ég vona líka að ég verði ennþá partur af Ungfrú Ísland fjölskyldunni og get notað reynslu mína til að hjálpa öðrum stelpum að blómstra í þessu ferli. Hvaða lag tekur þú í karókí? Dancing Queen með ABBA eða Unwritten með Natasha Bedingfield. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Ég elska „Gigi Hadid“ pastað og elda ég það mikið sjálf. Svo er allt sem mamma eldar er langbest. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Hef hitt alla strákana í Hljómsveitinni Kaleo - myndi telja þá vera frægustu einstaklinga sem ég hef hitt. Kaleo Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs alltaf frekar að hitta fólk í eigin persónu. Það er eitthvað svo dýrmætt við að fá að tengjast manneskju beint, sjá svipbrigðin og finna orkuna í samtalinu. Skilaboð eru vissulega þægileg stundum, en persónuleg samskipti gefa mér alltaf mest. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi fjárfesta í íbúð, leggja eitthvað fyrir framtíðina og styrkja góðgerðarsamtök á Íslandi Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef fylgst með Ungfrú Ísland í mörg ár og alltaf dáðst að þeim konum sem þora að stíga fram, standa sterkar í sjálfum sér og eru fyrirmyndir fyrir aðra. Það sem vakti mestan áhuga minn var samt hvað þessi keppni snýst í raun um miklu meira en bara útlit. Þetta er ferli sem hjálpar þér að vaxa, læra á sjálfa þig og styrkja röddina þína. Þegar ég tók þátt í fyrra varð mér það svo ljóst hversu ótrúlega dýrmæt og kraftmikil reynsla þetta er, og það var einmitt þessi dýpt og þessi kraftur sem fékk mig til að langa að stíga aftur inn í þetta ferli og sjá hversu langt ég get náð. Fegurðin skín innan frá Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég er búin að læra að ég er miklu sterkari en ég hélt. Að stíga inn í svona ferli kennir manni að standa með sjálfri sér, treysta eigin rödd og vera óhrædd við að vera sýnileg. Ég hef líka lært að við allar eigum okkar einstöku sögu og það er styrkur í því að deila henni. En það sem hefur haft mest áhrif á mig er að ég hef séð hversu ótrúlega magnað það er þegar konur styðja hvor aðra, lyfta hvor annarri upp og skapa þannig umhverfi þar sem við allar fáum að blómstra á okkar eigin forsendum. View this post on Instagram A post shared by Kristín Anna Jónasdóttir (@kristin.jonasd) Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenn fyrir málefnum tengdum andlegri heilsu, sérstaklega því að opna umræðuna um kvíða og líðan ungs fólks. Ég veit af eigin reynslu hversu mikilvægt það er að geta talað opinskátt um líðan sína án þess að finna fyrir skömm. Það skiptir mig miklu máli að nota röddina mína til að minna á að það er styrkur í að biðja um hjálp og að við eigum öll skilið að líða vel í eigin skinni. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Ungfrú Ísland þarf að vera einlæg, hlý og hugrökk fyrirmynd sem þorir að standa með sjálfri sér og öðrum. Hún þarf að hafa sjálfstraust til að fylgja sínum gildum, þrautseigju til að takast á við áskoranir og ástríðu fyrir því að hafa jákvæð áhrif á samfélagið sitt. Að mínu mati er mikilvægasti eiginleikinn að hafa hlýtt hjarta og opinn huga, því sönn fegurð skín alltaf innan frá. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Af því að mér finnst þessi keppni svo miklu meira en bara titill. Fyrir mér snýst þetta um að fá tækifæri til að tala fyrir því sem ég brenn fyrir, vera góð fyrirmynd og hvetja aðra til að standa með sjálfum sér. Ég veit hversu mikið þetta ferli gefur og mig langar að gefa af mér til baka og vera hluti af þessu einstaka samfélagi sterkra kvenna sem lyfta hvor annarri upp og sýna að það er pláss fyrir alla. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég hef þegar upplifað þetta ferli og veit hversu magnað það er. Ég varð ástfangin af þessu ævintýri og öllu sem Ungfrú Ísland stendur fyrir. Ég kem inn með reynslu, ástríðu og þakklæti og veit hversu dýrmætt það er að nota þetta tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á aðra. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Ég held að stærsta áskorunin sé sífelldur samanburður sem fylgir samfélagsmiðlum. Við berum okkur stöðugt saman við aðra, oft út frá óraunhæfum og fíltruðum myndum af lífi þeirra. Og hvernig mætti leysa það? Það er mikilvægt að minna okkur á að enginn er fullkominn og að það er í lagi að vera ólíkur öðrum. Opnari samtöl um raunveruleikann, sjálfsást og mikilvægi þess að byggja upp sterka sjálfsmynd eru lykillinn að því að leysa þetta vandamál. Vettvangur fyrir konur að taka pláss Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Ég fæ oft þá spurningu hvort það sé ekki skrýtið að taka þátt aftur. En fyrir mér er það alls ekki skrýtið það er eðlilegt að vilja fylgja draumnum sínum, stækka sem einstaklingur og halda áfram að sækja í það sem veitir manni bæði gleði og tilgang. Ef eitthvað, þá ættum við að fagna því þegar fólk hefur kjarkinn til að elta ástríðuna sína, sama hversu oft það tekur. Það sem mér finnst svo mikilvægt að fólk átti sig á er að Ungfrú Ísland er svo miklu meira en margir halda. Þetta er ekki bara keppni þetta er persónuleg vegferð sem snýst um að læra á sjálfa sig, byggja upp sjálfstraust og finna styrkinn í því að standa með sjálfri sér. Þetta ferli hefur kennt mér að það er ekkert fallegra en að leyfa sér að blómstra á sínum forsendum og standa stolt í eigin skinni. Ég skil vel að sumir hafi fyrir fram mótaðar skoðanir á fegurðarsamkeppnum, en ég myndi vilja bjóða fólki að horfa á þetta með opnum huga og kynnast því hvað raunverulega býr að baki. Ungfrú Ísland er vettvangur þar sem ungar konur læra að taka pláss, deila rödd sinni og vera fyrirmyndir. Það er rými þar sem við lærum að standa saman, styðja hvor aðra og fagna fjölbreytileikanum sem við komum með inn í þetta ferli. Fólk keppir aftur og aftur í söngvakeppninni til að reyna að fá tækifæri til að keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision, af hverju ætti ég ekki að fá að gera slíkt hið sama í minni ástríðu? Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu þetta er ferli sem hefur kennt mér meira um mig sjálfa, styrkleika mína og hvaða áhrif ég vil hafa í þessum heimi en nokkuð annað. Fyrir það er ég bæði stolt og þakklát.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Fyrst og fremst þarf hún að vera fyrirmynd. Síðan þarf hún að vera jákvæð, upplífgandi og tilbúin að vera landi og þjóð til sóma,“ segir Þórdís Ásta, spurð hvaða kosti Ungfrú Ísland þarf að búa yfir. 5. mars 2025 09:01 „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ „Mig langar að vera góð fyrirmynd og vil vera partur af breytingunni sem við konur erum að gera og vinna í,“ segir hin tvítuga Embla Sól Laxdal, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. 4. mars 2025 09:01 Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt „Ég held að þetta sé ótrúlega gaman og lærdómsríkt. Þetta er smá ævintýri og við fáum að leyfa innri prinsessunni eða dívunni að blómstra,“ segir Móeiður Sif Skúladóttir, 37 ára flugfreyja og einkaþjálfari, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland. 3. mars 2025 09:02 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Sjá meira
„Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Fyrst og fremst þarf hún að vera fyrirmynd. Síðan þarf hún að vera jákvæð, upplífgandi og tilbúin að vera landi og þjóð til sóma,“ segir Þórdís Ásta, spurð hvaða kosti Ungfrú Ísland þarf að búa yfir. 5. mars 2025 09:01
„Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ „Mig langar að vera góð fyrirmynd og vil vera partur af breytingunni sem við konur erum að gera og vinna í,“ segir hin tvítuga Embla Sól Laxdal, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. 4. mars 2025 09:01
Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt „Ég held að þetta sé ótrúlega gaman og lærdómsríkt. Þetta er smá ævintýri og við fáum að leyfa innri prinsessunni eða dívunni að blómstra,“ segir Móeiður Sif Skúladóttir, 37 ára flugfreyja og einkaþjálfari, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland. 3. mars 2025 09:02