Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. mars 2025 10:59 Hjálmar Örn sprækur á sjúkrahúsinu eftir ótrúlegan dag. Hjálmar Örn Hjálmar Örn Jóhannsson segist hafa upplifað svo mikinn sársauka þegar hann fékk hjartaáfall síðasta laugardag að hann hafi langað út úr líkamanum. Hann segist strax um morguninn hafa vaknað eitthvað skrítinn. Hann rauk út af heimili sínu og til móts við sjúkrabílinn, hann gat einfaldlega ekki beðið og segist hafa velt því fyrir sér hvort hann myndi vakna aftur á sjúkrahúsinu. Þetta kemur fram í hlaðvarpi Hjálmars, Hæ Hæ, sem hann heldur úti ásamt félaga sínum Helga Jean. Líkt og fram hefur komið var klukkan tuttugu mínútur í þrjú eftir hádegi á laugardag þegar Hjálmar fékk hjartaáfall. Hjálmar býður þar upp á ótrúlega frásögn af deginum og hvernig hann fylgdist með eigin hjartaþræðingu. Slen á föstudagskvöldinu „Síðan er ég þarna á föstudeginum að fara að skemmta, er bara alveg hress. Ekkert vesen. Ég var alveg hress að skemmta en ég man eftir því að mér leið ógeðslega illa í öxlinni. Ég var skringilegur. Ég var smá orkulaus og öxlin var svolítið mikið að trufla mig,“ segir Hjálmar meðal annars í þættinum. Hann tekur fram að verkurinn sé þó ekki tengdur hjartaáfallinu. Hann segir hafa verið slen yfir sér á föstudagskvöldinu. Eftir skemmtunina á föstudagskvöldinu hafi hann komið heim og sest niður. Það hafi verið smá þreyta í honum og hann aðallega hugsað um öxlina. Svo fór hann snemma að sofa en Hjálmar segir frá því í þættinum að hann hafi þarna tekið í þriðja sinn bólgueyðandi töflur vegna axlarinnar. Það hafi lítið virkað, hann hafi hringt í lækni og spurt hvort hann mætti taka tvær. „Svo vakna ég á laugardagsmorgninum, the holy day. Ég vakna og maður er búinn að heyra þetta svo oft en ég vakna ógeðslega skringilega. Ég er alveg bara: „Djöfull líður mér skringilega.“ Svo hristir maður þetta bara af sér.“ Náði ekki andanum eftir bita af bananabrauði Hjálmar segist hafa ákveðið að taka eina bólgueyðandi töflu um morguninn, hann hafi ekkert getað sofið út af öxlinni. Svo fer hann með son sinn Loga á fótboltaæfingu og ekkert vesen, bara nokkuð hress. Hjálmar segist hafa komið aftur heim og konan hans Ljósbrá hafði bakað. Hann segist aldrei hafa verið bananabrauðsmaður en fengið sér bita. „Ég sker bara pínulítið, lítinn bita. Fæ mér hann og ég er búinn að hugsa: Nú er enski boltinn að byrja, ég ætla bara að horfa á enska, svo er ég að fara að vinna um kvöldið og eitthvað svona. Fæ mér hann. Svo er ég búinn að vera í smá stund og þá bara.....ugh, náði ekki andanum. Svo er ég bara svona: Ögh. Eins og ég væri með geðsjúkan brjóstsviða, þetta var svo skrítið. Svo var þetta alltaf verra og verra og verra.“ Hjálmar segir þetta hafa verið ástand sem varði í um tíu mínútur. Konan hans Ljósbrá á leiðinni út en Hjálmar segist hafa beðið hana um að bíða aðeins, þetta væri eitthvað skrítið. „Þetta var svo mikill sársauki, að mig langaði bara út úr líkamanum. Ég var bara: Djöfull er þetta sárt maður, ég var nánast öskrandi þarna, ég gat ekki öskrað þetta var svo mikill sársauki. Svo er ég þarna og ég segi við Ljósu: Hringdu á sjúkrabíl, þetta er eitthvað skrítið. Hringdu á sjúkrabíl, bara strax.“ Neyðarplan fjölskyldunnar virkjað Ljósa hafi spurt hann hvort hann væri viss og hann hafi sagt henni það. Hún hafi hringt, á meðan Hjálmar var að drepast. Hún hafi verið spurð þessara hefðbundna spurninga um lyf Hjálmars, kennitöluna hans og þess háttar upplýsingar. Hann segir að sér hafi liðið eins og sjúkrabíllinn væri ekki farinn af stað. „Þannig ég var svona í mér. Ljósa var búin að segja við krakkana, ef eitthvað kemur einhvern tímann upp á, bara ef þau detta, meiða sig, eitthvað gerist, þá var hún bara með neyðarplan. Þá farið þið bara í íbúðina við hliðina á, til nágranna okkar eða fyrir neðan okkur. Ljósa var bara með neyðarplan, krakkarnir fóru bara um leið og þetta gerðist út og bönkuðu upp á hjá Ævari nágranna.“ Rauk út á móti sjúkrabílnum Á meðan var Hjálmar eftir í íbúðinni. „Sársaukinn varð bara meiri og meiri. Og þetta er ekki þannig, hjartaáfallið er ekki eins og maður sér í bíómyndunum [þar sem þetta gerist allt í einu], þetta var bara aaaaaaahhhhh,“ segir Hjálmar. Hann segist hafa upplifað stanslausan ógeðslegan verk, svo mikinn að ekki var hægt að einbeita sér að neinu öðru. „Svo var ég bara orðinn ískaldur, kófsveittur. Og ég var alveg bara....síðan er ég þarna og ég bara: Hvað er málið er ekki sjúkrabíll að fara að koma? Tíminn var ekki neitt neitt en fyrir mér var bara hver mínúta, þetta voru kannski sjö mínútur sem tók sjúkrabílinn að koma. En fyrir mér var bara hver mínúta, þannig ég bara segi: Ég fer á móti þeim en Ljósa segir mér að bíða. En ég segist ekki getað beðið.“ Hjálmar segist þannig hafa rokið út úr íbúðinni, sárþjáður. Í skó, inn í lyftu. Hann kemur niður og þá er sjúkrabíllinn einmitt mættur og sjúkraflutningamennirnir að taka út börurnar. „Þannig ég kem bara og ríf skyrtuna frá og kem bara labbandi nánast ber að ofan beint til þeirra. Og ég segi: Gefið mér bara eitthvað. Eitthvað verkjastillandi núna. Takið þennan sársauka í burtu, bara hvað sem er, heróín eða eitthvað. Þetta voru náttúrulega algjörir fagmenn, segja mér að vera rólegur, leggstu bara hér.“ Heilagasti tíminn á spítalanum Hjálmar segist hafa lagst en ekki getað legið kjurr. Þeir hafi byrjað að stinga hann og finna æðar. Þeir hafi gefið honum svona blásturspípu gegn sársauka. Hann hafi notað hana en það hafi ekki slegið neitt á sársaukann. Sjúkraflutningamaðurinn hafi haldið honum rólegum. „Svo gefa þeir mér verkjalyf í æð. Fentanýl. Gerðist ekkert. Gefa manni bara eitthvað lítið. Og ég segi bara: Heyrðu þetta slær ekkert á, það er ennþá bara geðveikur sársauki. Hann bara: Já, við verðum að fara með þig upp á spítala.“ Hjálmar lýsir því að um leið og hann hafi mætt á bráðavaktina, þegar hann hafi komið út úr bílnum á börunum þá sér hann að klukkan er þrjú. Heilagasti tími dagsins hjá Hjálmari, tími enska boltans en Hjálmar er líklega harðasti stuðningsmaður Tottenham á landinu. „Þá hugsaði ég bara án gríns: Já, auðvitað ferð þú klukkan þrjú á laugardegi. Heilagasti tíminn.“ Velti fyrir sér hvort hann myndi vakna aftur Hjálmar segir í þættinum að hjartaáfall sé það erfiðasta sem hann hafi reynt, mun erfiðari en nýrnasteinakast. Á honum hafi verið gerðar allskyns tilraunir á sjúkrahúsinu. Hann var ennþá að drepast. „Ég segi við þá, heyrðu þið verðið að gefa mér eitthvað meira. Ég bara get ekki verið með þennan sársauka. Og hann segir, já, það er bara ætlun okkar, að fólk er ekki með sársauka hérna inni. Ég segi, þið verðið bara að gera eitthvað! Þannig ég fæ meira fentanýl. Og það virkar ekkert. Já já, þá hugsaði ég: Ég er búinn að fá þetta tvisvar, það slær ekkert á þetta. Þá hugsaði ég, þetta er eitthvað alvarlegt. “ Hjálmar segir læknana hafa spurt hann út í baksögu hans, meðal annars hvort hann hafi átt sér sögu um bakflæði. Hann segir Ljósu hafa sagt þeim að hann væri pottþétt með bakflæði. Hjálmar segist sjálfur hafa farið að halda það um stund og hann hafi fengið bakflæðislyf til að tjékka það af. „Ég sagði við Ljósu: Það virkar ekki neitt verkjalyf á mig. Og ég hugsaði, þetta er eitthvað alvarlegt.“ Hjálmar segir vinkonu sína Evu Ruza hafa farið að hágráta þarna á laugardeginum þegar hún hafi heyrt í honum. Hún hafi haldið að hann væri að fara. „Það héldu það bara flestir. Ég var bara að hugsa: Mun ég ekki vakna þegar ég verð svæfður?“ Hjálmar sagði að það hefði ekki komið á óvart þennan dag að hann myndi kveðja þennan heim á tíma enska boltans. Fylgdist með lækninum í miðri aðgerð Hann lýsir því hvernig hann hafi farið í allskyns prófanir og skanna á sjúkrahúsinu. Svo hafi hann verið rakaður á bringunni, og læknir að endingu mætt til hans með fréttir sem komu Hjálmari á óvart. „Heyrðu Hjálmar, þú ert á leiðinni í hjartaþræðingu. Já ókei! Hvenær? Ég hélt kannski að það yrði eftir þrjár, fjórar vikur, ég myndi ná nokkrum leikjum,“ segir Hjálmar hlæjandi. Honum hafi hinsvegar verið tjáð að þetta myndi gerast strax. Hann var þá fluttur aftur í sama sjúkrabíl og nú á Landspítalann Hringbraut. Skurðlæknir ræstur út. „Ég kem þarna og þetta er rosalegt dæmi. Veistu hvernig hjartaþræðing er? Hann sagði að það er annað hvort nári eða hér, úlnliður. Hann sagði að nári, það gæti blætt mikið. Ég var hérna, í úlnlið. Veiku öxlinni. Þannig ég hélt bara í eitthvað svona dæmi og var haldið vakandi.“ Hjálmar ber starfsfólki spítalans góða sögu. Hann segist enn hafa verið þjáður þegar þarna var komið og honum því gefið kæruleysislyf. „Og ég ligg þarna og hann er að fara að skera í þetta og ég segi, ég verð að fá eitthvað. En ég sé þetta ekki, það er plast fyrir, þannig maður horfir ekki á þetta. En ég get horft á skjá og sé hann bara inni í mér. Þetta er svo ruglað. Skurðurinn er enginn. Sjáðu þetta, þetta hérna er þræðingin. Þetta eru svo miklir meistarar. Þetta er rosalegt!“ Hjálmar segist ekki hafa fundið fyrir aðgerðinni, á meðan læknirinn var í þræðingunni. Hann segist hinsvegar enn hafa svo mikinn verk fyrir brjóstinu, að hann hafi beðið aftur um verkjalyf. Hjúkrunarfræðingur hafi tjáð honum að það myndi lagast þegar búið væri að þræða hann. „Það tekur svona hálftíma. Hann var svona hálftíma að þessu, tvær fokking æðar. Önnur var alveg stífluð. Verkurinn er ennþá eftir hálftíma, en miklu minni. Ég var ekki að átta mig á því en hann var miklu minni. Svo var manni bara rúllað inn á hjartadeildina, inn í herbergi þar. Ég get alveg sagt það að ég horfði á leik um kvöldið, spænska boltann.“ Hjálmar segist hafa verið skorinn upp um sjö að kvöldi laugardagsins. Nóttina eftir hafi verkurinn svo loksins, loksins, verið farinn. Læknirinn hafi rétt honum gula spjaldið að þessu loknu og sagt honum að hjartaáfallið hafi mátt rekja til mataræðis og hreyfingarleysis en ekki álags. Ástin og lífið Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Þetta kemur fram í hlaðvarpi Hjálmars, Hæ Hæ, sem hann heldur úti ásamt félaga sínum Helga Jean. Líkt og fram hefur komið var klukkan tuttugu mínútur í þrjú eftir hádegi á laugardag þegar Hjálmar fékk hjartaáfall. Hjálmar býður þar upp á ótrúlega frásögn af deginum og hvernig hann fylgdist með eigin hjartaþræðingu. Slen á föstudagskvöldinu „Síðan er ég þarna á föstudeginum að fara að skemmta, er bara alveg hress. Ekkert vesen. Ég var alveg hress að skemmta en ég man eftir því að mér leið ógeðslega illa í öxlinni. Ég var skringilegur. Ég var smá orkulaus og öxlin var svolítið mikið að trufla mig,“ segir Hjálmar meðal annars í þættinum. Hann tekur fram að verkurinn sé þó ekki tengdur hjartaáfallinu. Hann segir hafa verið slen yfir sér á föstudagskvöldinu. Eftir skemmtunina á föstudagskvöldinu hafi hann komið heim og sest niður. Það hafi verið smá þreyta í honum og hann aðallega hugsað um öxlina. Svo fór hann snemma að sofa en Hjálmar segir frá því í þættinum að hann hafi þarna tekið í þriðja sinn bólgueyðandi töflur vegna axlarinnar. Það hafi lítið virkað, hann hafi hringt í lækni og spurt hvort hann mætti taka tvær. „Svo vakna ég á laugardagsmorgninum, the holy day. Ég vakna og maður er búinn að heyra þetta svo oft en ég vakna ógeðslega skringilega. Ég er alveg bara: „Djöfull líður mér skringilega.“ Svo hristir maður þetta bara af sér.“ Náði ekki andanum eftir bita af bananabrauði Hjálmar segist hafa ákveðið að taka eina bólgueyðandi töflu um morguninn, hann hafi ekkert getað sofið út af öxlinni. Svo fer hann með son sinn Loga á fótboltaæfingu og ekkert vesen, bara nokkuð hress. Hjálmar segist hafa komið aftur heim og konan hans Ljósbrá hafði bakað. Hann segist aldrei hafa verið bananabrauðsmaður en fengið sér bita. „Ég sker bara pínulítið, lítinn bita. Fæ mér hann og ég er búinn að hugsa: Nú er enski boltinn að byrja, ég ætla bara að horfa á enska, svo er ég að fara að vinna um kvöldið og eitthvað svona. Fæ mér hann. Svo er ég búinn að vera í smá stund og þá bara.....ugh, náði ekki andanum. Svo er ég bara svona: Ögh. Eins og ég væri með geðsjúkan brjóstsviða, þetta var svo skrítið. Svo var þetta alltaf verra og verra og verra.“ Hjálmar segir þetta hafa verið ástand sem varði í um tíu mínútur. Konan hans Ljósbrá á leiðinni út en Hjálmar segist hafa beðið hana um að bíða aðeins, þetta væri eitthvað skrítið. „Þetta var svo mikill sársauki, að mig langaði bara út úr líkamanum. Ég var bara: Djöfull er þetta sárt maður, ég var nánast öskrandi þarna, ég gat ekki öskrað þetta var svo mikill sársauki. Svo er ég þarna og ég segi við Ljósu: Hringdu á sjúkrabíl, þetta er eitthvað skrítið. Hringdu á sjúkrabíl, bara strax.“ Neyðarplan fjölskyldunnar virkjað Ljósa hafi spurt hann hvort hann væri viss og hann hafi sagt henni það. Hún hafi hringt, á meðan Hjálmar var að drepast. Hún hafi verið spurð þessara hefðbundna spurninga um lyf Hjálmars, kennitöluna hans og þess háttar upplýsingar. Hann segir að sér hafi liðið eins og sjúkrabíllinn væri ekki farinn af stað. „Þannig ég var svona í mér. Ljósa var búin að segja við krakkana, ef eitthvað kemur einhvern tímann upp á, bara ef þau detta, meiða sig, eitthvað gerist, þá var hún bara með neyðarplan. Þá farið þið bara í íbúðina við hliðina á, til nágranna okkar eða fyrir neðan okkur. Ljósa var bara með neyðarplan, krakkarnir fóru bara um leið og þetta gerðist út og bönkuðu upp á hjá Ævari nágranna.“ Rauk út á móti sjúkrabílnum Á meðan var Hjálmar eftir í íbúðinni. „Sársaukinn varð bara meiri og meiri. Og þetta er ekki þannig, hjartaáfallið er ekki eins og maður sér í bíómyndunum [þar sem þetta gerist allt í einu], þetta var bara aaaaaaahhhhh,“ segir Hjálmar. Hann segist hafa upplifað stanslausan ógeðslegan verk, svo mikinn að ekki var hægt að einbeita sér að neinu öðru. „Svo var ég bara orðinn ískaldur, kófsveittur. Og ég var alveg bara....síðan er ég þarna og ég bara: Hvað er málið er ekki sjúkrabíll að fara að koma? Tíminn var ekki neitt neitt en fyrir mér var bara hver mínúta, þetta voru kannski sjö mínútur sem tók sjúkrabílinn að koma. En fyrir mér var bara hver mínúta, þannig ég bara segi: Ég fer á móti þeim en Ljósa segir mér að bíða. En ég segist ekki getað beðið.“ Hjálmar segist þannig hafa rokið út úr íbúðinni, sárþjáður. Í skó, inn í lyftu. Hann kemur niður og þá er sjúkrabíllinn einmitt mættur og sjúkraflutningamennirnir að taka út börurnar. „Þannig ég kem bara og ríf skyrtuna frá og kem bara labbandi nánast ber að ofan beint til þeirra. Og ég segi: Gefið mér bara eitthvað. Eitthvað verkjastillandi núna. Takið þennan sársauka í burtu, bara hvað sem er, heróín eða eitthvað. Þetta voru náttúrulega algjörir fagmenn, segja mér að vera rólegur, leggstu bara hér.“ Heilagasti tíminn á spítalanum Hjálmar segist hafa lagst en ekki getað legið kjurr. Þeir hafi byrjað að stinga hann og finna æðar. Þeir hafi gefið honum svona blásturspípu gegn sársauka. Hann hafi notað hana en það hafi ekki slegið neitt á sársaukann. Sjúkraflutningamaðurinn hafi haldið honum rólegum. „Svo gefa þeir mér verkjalyf í æð. Fentanýl. Gerðist ekkert. Gefa manni bara eitthvað lítið. Og ég segi bara: Heyrðu þetta slær ekkert á, það er ennþá bara geðveikur sársauki. Hann bara: Já, við verðum að fara með þig upp á spítala.“ Hjálmar lýsir því að um leið og hann hafi mætt á bráðavaktina, þegar hann hafi komið út úr bílnum á börunum þá sér hann að klukkan er þrjú. Heilagasti tími dagsins hjá Hjálmari, tími enska boltans en Hjálmar er líklega harðasti stuðningsmaður Tottenham á landinu. „Þá hugsaði ég bara án gríns: Já, auðvitað ferð þú klukkan þrjú á laugardegi. Heilagasti tíminn.“ Velti fyrir sér hvort hann myndi vakna aftur Hjálmar segir í þættinum að hjartaáfall sé það erfiðasta sem hann hafi reynt, mun erfiðari en nýrnasteinakast. Á honum hafi verið gerðar allskyns tilraunir á sjúkrahúsinu. Hann var ennþá að drepast. „Ég segi við þá, heyrðu þið verðið að gefa mér eitthvað meira. Ég bara get ekki verið með þennan sársauka. Og hann segir, já, það er bara ætlun okkar, að fólk er ekki með sársauka hérna inni. Ég segi, þið verðið bara að gera eitthvað! Þannig ég fæ meira fentanýl. Og það virkar ekkert. Já já, þá hugsaði ég: Ég er búinn að fá þetta tvisvar, það slær ekkert á þetta. Þá hugsaði ég, þetta er eitthvað alvarlegt. “ Hjálmar segir læknana hafa spurt hann út í baksögu hans, meðal annars hvort hann hafi átt sér sögu um bakflæði. Hann segir Ljósu hafa sagt þeim að hann væri pottþétt með bakflæði. Hjálmar segist sjálfur hafa farið að halda það um stund og hann hafi fengið bakflæðislyf til að tjékka það af. „Ég sagði við Ljósu: Það virkar ekki neitt verkjalyf á mig. Og ég hugsaði, þetta er eitthvað alvarlegt.“ Hjálmar segir vinkonu sína Evu Ruza hafa farið að hágráta þarna á laugardeginum þegar hún hafi heyrt í honum. Hún hafi haldið að hann væri að fara. „Það héldu það bara flestir. Ég var bara að hugsa: Mun ég ekki vakna þegar ég verð svæfður?“ Hjálmar sagði að það hefði ekki komið á óvart þennan dag að hann myndi kveðja þennan heim á tíma enska boltans. Fylgdist með lækninum í miðri aðgerð Hann lýsir því hvernig hann hafi farið í allskyns prófanir og skanna á sjúkrahúsinu. Svo hafi hann verið rakaður á bringunni, og læknir að endingu mætt til hans með fréttir sem komu Hjálmari á óvart. „Heyrðu Hjálmar, þú ert á leiðinni í hjartaþræðingu. Já ókei! Hvenær? Ég hélt kannski að það yrði eftir þrjár, fjórar vikur, ég myndi ná nokkrum leikjum,“ segir Hjálmar hlæjandi. Honum hafi hinsvegar verið tjáð að þetta myndi gerast strax. Hann var þá fluttur aftur í sama sjúkrabíl og nú á Landspítalann Hringbraut. Skurðlæknir ræstur út. „Ég kem þarna og þetta er rosalegt dæmi. Veistu hvernig hjartaþræðing er? Hann sagði að það er annað hvort nári eða hér, úlnliður. Hann sagði að nári, það gæti blætt mikið. Ég var hérna, í úlnlið. Veiku öxlinni. Þannig ég hélt bara í eitthvað svona dæmi og var haldið vakandi.“ Hjálmar ber starfsfólki spítalans góða sögu. Hann segist enn hafa verið þjáður þegar þarna var komið og honum því gefið kæruleysislyf. „Og ég ligg þarna og hann er að fara að skera í þetta og ég segi, ég verð að fá eitthvað. En ég sé þetta ekki, það er plast fyrir, þannig maður horfir ekki á þetta. En ég get horft á skjá og sé hann bara inni í mér. Þetta er svo ruglað. Skurðurinn er enginn. Sjáðu þetta, þetta hérna er þræðingin. Þetta eru svo miklir meistarar. Þetta er rosalegt!“ Hjálmar segist ekki hafa fundið fyrir aðgerðinni, á meðan læknirinn var í þræðingunni. Hann segist hinsvegar enn hafa svo mikinn verk fyrir brjóstinu, að hann hafi beðið aftur um verkjalyf. Hjúkrunarfræðingur hafi tjáð honum að það myndi lagast þegar búið væri að þræða hann. „Það tekur svona hálftíma. Hann var svona hálftíma að þessu, tvær fokking æðar. Önnur var alveg stífluð. Verkurinn er ennþá eftir hálftíma, en miklu minni. Ég var ekki að átta mig á því en hann var miklu minni. Svo var manni bara rúllað inn á hjartadeildina, inn í herbergi þar. Ég get alveg sagt það að ég horfði á leik um kvöldið, spænska boltann.“ Hjálmar segist hafa verið skorinn upp um sjö að kvöldi laugardagsins. Nóttina eftir hafi verkurinn svo loksins, loksins, verið farinn. Læknirinn hafi rétt honum gula spjaldið að þessu loknu og sagt honum að hjartaáfallið hafi mátt rekja til mataræðis og hreyfingarleysis en ekki álags.
Ástin og lífið Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira