„Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. mars 2025 09:03 Halldóra Hlíf er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. Ég tel mig vera góða fyrirmynd. Ég er jákvæð, dugleg og legg mig alla fram í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég ber mikla umhyggju fyrir öðrum og hef alltaf langað að láta gott af mér leiða en ekki haft tækifæri, tengingarnar eða aðstöðu til þess, segir Halldóra Hlíf Þorvaldsdóttir, aðspurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Ég heiti Halldóra Hlíf Þorvaldsdóttir Aldur? Ég er 22 ára, og verð 23 ára í sumar. Starf? Ég vinn hjá Norðurál í kerskálanum á Grundartanga í Hvalfirði. Þetta er smá svona týpískt “boy job” en stelpur geta alveg gert það sama og strákar. Menntun? Ég lauk stúdent af opinni braut með áherslu á stærðfræði og eðlisfræði frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, og byrjaði í Hátækniverkfræði í Háskólanum í Reykjavík, en er að taka mér pásu í því eins og er. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Einlæg, samviskusöm og brosmild Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ekki eitthvað sem kæmi fólki á óvart þannig séð, en svona “fun fact” er að ég er “glasabarn”. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Helsta fyrirmyndin mín í lífinu er Vigdís Finnbogadóttir. Hún var ekki bara fyrsta konan í heiminum til að verða forseti, heldur var hún líka fyrst einhleypra kvenna á Íslandi til að ættleiða barn. Hún er einfaldlega bara icon ef það má sletta svona aðeins, og líka mjög sterk fyrirmynd fyrir allar konur. Hvað hefur mótað þig mest? Ég myndi segja að það sem hefur mótað mig mest væru allskonar erfiðleikar sem ég hef farið/gengið í gegnum yfir ævina því það hefur gert mig að sterkari manneskju og hver ég er í dag. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Að þurfa að taka ákvörðunina að svæfa hundinn okkar. Hann varð allt í einu mjög veikur en hann var líka orðinn mjög gamall, þannig við reyndum að hugga okkur við það að besta í stöðunni fyrir hann væri að “fara bara að sofa” frekar en að kveljast. Hverju ertu stoltust af? Ég er mjög stolt af þeirri manneskju sem ég er í dag, og þeim áskorunum sem ég hef tekist á við í gegnum lífið. En ég er meira stolt af litlu hlutunum sem ég næ að afreka frá degi til dags. View this post on Instagram A post shared by Halldóra Hlíf Þorvaldsdóttir (@halldora_thorvalds) Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er fjölskyldan mín, kærastinn minn og besta vinkona mín Eva, þau hafa stutt mig í gegnum bæði góða og slæma tíma. Hvernig tekstu á við stress og álag? Almennt þá á ég mjög auðvelt með að nota það til að keyra mig áfram og er mjög góð að koma með lausnir við vandamálum undir pressu. Má bara heldur ekki gleyma að taka smá móment til að taka djúpann anda og svo bara halda áfram. Besta heilræði sem þú hefur fengið? The only time you should ever look back is to see how far you’ve come. Það minnir mann á að lifa sem mest í núinu, við getum ekki breytt fortíðinni, og eina skiptið sem við ættum að horfa til baka er að sjá hvernig hún hefur mótað okkur að persónunni sem við erum í dag. Eina sem við getum breytt er hver við viljum vera í framtíðinni. Og: Allt gerist að ástæðu. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég datt tvisvar sinnum á sama degi niður stigann í sólinni í HR þegar allir voru að fara í tíma. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Kannski ekki beint leyndur hæfileiki, en ég tel mig vera ágæta söngkonu. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst mest heillandi þegar fólk er gott við hvort annað og sýnir tillitssemi við aðra í kringum sig. En óheillandi? Þegar fólk er dónalegt og hunsar allt og aðra í kringum sig. Mér finnst líka fátt verra en að sjá eða heyra annað fólk tala niður til einhvers, eins og það sé fyrir neðan það eða einskis virði. Það kostar ekkert að vera góð hvort við annað. Hver er þinn helsti ótti? Ég gæti ekki nefnt svona einn sérstakann ótta, maður finnur oft fyrir ótta sem er mjög eðlilegt, það er hvernig maður tekst á við hann sem mér finnst skipta mestu máli. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Mig langar mjög mikið að ferðast um heiminn, kynnast mismunandi menningarheimum og vonandi bara lifa lífinu, því við fáum bara eitt líf. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala Íslensku og ensku, og svo bara rétt svo það sem maður man af dönsku, þýsku og spænsku úr menntaskóla. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhalds maturinn minn mun alltaf vera nauta filet mignon með rauðvínssoðsósu, og svo annað hvort sellerírótarmauk og rauðrófur í hunangsgljáa eða mjög þunnt skorið kartöflugratín, gulrætur og brokkolí í meðlæti. Hvaða lag tekurðu í karókí? Vá var að fatta hvað maður fer sjaldan í karókí, ef það er hægt að setja á íslensk lög, sem er ekki algengt, en þá tek ég “Allt mitt líf” með Ellý Vilhjálms, en mér finnst líka alltaf mjög gaman að taka “Let it go” úr Frozen, skemmir heldur ekki fyrir að vera smá lík henni Elsu, samkvæmt litlu frænku. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Það er svo erfitt að velja einn einstakling en þeir sem svona standa upp úr eru Rúrik Gíslason, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson, og Árni Páll betur þekktur sem Herra Hnetusmjör. Rúrik á rauða dreglinum á frumsýningu myndarinnar Wunderschöner sem slegið hefur í gegn í Þýskalandi.Christoph Soeder/Getty Images Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Það fer eftir hversu mikilvægt það er, en er farin að hringja bara alltaf meira og meira heldur en að skrifa skilaboð. En ef ég veit að manneskjan er upptekin þá sendi ég bara skilaboð, en já eins og ég sagði áðan það fer eftir hversu mikilvægt það er. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi setja helming inn á sparnaðarreikning fyrir íbúð og hinn helming í allskonar góðgerðarmál, þannig sem flestir gætu notið góðs af því líka. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hafði aldrei fylgst með keppninni fyrr en ég tók sjálf þátt í fyrra. En ég hugsaði bara að þetta gæti verið einstakt tækifæri, eitthvað skemmtilegt og ný upplifun, eitthvað gjörsamlega út fyrir þægindarammann. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég er að taka þátt núna í annað skiptið og finnst mér ég ennþá vera að læra eitthvað nýtt. Maður er alltaf að vinna í sjálfstraustinu og að vera stolt af sjálfri sér og því sem maður sér í speglinum. Svo líka bara æfa “the pageant walk” og að pósa og halda góðu jafnvægi. Þó þetta sé kallað “fegurðasamkeppni” þá erum við allar stelpurnar í þessu saman og alltaf að hvetja hvor aðra áfram á æfingum. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Mér þykir mjög vænt um málefni tengd öldruðum, andlegri heilsu, langveikum börnum og einnig kvennaathvarfið og Frú Ragnheiður. View this post on Instagram A post shared by Halldóra Hlíf Þorvaldsdóttir (@halldora_thorvalds) Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Hún þarf að verða jákvæð, óeigingjörn, einlæg og kærleiksrík, þar sem mikill sýnileiki fylgir titlinum þarf hún að vera landinu sínu og þjóð til sóma. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Ég tel mig vera góða fyrirmynd. Ég er jákvæð, dugleg og legg mig alla fram í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég ber mikla umhyggju fyrir öðrum og hef alltaf langað að láta gott af mér leiða en ekki haft tækifæri, tengingarnar eða aðstöðu til þess. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum allar svo ólíkar frá hvor annari sem gerir æfingarnar alltaf skemmtilegar. En ég á bara bræður og amma kallaði mig alltaf “stráka stelpu” því ég var ekki hrædd við að detta eða klofa og klifra yfir grindverk eða eitthvað svoleiðis, og mér hefur aldrei liðið eins og svona týpískri “girly girl.” Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Ég tel stærsta vandamálið hjá minni kynslóð sé slæm sjálfsmynd, pælir of mikið í því hvað öðrum finnst, og hvernig lífið þeirra sýnist líta út á samfélagsmiðlum. Ég er enginn sérfræðingur en góð hreyfing, góður svefn og góð næring getur bætt lífsstíl, og einnig minni símanotkun og frekar hitta og tala við vini í eigin persónu getur bætt andlega heilsu, og reyna að hætta að þóknast öðrum, þetta er þitt líf, við fáum bara eitt líf og það er mun skemmtilegra að lifa því fyrir sig sjálfan heldur en einhvern út í bæ sem þú þekkir ekki. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Það eiga allir rétt á sínum skoðunum, en frá konu sem er að keppa í annað skipti þá er þetta svo miklu meira heldur en bara fegurð, og það er ekki að ástæðulausu að margar stelpur og konur sækja aftur um þó þær hafa keppt áður. Þetta er svo einstök reynsla og skemmtilegt út fyrir þægindarrammann, það eru ekki margar ungar konur eða stelpur sem geta sagt að þau hafi labbað á sviði í bikiníi í beinni útsendingu og liðið æðislega með sjálfa sig og stolt af sinni framkomu á sviðinu. En þetta er er ekki bara leitin að “fallegustu stelpunni” það er verið að skoða svo marga aðra hluti eins og t.d. góð fyrirmynd, góð sviðsframkoma, góð í ræðumennsku og hefur eitthvað að segja, góð og sterk gildi. og það er svo mikil æfing sem fer í undirbúning fyrir alla keppnina í heild á bakvið tjöldin sem fólk gerir sér ekki grein fyrir. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí „Ég og mín kynslóð eyðum of miklum tíma á samfélagsmiðlum í staðinn fyrir að horfa og pæla í hlutunum í kringum okkur. Því miður er ekkert mikið hægt að gera í þessu vandamáli nema að hvetja mína kynslóð að finna sér eitthvað áhugamál,“ segir hin átján ára Lilja Rós Friðbergsdóttir, aðspurð um stærsta vandamálið sem hennar kynslóð stendur frammi fyrir. 14. mars 2025 09:12 Eftirminnilegast að hitta Loreen „Að fræða sig betur um hvað fegurðasamkeppnir standa í raun fyrir, þetta er um að vaxa sem manneskja, hafa jákvæð áhrif og gott málefni sem þú stendur fyrir, fólk er mismunandi og við viljum fagna því,“ segir Dimmey Rós Lúðvíksdóttir, keppandi í Ungfrú Ísland, aðspurð hvað hún vilji segja við þá sem líta keppnina neikvæðum augum. 13. mars 2025 09:03 Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Þann 3. apríl næstkomandi keppast tuttugu stúlkur á aldrinum 18 til 36 ára um titilinn Ungfrú Ísland 2025. Keppnin fer fram í Gamla Bíói og er dómnefnd skipuð fimm konum með ólíkan bakgrunn. 12. mars 2025 14:00 Mest lesið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Måns mættur á markaðinn Lífið Fleiri fréttir Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Ég heiti Halldóra Hlíf Þorvaldsdóttir Aldur? Ég er 22 ára, og verð 23 ára í sumar. Starf? Ég vinn hjá Norðurál í kerskálanum á Grundartanga í Hvalfirði. Þetta er smá svona týpískt “boy job” en stelpur geta alveg gert það sama og strákar. Menntun? Ég lauk stúdent af opinni braut með áherslu á stærðfræði og eðlisfræði frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, og byrjaði í Hátækniverkfræði í Háskólanum í Reykjavík, en er að taka mér pásu í því eins og er. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Einlæg, samviskusöm og brosmild Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ekki eitthvað sem kæmi fólki á óvart þannig séð, en svona “fun fact” er að ég er “glasabarn”. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Helsta fyrirmyndin mín í lífinu er Vigdís Finnbogadóttir. Hún var ekki bara fyrsta konan í heiminum til að verða forseti, heldur var hún líka fyrst einhleypra kvenna á Íslandi til að ættleiða barn. Hún er einfaldlega bara icon ef það má sletta svona aðeins, og líka mjög sterk fyrirmynd fyrir allar konur. Hvað hefur mótað þig mest? Ég myndi segja að það sem hefur mótað mig mest væru allskonar erfiðleikar sem ég hef farið/gengið í gegnum yfir ævina því það hefur gert mig að sterkari manneskju og hver ég er í dag. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Að þurfa að taka ákvörðunina að svæfa hundinn okkar. Hann varð allt í einu mjög veikur en hann var líka orðinn mjög gamall, þannig við reyndum að hugga okkur við það að besta í stöðunni fyrir hann væri að “fara bara að sofa” frekar en að kveljast. Hverju ertu stoltust af? Ég er mjög stolt af þeirri manneskju sem ég er í dag, og þeim áskorunum sem ég hef tekist á við í gegnum lífið. En ég er meira stolt af litlu hlutunum sem ég næ að afreka frá degi til dags. View this post on Instagram A post shared by Halldóra Hlíf Þorvaldsdóttir (@halldora_thorvalds) Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er fjölskyldan mín, kærastinn minn og besta vinkona mín Eva, þau hafa stutt mig í gegnum bæði góða og slæma tíma. Hvernig tekstu á við stress og álag? Almennt þá á ég mjög auðvelt með að nota það til að keyra mig áfram og er mjög góð að koma með lausnir við vandamálum undir pressu. Má bara heldur ekki gleyma að taka smá móment til að taka djúpann anda og svo bara halda áfram. Besta heilræði sem þú hefur fengið? The only time you should ever look back is to see how far you’ve come. Það minnir mann á að lifa sem mest í núinu, við getum ekki breytt fortíðinni, og eina skiptið sem við ættum að horfa til baka er að sjá hvernig hún hefur mótað okkur að persónunni sem við erum í dag. Eina sem við getum breytt er hver við viljum vera í framtíðinni. Og: Allt gerist að ástæðu. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég datt tvisvar sinnum á sama degi niður stigann í sólinni í HR þegar allir voru að fara í tíma. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Kannski ekki beint leyndur hæfileiki, en ég tel mig vera ágæta söngkonu. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst mest heillandi þegar fólk er gott við hvort annað og sýnir tillitssemi við aðra í kringum sig. En óheillandi? Þegar fólk er dónalegt og hunsar allt og aðra í kringum sig. Mér finnst líka fátt verra en að sjá eða heyra annað fólk tala niður til einhvers, eins og það sé fyrir neðan það eða einskis virði. Það kostar ekkert að vera góð hvort við annað. Hver er þinn helsti ótti? Ég gæti ekki nefnt svona einn sérstakann ótta, maður finnur oft fyrir ótta sem er mjög eðlilegt, það er hvernig maður tekst á við hann sem mér finnst skipta mestu máli. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Mig langar mjög mikið að ferðast um heiminn, kynnast mismunandi menningarheimum og vonandi bara lifa lífinu, því við fáum bara eitt líf. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala Íslensku og ensku, og svo bara rétt svo það sem maður man af dönsku, þýsku og spænsku úr menntaskóla. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhalds maturinn minn mun alltaf vera nauta filet mignon með rauðvínssoðsósu, og svo annað hvort sellerírótarmauk og rauðrófur í hunangsgljáa eða mjög þunnt skorið kartöflugratín, gulrætur og brokkolí í meðlæti. Hvaða lag tekurðu í karókí? Vá var að fatta hvað maður fer sjaldan í karókí, ef það er hægt að setja á íslensk lög, sem er ekki algengt, en þá tek ég “Allt mitt líf” með Ellý Vilhjálms, en mér finnst líka alltaf mjög gaman að taka “Let it go” úr Frozen, skemmir heldur ekki fyrir að vera smá lík henni Elsu, samkvæmt litlu frænku. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Það er svo erfitt að velja einn einstakling en þeir sem svona standa upp úr eru Rúrik Gíslason, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson, og Árni Páll betur þekktur sem Herra Hnetusmjör. Rúrik á rauða dreglinum á frumsýningu myndarinnar Wunderschöner sem slegið hefur í gegn í Þýskalandi.Christoph Soeder/Getty Images Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Það fer eftir hversu mikilvægt það er, en er farin að hringja bara alltaf meira og meira heldur en að skrifa skilaboð. En ef ég veit að manneskjan er upptekin þá sendi ég bara skilaboð, en já eins og ég sagði áðan það fer eftir hversu mikilvægt það er. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi setja helming inn á sparnaðarreikning fyrir íbúð og hinn helming í allskonar góðgerðarmál, þannig sem flestir gætu notið góðs af því líka. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hafði aldrei fylgst með keppninni fyrr en ég tók sjálf þátt í fyrra. En ég hugsaði bara að þetta gæti verið einstakt tækifæri, eitthvað skemmtilegt og ný upplifun, eitthvað gjörsamlega út fyrir þægindarammann. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég er að taka þátt núna í annað skiptið og finnst mér ég ennþá vera að læra eitthvað nýtt. Maður er alltaf að vinna í sjálfstraustinu og að vera stolt af sjálfri sér og því sem maður sér í speglinum. Svo líka bara æfa “the pageant walk” og að pósa og halda góðu jafnvægi. Þó þetta sé kallað “fegurðasamkeppni” þá erum við allar stelpurnar í þessu saman og alltaf að hvetja hvor aðra áfram á æfingum. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Mér þykir mjög vænt um málefni tengd öldruðum, andlegri heilsu, langveikum börnum og einnig kvennaathvarfið og Frú Ragnheiður. View this post on Instagram A post shared by Halldóra Hlíf Þorvaldsdóttir (@halldora_thorvalds) Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Hún þarf að verða jákvæð, óeigingjörn, einlæg og kærleiksrík, þar sem mikill sýnileiki fylgir titlinum þarf hún að vera landinu sínu og þjóð til sóma. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Ég tel mig vera góða fyrirmynd. Ég er jákvæð, dugleg og legg mig alla fram í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég ber mikla umhyggju fyrir öðrum og hef alltaf langað að láta gott af mér leiða en ekki haft tækifæri, tengingarnar eða aðstöðu til þess. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum allar svo ólíkar frá hvor annari sem gerir æfingarnar alltaf skemmtilegar. En ég á bara bræður og amma kallaði mig alltaf “stráka stelpu” því ég var ekki hrædd við að detta eða klofa og klifra yfir grindverk eða eitthvað svoleiðis, og mér hefur aldrei liðið eins og svona týpískri “girly girl.” Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Ég tel stærsta vandamálið hjá minni kynslóð sé slæm sjálfsmynd, pælir of mikið í því hvað öðrum finnst, og hvernig lífið þeirra sýnist líta út á samfélagsmiðlum. Ég er enginn sérfræðingur en góð hreyfing, góður svefn og góð næring getur bætt lífsstíl, og einnig minni símanotkun og frekar hitta og tala við vini í eigin persónu getur bætt andlega heilsu, og reyna að hætta að þóknast öðrum, þetta er þitt líf, við fáum bara eitt líf og það er mun skemmtilegra að lifa því fyrir sig sjálfan heldur en einhvern út í bæ sem þú þekkir ekki. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Það eiga allir rétt á sínum skoðunum, en frá konu sem er að keppa í annað skipti þá er þetta svo miklu meira heldur en bara fegurð, og það er ekki að ástæðulausu að margar stelpur og konur sækja aftur um þó þær hafa keppt áður. Þetta er svo einstök reynsla og skemmtilegt út fyrir þægindarrammann, það eru ekki margar ungar konur eða stelpur sem geta sagt að þau hafi labbað á sviði í bikiníi í beinni útsendingu og liðið æðislega með sjálfa sig og stolt af sinni framkomu á sviðinu. En þetta er er ekki bara leitin að “fallegustu stelpunni” það er verið að skoða svo marga aðra hluti eins og t.d. góð fyrirmynd, góð sviðsframkoma, góð í ræðumennsku og hefur eitthvað að segja, góð og sterk gildi. og það er svo mikil æfing sem fer í undirbúning fyrir alla keppnina í heild á bakvið tjöldin sem fólk gerir sér ekki grein fyrir.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí „Ég og mín kynslóð eyðum of miklum tíma á samfélagsmiðlum í staðinn fyrir að horfa og pæla í hlutunum í kringum okkur. Því miður er ekkert mikið hægt að gera í þessu vandamáli nema að hvetja mína kynslóð að finna sér eitthvað áhugamál,“ segir hin átján ára Lilja Rós Friðbergsdóttir, aðspurð um stærsta vandamálið sem hennar kynslóð stendur frammi fyrir. 14. mars 2025 09:12 Eftirminnilegast að hitta Loreen „Að fræða sig betur um hvað fegurðasamkeppnir standa í raun fyrir, þetta er um að vaxa sem manneskja, hafa jákvæð áhrif og gott málefni sem þú stendur fyrir, fólk er mismunandi og við viljum fagna því,“ segir Dimmey Rós Lúðvíksdóttir, keppandi í Ungfrú Ísland, aðspurð hvað hún vilji segja við þá sem líta keppnina neikvæðum augum. 13. mars 2025 09:03 Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Þann 3. apríl næstkomandi keppast tuttugu stúlkur á aldrinum 18 til 36 ára um titilinn Ungfrú Ísland 2025. Keppnin fer fram í Gamla Bíói og er dómnefnd skipuð fimm konum með ólíkan bakgrunn. 12. mars 2025 14:00 Mest lesið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Måns mættur á markaðinn Lífið Fleiri fréttir Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Sjá meira
Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí „Ég og mín kynslóð eyðum of miklum tíma á samfélagsmiðlum í staðinn fyrir að horfa og pæla í hlutunum í kringum okkur. Því miður er ekkert mikið hægt að gera í þessu vandamáli nema að hvetja mína kynslóð að finna sér eitthvað áhugamál,“ segir hin átján ára Lilja Rós Friðbergsdóttir, aðspurð um stærsta vandamálið sem hennar kynslóð stendur frammi fyrir. 14. mars 2025 09:12
Eftirminnilegast að hitta Loreen „Að fræða sig betur um hvað fegurðasamkeppnir standa í raun fyrir, þetta er um að vaxa sem manneskja, hafa jákvæð áhrif og gott málefni sem þú stendur fyrir, fólk er mismunandi og við viljum fagna því,“ segir Dimmey Rós Lúðvíksdóttir, keppandi í Ungfrú Ísland, aðspurð hvað hún vilji segja við þá sem líta keppnina neikvæðum augum. 13. mars 2025 09:03
Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Þann 3. apríl næstkomandi keppast tuttugu stúlkur á aldrinum 18 til 36 ára um titilinn Ungfrú Ísland 2025. Keppnin fer fram í Gamla Bíói og er dómnefnd skipuð fimm konum með ólíkan bakgrunn. 12. mars 2025 14:00