Lífið

Njáll á yfir fimm­tíu mótor­hjól og mun aldrei hætta að safna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Njáll elskar mótorhjól.
Njáll elskar mótorhjól.

Hann gæti selt hjólin fyrir tugmilljónir króna en hefur engan áhuga á því.

Njáll Gunnlaugsson á yfir fimmtíu mótorhjól og er ekki hættur að safna enda elska börnin og barnabörnin að sjá safnið hans afa.

Sindri Sindrason hitti Njál í Íslandi í dag í vikunni og ræddi við hann um þetta áhugaverða áhugamál. Elsta hjólið sem Njáll á er frá árinu 1918 en er í dag í raun ryðhrúga eins og hann orðar það sjálfur.

„En það á eftir að gera það upp og mun líka verða mitt dýrasta hjól. Svona hjól kostar uppgert kannski átta til tíu milljónir,“ segir Njáll.

Hann segir að eiginkonan hafi fullan skilning á hans áhugamáli, þar sem þau kynntust í sportinu. Börnin og barnabörnin eru öll með mikinn áhuga á hjólunum. Sindri spurði Njál hvort hann myndi selja allt safnið á fimmtíu milljónir á staðnum.

„Það er í raun eins og að selja sálina. En stundum þarf maður að selja eitthvað til að ná að kaupa sér nýtt hjól. Við erum til dæmis að kaupa eitt Harley hjól núna og þurftum að selja fjögur hjól til að eiga fyrir því,“ segir Njáll en innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.