Lífið

„Loksins kominn til okkar“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lífið leikur við Arnar Péturs og Söru Björk.
Lífið leikur við Arnar Péturs og Söru Björk.

Hlaupagarpurinn Arnar Pétursson og förðunarfræðingurinn Sara Björk Þorsteinsdóttir tóku á dögunum á móti sínu öðru barni í heiminn. Um er að ræða dreng.

Þessu greinir parið frá á samfélagsmiðlum. Þau greindu frá væntanlegum syni sínum í október síðastliðnum. Fyrir áttu þau stúlkuna Sölku sem fæddist í mars árið 2022.

Arnar Pétursson er einn þekktasti hlaupari landsins. Hann hefur um árabil ausið úr viskubrunni sínum til fólks um allt er varðar hlaup. Hann er margfaldur Íslandsmeistari í hlaupum, hlaupaþjálfari og rithöfundur.

Þau Sara eru augljóslega í skýjunum með þann litla. „Loksins kominn til okkar,“ skrifa þau á samfélagsmiðla þar sem þau deila mynd af þeim litla. Þá láta þau dagsetninguna 10. mars fylgja og ljóst að sá litli kom í heiminn síðastliðinn mánudag.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.