Lífið

Á mjög heiðar­legt sam­band við sig í dag

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Rapparinn Birnir er viðmælandi í Einkalífinu.
Rapparinn Birnir er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/RAX

„Bestu lög sem ég hef nokkurn tíma gert eru lög þar sem ég er virkilega opna á eitthvað og leyfi mér að fara á stað þar sem ég get verið opinskár og einlægur,“ segir tónlistarmaðurinn Birnir en hann er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins.

Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið við Birni í heild sinni:

Klippa: Einkalífið - Birnir Sigurðarson

Hann hefur ýmsa fjöruna sopið og farið í gegnum hæðir og lægðir lífsins en hefur sjaldan verið á betri stað en í dag. Fyrir nokkrum árum tók hann ákvörðun um að breyta lífi sínu til hins betra og fór í meðferð til Svíþjóðar. Hann er óhræddur við berskjöldun í gegnum tónlistina og segir enn frekar að það sé nauðsynlegt að komast á hráa staði og segja sinn sannleika í textanum. 

Birnir eignaðist frumburð sinn árið 2023 og segir föðurhlutverkið það stórkostlegasta sem hann hefur upplifað. Hann tileinkar sér æðruleysi í daglegu lífi, er með gríðarlega yfirvegað viðmót og leggur sig mikið fram við þá alla þá listsköpun sem fylgir starfi hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.