Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið við Birni í heild sinni:
Hann hefur ýmsa fjöruna sopið og farið í gegnum hæðir og lægðir lífsins en hefur sjaldan verið á betri stað en í dag. Fyrir nokkrum árum tók hann ákvörðun um að breyta lífi sínu til hins betra og fór í meðferð til Svíþjóðar. Hann er óhræddur við berskjöldun í gegnum tónlistina og segir enn frekar að það sé nauðsynlegt að komast á hráa staði og segja sinn sannleika í textanum.
Birnir eignaðist frumburð sinn árið 2023 og segir föðurhlutverkið það stórkostlegasta sem hann hefur upplifað. Hann tileinkar sér æðruleysi í daglegu lífi, er með gríðarlega yfirvegað viðmót og leggur sig mikið fram við þá alla þá listsköpun sem fylgir starfi hans.