Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2025 20:00 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Spurning barst frá lesanda: „Maki minn er með ADHD sem hefur mikil áhrif á sambandið okkar. Mér finnst ég oft detta í það hlutverk að halda skipulagi fyrir okkur bæði, minna hann á og furðu mikill tími fer í leita af hlutum sem týnast. Þessu fylgir mikil streita og oft er mikið kaos í kringum okkar en þetta hefur líka áhrif á kynlífið okkar. Ertu með einhver ráð?“ - 39 ára kona. ADHD getur haft mikil áhrif á daglegt líf, samskipti og verkaskiptingu í samböndum. Ég hitti oft pör þar sem annar aðilinn (eða báðir) eru með ADHD og sé hvernig það getur skapað bæði álag og ójafnvægi í sambandinu. Þegar börn bætast við, sérstaklega ef þau eru einnig með ADHD, getur streitan margfaldast. Ég vil þó líka minna á að ADHD er ekki bara áskorun – því getur líka fylgt mikill kraftur, sköpunargleði og nýjungagirni sem getur styrkt sambandið. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi sem er neðar í greininni. Allskonar áskoranir geta komið upp í samböndum. Vísir/Getty ADHD og daglegt álag Flest ef ekki öll pör þurfa að tækla verkaskiptingu, þriðju vaktina og skipulag heimilisins. Álagið í sambandi þar sem annar aðilinn eða báðir eru með ADHD er umtalsvert meira en það sem önnur pör upplifa. Skilnaðartíðni er talin vera tvisvar til þrisvar sinnum hærri, sem endurspeglar álagið. Ósjáanlegt álag og gremjan sem getur fylgt því Mörgum finnst erfitt að þurfa stöðugt að minna makann á, skipuleggja og stíga inn í þegar hlutir gleymast eða týnast. Þetta getur leitt til gremju og ójafnvægis í sambandinu. Nokkur ráð til að draga úr streitu: Það er mikilvægt að aðgreina manneskjuna frá taugaþroskaröskuninni (ADHD): Gleymska og skipulagsleysi eru hluti af birtingamynd ADHD en ekki makinn þinn að reyna að stuða þig eða ekki standa sig. Að minna sig á það getur dregið úr pirringi. Aðlagið skipulagið að ADHD heilanum: Notið sjónrænar áminningar, öpp með hljóðviðvörunum og sameiginlegt dagatal. Minnkið ósýnilegt álag: Kortleggið verkaskiptingu til að jafna ábyrgðina. Einfaldið umhverfið: Finnið geymslusvæði fyrir lykla, síma og veski Takið vikulegan fund: þar sem farið er yfir skipulag, líðan og plan varðandi nánd/kynlíf. Fyrirbyggjandi lausnir: Frekar en að rífast um sama hlutinn aftur og aftur, finnið kerfi sem virka fyrir ykkur og koma í veg fyrir árekstra. Munið að hlúa vel að ykkar í sitthvoru lagi líka. ADHD og áhrif á kynlíf ADHD getur haft áhrif á kynlíf á marga vegu. Sum með ADHD upplifa meiri kynlöngun og finna til dæmis fyrir auknum áhuga á því að prófa nýja hluti. Aðrir upplifa minni kynlöngun og finna að athyglisbrestur og skynúrvinnsluvandi hafi áhrif á þau í kynlífi. ADHD getur haft allskonar áhrif á kynlöngun og við því eru ýmis ráð.Vísir/Getty Hér eru algeng áhrif ADHD á kynlíf og hvað má gera: Einbeitingarvandi og að detta úr gírnum. Hugsanir um eitthvað allt annað eða jafnvel hlutir í umhverfinu geta truflað. Þetta getur leitt til þess að annað ykkar eða bæði upplifa sig detta úr gírnum. Mikilvægt er að æfa það að láta þessi augnablik ekki endilega eyðileggja fyrir sér, færa mjúklega athyglina aftur að því sem er í gangi eða taka pásu, t.d. faðmast í smá stund og byrja svo aftur. Skynúrvinnsluvandi – ofurnæmni fyrir áreiti. Sumir með ADHD eru mjög viðkvæmir fyrir ákveðinni snertingu, lykt eða hljóðum, sem getur haft áhrif á kynlöngun eða truflað kynlíf. Prófið að aðlaga umhverfið betur. skoðið saman hvernig snerting, hljóð, lykt, áferð og annað í kynlífi hefur áhrif á kveikjur og bremsur! Streita og ójafnvægi hefur áhrif á kynlíf. Þegar það er álag og ágreiningur í sambandinu er skiljanlegt að það hafi áhrif á nánd og kynlíf. Leggið rækt við nánd utan svefnherbergisins. Litlir ástúðlegir hlutir yfir daginn, eins og koss í framhjáhlaupi eða sæt skilaboð, geta ýtt undir nánd í hversdeginum. Áhugi á nýjungum. Sum með ADHD finna fyrir aukinni þörf fyrir spennu og nýjungum. Prófið að setjast niður og ræða hvað þið hafið áhuga á að prófa og skoðið hvort það sé hægt að auka fjölbreytni eða auka spennuna. Við Indíana Rós, kynfræðingur, fjölluðum um áhrif ADHD á kynlíf í hlaðvarpinu Kynlífið. Hægt er að hlusta hér: Allar greinar eftir Aldísi má finna á sama stað á Vísi. Kynlífið með Aldísi Kynlíf ADHD Tengdar fréttir Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Spurning barst frá lesanda: „Sambýlismaðurinn minn hefur hvorki áhuga á kynlífi, snertingu né kossum. Hann sefur ekki í sama rúmi og ég. Hann vill ekki ræða þetta. Engin börn á heimilinu sem gætu haft áhrif. Mig langar að leita annað eftir kynlífi og hef aðeins orðað það en ekki tekið ákvörðun. Er þetta algengt hjá körlum sem komnir eru á miðjan aldur? Ég er oft að bugast en geymi þetta aðeins með sjálfri mér.“ - 53 ára kona. 11. mars 2025 20:01 Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? „Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði?” spyr 59 ára karl. Hann, líkt og fleiri lesendur, sendi mér þessa spurningu í gegnum spurningaboxið sem er að finna neðst í öllum greinunum hjá mér. 4. mars 2025 20:02 Kornungur og í vandræðum með holdris Í hverri viku fæ ég alls konar spurningar sem tengjast typpaheilsu eða risvanda. Hér er ein slík spurning frá lesenda: „Ég get ekki haldið reisn, hvað er að mér? Þarf ég að byrja að nota stinningarlyf?„ -33 ára karlmaður. 28. janúar 2025 20:01 Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Sjá meira
ADHD getur haft mikil áhrif á daglegt líf, samskipti og verkaskiptingu í samböndum. Ég hitti oft pör þar sem annar aðilinn (eða báðir) eru með ADHD og sé hvernig það getur skapað bæði álag og ójafnvægi í sambandinu. Þegar börn bætast við, sérstaklega ef þau eru einnig með ADHD, getur streitan margfaldast. Ég vil þó líka minna á að ADHD er ekki bara áskorun – því getur líka fylgt mikill kraftur, sköpunargleði og nýjungagirni sem getur styrkt sambandið. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi sem er neðar í greininni. Allskonar áskoranir geta komið upp í samböndum. Vísir/Getty ADHD og daglegt álag Flest ef ekki öll pör þurfa að tækla verkaskiptingu, þriðju vaktina og skipulag heimilisins. Álagið í sambandi þar sem annar aðilinn eða báðir eru með ADHD er umtalsvert meira en það sem önnur pör upplifa. Skilnaðartíðni er talin vera tvisvar til þrisvar sinnum hærri, sem endurspeglar álagið. Ósjáanlegt álag og gremjan sem getur fylgt því Mörgum finnst erfitt að þurfa stöðugt að minna makann á, skipuleggja og stíga inn í þegar hlutir gleymast eða týnast. Þetta getur leitt til gremju og ójafnvægis í sambandinu. Nokkur ráð til að draga úr streitu: Það er mikilvægt að aðgreina manneskjuna frá taugaþroskaröskuninni (ADHD): Gleymska og skipulagsleysi eru hluti af birtingamynd ADHD en ekki makinn þinn að reyna að stuða þig eða ekki standa sig. Að minna sig á það getur dregið úr pirringi. Aðlagið skipulagið að ADHD heilanum: Notið sjónrænar áminningar, öpp með hljóðviðvörunum og sameiginlegt dagatal. Minnkið ósýnilegt álag: Kortleggið verkaskiptingu til að jafna ábyrgðina. Einfaldið umhverfið: Finnið geymslusvæði fyrir lykla, síma og veski Takið vikulegan fund: þar sem farið er yfir skipulag, líðan og plan varðandi nánd/kynlíf. Fyrirbyggjandi lausnir: Frekar en að rífast um sama hlutinn aftur og aftur, finnið kerfi sem virka fyrir ykkur og koma í veg fyrir árekstra. Munið að hlúa vel að ykkar í sitthvoru lagi líka. ADHD og áhrif á kynlíf ADHD getur haft áhrif á kynlíf á marga vegu. Sum með ADHD upplifa meiri kynlöngun og finna til dæmis fyrir auknum áhuga á því að prófa nýja hluti. Aðrir upplifa minni kynlöngun og finna að athyglisbrestur og skynúrvinnsluvandi hafi áhrif á þau í kynlífi. ADHD getur haft allskonar áhrif á kynlöngun og við því eru ýmis ráð.Vísir/Getty Hér eru algeng áhrif ADHD á kynlíf og hvað má gera: Einbeitingarvandi og að detta úr gírnum. Hugsanir um eitthvað allt annað eða jafnvel hlutir í umhverfinu geta truflað. Þetta getur leitt til þess að annað ykkar eða bæði upplifa sig detta úr gírnum. Mikilvægt er að æfa það að láta þessi augnablik ekki endilega eyðileggja fyrir sér, færa mjúklega athyglina aftur að því sem er í gangi eða taka pásu, t.d. faðmast í smá stund og byrja svo aftur. Skynúrvinnsluvandi – ofurnæmni fyrir áreiti. Sumir með ADHD eru mjög viðkvæmir fyrir ákveðinni snertingu, lykt eða hljóðum, sem getur haft áhrif á kynlöngun eða truflað kynlíf. Prófið að aðlaga umhverfið betur. skoðið saman hvernig snerting, hljóð, lykt, áferð og annað í kynlífi hefur áhrif á kveikjur og bremsur! Streita og ójafnvægi hefur áhrif á kynlíf. Þegar það er álag og ágreiningur í sambandinu er skiljanlegt að það hafi áhrif á nánd og kynlíf. Leggið rækt við nánd utan svefnherbergisins. Litlir ástúðlegir hlutir yfir daginn, eins og koss í framhjáhlaupi eða sæt skilaboð, geta ýtt undir nánd í hversdeginum. Áhugi á nýjungum. Sum með ADHD finna fyrir aukinni þörf fyrir spennu og nýjungum. Prófið að setjast niður og ræða hvað þið hafið áhuga á að prófa og skoðið hvort það sé hægt að auka fjölbreytni eða auka spennuna. Við Indíana Rós, kynfræðingur, fjölluðum um áhrif ADHD á kynlíf í hlaðvarpinu Kynlífið. Hægt er að hlusta hér: Allar greinar eftir Aldísi má finna á sama stað á Vísi.
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi sem er neðar í greininni.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf ADHD Tengdar fréttir Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Spurning barst frá lesanda: „Sambýlismaðurinn minn hefur hvorki áhuga á kynlífi, snertingu né kossum. Hann sefur ekki í sama rúmi og ég. Hann vill ekki ræða þetta. Engin börn á heimilinu sem gætu haft áhrif. Mig langar að leita annað eftir kynlífi og hef aðeins orðað það en ekki tekið ákvörðun. Er þetta algengt hjá körlum sem komnir eru á miðjan aldur? Ég er oft að bugast en geymi þetta aðeins með sjálfri mér.“ - 53 ára kona. 11. mars 2025 20:01 Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? „Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði?” spyr 59 ára karl. Hann, líkt og fleiri lesendur, sendi mér þessa spurningu í gegnum spurningaboxið sem er að finna neðst í öllum greinunum hjá mér. 4. mars 2025 20:02 Kornungur og í vandræðum með holdris Í hverri viku fæ ég alls konar spurningar sem tengjast typpaheilsu eða risvanda. Hér er ein slík spurning frá lesenda: „Ég get ekki haldið reisn, hvað er að mér? Þarf ég að byrja að nota stinningarlyf?„ -33 ára karlmaður. 28. janúar 2025 20:01 Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Sjá meira
Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Spurning barst frá lesanda: „Sambýlismaðurinn minn hefur hvorki áhuga á kynlífi, snertingu né kossum. Hann sefur ekki í sama rúmi og ég. Hann vill ekki ræða þetta. Engin börn á heimilinu sem gætu haft áhrif. Mig langar að leita annað eftir kynlífi og hef aðeins orðað það en ekki tekið ákvörðun. Er þetta algengt hjá körlum sem komnir eru á miðjan aldur? Ég er oft að bugast en geymi þetta aðeins með sjálfri mér.“ - 53 ára kona. 11. mars 2025 20:01
Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? „Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði?” spyr 59 ára karl. Hann, líkt og fleiri lesendur, sendi mér þessa spurningu í gegnum spurningaboxið sem er að finna neðst í öllum greinunum hjá mér. 4. mars 2025 20:02
Kornungur og í vandræðum með holdris Í hverri viku fæ ég alls konar spurningar sem tengjast typpaheilsu eða risvanda. Hér er ein slík spurning frá lesenda: „Ég get ekki haldið reisn, hvað er að mér? Þarf ég að byrja að nota stinningarlyf?„ -33 ára karlmaður. 28. janúar 2025 20:01