Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. mars 2025 10:01 Eydís Eik er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. „Mér finnst stærsta vandamálið sem mín kynslóð stendur frammi fyrir vera skjáfíknin og einangrunin sem fylgir henni. Mín kynslóð og komandi kynslóðir hafa ekki upplifað það frelsi sem fylgir því að vera ekki alltaf með síma í hendi,“ segir Eydís Eik Sigurðardóttir, , spurð hvert stærsta vandamál hennar kynslóðar stendur frammi fyrir. Fullt nafn: Eydís Eik Sigurðardóttir. Aldur: 18 ára Starf: Er í námi og vinn ekki með skólanum Menntun: Er að klára 3. árið mitt í Verzlunarskóla Íslands Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum: Metnaðarfull, kærleiksrík, jákvæð. Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það sem gæti komið fólki mest á óvart um mig er að ég fór upp um bekk í grunnskóla. Þegar ég var í fjórða bekk hoppaði ég yfir hálfan fjórða og hálfan fimmta bekk vegna góðs námsárangurs. Þar sem ég elska að takast á við áskoranir og prófa nýja hluti, tók ég því fagnandi þegar mér var boðið að fara upp um bekk. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Ég á mér enga sérstaka fyrirmynd í lífinu. Hins vegar lít ég upp til fólks sem er að gera góða hluti og hafa persónueiginleika sem ég dáist að. Ég lít t.d. upp til mömmu minnar þar sem hún er ótrulega góðhjörtuð og lýsir upp öll herbergi sem hún gengur inn í með orku sinni. Hún er ótrúlega einlæg og styður mig í öllu sem ég geri en jafnframt leiðbeinir hún mér og hjálpar mér að verða að betri einstaklingi. Einnig lít ég upp til pabba míns þar sem hann er einlægur, þolinmóður og tekst á við öll vandamál með yfirveguðum og lausnamiðuðum hætti og er hann alltaf til staðar fyrir mig að hjálpa mér með lærdóm með þolinmæði og samkennd og leiðbeinir mér með mildi. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er lífsreynslan þar sem hún hefur kennt mér að takast á við bæði áskoranir og gleði. Hvort sem ég upplifi góða eða slæma tíma þá leitast ég alltaf við að stækka mig og nýta þá reynslu til að vaxa sem einstaklingur. Ég tel að allt sem ég geng í gegnum, hvort sem það er auðvelt eða erfitt, hafi eitthvað að kenna mér – hvort sem það er að bæta eigin hæfni, auka þrautseigju eða öðlast dýpri skilning á sjálfri mér. Ég legg mikla áherslu á að takast á við lífið með jákvæðu viðhorfi. Ég leitast við að læra af þeim áskorunum sem ég mæti og nýta þær sem tækifæri til að vaxa, hvort sem það er í persónulegum eða faglegum efnum. Það sem einnig hefur haft mikil áhrif á mig er að ég hef alltaf reynt að láta það góða í lífinu leika um mig – að njóta þeirra augnablika og minnast þess sem ég hef. Lífsreynsla hefur því ekki aðeins mótað mig heldur einnig styrkt mig og veitt mér dýrmæta þekkingu á því hvernig ég vil lifa og hvaða viðhorf ég hef til lífsins. View this post on Instagram A post shared by Eydís Eik (@eydiseik) Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Ein stærsta áskorun sem ég hef tekist á við í lífinu er að hætta að hugsa um hvað öðrum finnst og einbeita mér að því sem veitir mér raunverulega hamingju. Lengi vel sóttist ég mjög mikið í viðurkenningu annarra og vildi að fólki myndi líka við mig. Til þess var ég tilbúin að aðlaga mig að aðstæðum, breyta hegðun minni og jafnvel breyta eigin skoðunum til að þóknast öðrum. Í kjölfarið af þessu gaf ég öðrum ákveðið vald yfir mínu eigin lífi og missti smám saman tengsl við sjálfa mig. Ég átti erfitt með að standa upp fyrir sjálfri mér og var hrædd um að ef ég talaði á móti eða setti mörk, þá myndi fólk snúa baki við mér. Með tímanum áttaði ég mig hins vegar á því sama hvað ég geri þá mun ekki öllum líka vel við mig, en á sama tíma mun ég finna hóp af fólki sem elskar mig nákvæmlega eins og ég er. Einnig var ég miklu hamingjusamari þegar ég stóð með mér sjálfri, þegar ég lét í mér heyra og var ég sjálf. Í dag hef ég lært að setja sjálfa mig og mína hamingju í forgang. Það þýðir ekki að ég sé ekki umhugsunarsöm eða beri ekki virðingu fyrir öðrum, heldur að ég geri ekki málamiðlanir sem ganga gegn mér sjálfri. Með þessu hef ég öðlast meira sjálfstraust, innri frið og líf sem er byggt á mínum eigin gildum og óskum, frekar en væntingum annarra. Þetta hefur reynst mér ómetanlegt og gert mig sterkari en nokkru sinni fyrr. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að gefast aldrei upp. Þetta hugarfar er ég stoltust af og mun það hjálpa mér að ná þeim markmiðum sem ég set mér í framtíðinni. Þetta verður minn vegvísir inn í framtíðina og þá er ég viss um að þegar ég verð eldri og lít til baka þá verður margt sem ég get verið stolt af. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu mínu er fólkið í kringum mig. Vinir og fjölskylda sem styðja mig og halda með mér. Hvernig tekstu á við stress og álag? Þegar ég tekst á við mikið stress og álag í lífi mínu, finnst mér gott að taka mér smá pásu, sem þarf alls ekki að vera löng, þar sem ég reyni að slaka á og hreinsa hugann og miðja mig sjálfa, annaðhvort ein eða í góðum félagsskap. Mér finnst t.d. gott að fara í saunu og kaldan pott, taka göngutúr í náttúrunni, elda mat, o.fl. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Besta heilræðið sem ég hef fengið kemur frá mömmu minni. Frá því að ég var lítil hefur hún alltaf sagt mér að vera hugrökk. Hún kenndi mér að gefast ekki upp, jafnvel þegar á móti blæs, og að bera höfuðið hátt sama hvað gerist. Lífið kemur óhjákvæmilega með áskoranir, en það skiptir mestu máli hvernig maður tekst á við þær. Mótlæti er ekki endalok heldur tækifæri til að vaxa og læra. Allt sem gerist fer í reynslubankann og reyni ég því að bera höfuðið hátt og hafa hugrekki til að gera hluti sem krefst þess að ég fari út fyrir þægindarrammann. Þetta heilræði hefur fylgt mér alla tíð og minnir mig á að takast á við lífið af djörfung og sjálfsöryggi. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ef ég hugsa út í hvað er neyðarlegasta atvikið mitt þá dettur mér ekkert sérstakt í hug. Ég get auðvitað nefnt þegar ég datt í Kringlunni eða datt á hausinn í hálkunni fyrir framan skólann um daginn en það kemur fyrir alla og mér finnst að þú ákveður hvort að eitthvað sé neyðarlegt eða ekki. Ég hef lent í alls konar og get sagt frá svo mörgu sem fólki gæti þótt neyðarlegt en ég hugsa ekki þannig og ég verð aldrei eitthvað mjög vandræðaleg. Ég hlæ bara að sjálfri mér, læri af mistökum ef aðstæður eru þannig og held áfram með lífið alsæl. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég er frekar góð í að syngja og elska að syngja. Ég tók þátt í alls konar söngvakeppnum og hæfileikakeppnum þegar ég var lítil og æfði einnig söng og píanó. Ég hef minnkað þátttökur mínar þar sem ég kem fram á sviði og syng og hef í staðinn sungið hástöfum í bílnum mínum og heima hjá mér. Hins vegar langar mig að syngja meira og mögulega koma fram á sviði og syngja. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst ótrúlega heillandi þegar fólk er einlægt og óhrætt við að vera það sjálft. Þetta eru eiginleikar sem ég met mikils og legg áherslu á að þróa og styrkja á hverjum degi. En óheillandi? Mér finnst óheillandi þegar fólk er óheiðarlegt því það skapar vantraust og gerir samskipti óeðlileg og yfirborðskennd. Hver er þinn helsti ótti? Auðvitað er alltaf eitthvað sem maður óttast í lífinu, en ég legg mig fram við að vera hugrökk og láta óttann ekki stjórna mér. Ótti er eðlilegur hluti af tilverunni, en það sem skiptir máli er hvernig maður tekst á við hann. Þegar ég upplifi ótta, reyni ég að minna mig á að hann er oft aðeins hindrun í huganum – eitthvað sem ég get sigrast á með réttu hugarfari. Lífið mun alltaf færa manni áskoranir, en með hugrekki og þrautseigju er hægt að takast á við þær. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár sé ég mig vera vinna í nýsköpunarfyrirtækinu mínu, sem hefur það að markmiði að stuðla að aukinni félagsfærni, samkennd og samvinnu í samfélaginu. Ég trúi því að sterk félagsleg tengsl séu lykillinn að betra og heilbrigðara samfélagi, og ég vil leggja mitt af mörkum til að byggja upp umhverfi þar sem einstaklingar standa saman, styðja hvert annað og læra hvort af öðru. Ég sé fyrir mér að vera í stöðugri nýsköpun, koma með lausnir sem hafa raunveruleg áhrif á samfélagið og leysa raunveruleg vandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir. Með því að fylgja minni sýn og hugsjónum vil ég ekki aðeins skapa nýjar leiðir til að efla samkennd heldur einnig fjárfesta í verkefnum sem hafa sama tilgang – að bæta líf fólks og hafa jákvæð áhrif á komandi kynslóðir. Að lokum er markmið mitt ekki eingöngu að ná árangri í viðskiptum heldur að skilja eftir mig arfleifð sem byggir á góðvild, samvinnu og framtíðarsýn. Ég vil vera hluti af breytingunni sem gerir heiminn að betri stað – ekki aðeins fyrir mig heldur fyrir alla sem koma á eftir okkur. Hvaða tungumál talarðu? Móðurmál mitt er íslenska. Ég tala góða ensku og fína dönsku og spænsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhalds maturinn minn er vel valin medium-rare nautalund með bragðríkri trufflusveppasósu ásamt steiktu brokkolí og aspas með cheddarosti og salti. Hvaða lag tekur þú í karókí? Þegar ég á góðan dag og er laus við kvef og hálsbólgu þá tek ég This Girl Is on Fire en annars tek ég Always Remember Us This Way. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Örugglega Gylfi Sigurðsson. Þegar ég var 12 ára fór ég á landsleik með vinkonu minni og eftir leikinn hitti ég hann og fékk mynd með honum. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs alltaf frekar að eiga samskipti við fólk í eigin persónu. Ég er oft ekki sú fljótasta að svara skilaboðum og er hálfgerð risaeðla þegar kemur að Snapchat og samskiptum á samfélagsmiðlum. Hins vegar elska ég að hitta fólk, spjalla um daginn og veginn og njóta þess að vera í raunverulegri nærveru annarra – það er einfaldlega allt önnur orka í því. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi fjárfesta í nýsköpun sem leysir raunveruleg vandamál í heiminum. Mig langar að hafa jákvæð áhrif og skapa eitthvað sem bætir líf fólks. Líklegast myndi ég setja fjármagnið í verkefnið sem ég er að vinna að núna í frumkvöðlafræðiáfanga, þar sem við erum að vinna að því að stofna okkar eigið fyrirtæki og koma með nýja lausn á ákveðnu samfélagslegu vandamáli. Ég og vinkonur mínar erum að þróa app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum – vettvang þar sem notendur geta skipulagt og skráð sig á fjölbreytta viðburði og hitt annað fólk með svipuð áhugamál. Markmið appsins er að efla samveru, tengsl og samkennd í samfélaginu. Í staðinn fyrir að vera á samfélagsmiðlum, getur fólk fundið viðburði sem passa því – t.d. „ungir frumkvöðlar hittast og ræða hugmyndir“, „hlaupahópar á morgnana“ eða „listunnendur fara saman á sýningu“. Þannig getur fólk ekki aðeins kynnst nýju fólki heldur líka uppgötvað ný áhugamál og lært eitthvað nýtt. Í samfélagi þar sem margir upplifa einangrun þrátt fyrir að vera stöðugt nettengdir, getur appið hjálpað fólki að mynda raunveruleg sambönd og skapa dýrmæt augnablik saman. Ég sé þetta sem frábært tækifæri til að bæta félagslega vellíðan og gera heiminn aðeins samheldnari – og þess vegna myndi ég fjárfesta í þessu verkefni. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Það sem vakti áhuga minn á Ungfrú Ísland var að ég var búin að heyra svo góða hluti um keppnina og hvað þátttakendurnir höfðu stækkað og vaxið mikið í gegnum þetta ferli. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært að vera skipulagðari þar sem ég er í námi á meðan keppninni stendur og þarf ég því að skipuleggja mig vel til að halda utan um öll verkefni bæði í keppninni og í skólanum. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Það er þátttaka í betra og sterkari samfélagi. Fyrir mér snýst þetta um að koma fram við aðra af virðingu og með hjarta fullt af góðvild. Sem hluti af kynslóð sem hefur alist upp á samskiptum í gegnum samfélagsmiðla, finnst mér mikilvægt að minna á að samfélagsmiðlar þurfa ekki að vera neikvæðir. Samt sem áður er ekki hægt að horfa fram hjá því að raunveruleg samskipti, augliti til auglitis, skipta gífurlegu máli. Þau styrkja samvinnu, samkennd og stuðla að dýpri tengslum milli manna. Tæknin getur því verið notuð sem verkfæri til að styðja við þau, frekar en að koma í veg fyrir þau. Til að styðja við þessa hugsun er ég, ásamt vinkonum mínum, að þróa smáforrit sem kallast "Memm" og miðar að því að nýta nútímatækni til að tengja saman fólk í raunveruleikanum. Hugmyndin er að búa til vettvang þar sem einstaklingar geta hist og myndað tengsl í gegnum sameiginleg áhugamál og skemmtilega afþreyingu. Markmið "Memm" er að skapa jákvætt og uppbyggilegt samfélag þar sem fólk getur tengst á einfaldan og aðgengilegan hátt. Með þessu vona ég að tæknin geti verið brú á milli stafrænnar veraldar og raunverulegra samskipta og stuðlað að samheldnara og sterkari samfélagi. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Ungfrú Ísland er táknmynd fyrir sjálfstraust, fágun, þrautseigju, samkennd, einlægni og góða fyrirmynd. Þar sem enginn er fullkominn og getur ekki verið bestur í öllu legg ég sérstaklega áherslu á einlægni og þrautsegju því þessir eiginleikar stuðla að því að takast á við áskoranir, læra af mistökum og halda áfram að vaxa sem einstaklingur, óháð þeim hindrunum sem geta komið upp. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Ég sækist eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland því ég vil stækka mig enn meira og læra af öðrum og styðja við aðra. Mig langar að hvetja fólk til að vera óhrætt við að vera það sjálft og skína á sínu sviði. Mig langar að sýna fólki að einlægni, sjálfstraust og góðvild sé hin fullkomna uppskrift að velgengni og hamingju. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég hef mikinn metnað fyrir nýsköpun, lausnamiðuðum hugmyndum og vilja til að takast á við áskoranir sem stuðla að vexti mínum – hvort sem það er með því að stofna nýsköpunarfyrirtæki sem tengir saman fólk eða að taka áhættu með því að fara upp um bekk. Ég er alltaf tilbúin að takast á við nýjar áskoranir og leita að nýsköpunum. Með vinkonum mínum stofnuðum við nýsköpunarfyrirtæki sem tengir saman fólk á öllum aldri og eykur samkennd og samvinnu í samfélaginu. Þetta verkefni er mér mjög kært, því ég vil stuðla að betra samfélagi þar sem allir geta tengst og lært af hvort öðru. Ég hef alltaf verið áhugasöm um að prófa eitthvað nýtt, hvort sem það er að takast á við nýjar áskoranir eða taka skref til að vaxa. Þegar mér var boðið að fara upp um bekk, þá tók ég það sem spennandi tækifæri. Ég var einnig góð í fótbolta þegar ég var yngri og æfði með eldri krökkum, fór á nokkrar landsliðsæfingar og lærði ótrúlega mikið af því. Fótbolti kenndi mér þrautsegju, dugnað og samkvæmni – eiginleika sem ég mun nýta alla ævi. Að fara upp um bekk og æfa með mismunandi hópum kenndi mér líka mikilvægi aðlögunarhæfni, þar sem ég get aðlagað mig að mismunandi aðstæðum og fólki, sem er hæfileiki sem ég tel vera mjög dýrmætan í lífinu. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Mér finnst stærsta vandamálið sem mín kynslóð stendur frammi fyrir vera skjáfíknin og einangrunin sem fylgir henni. Mín kynslóð og komandi kynslóðir, hafa ekki upplifað það frelsi sem fylgir því að vera ekki alltaf með síma í hendi. Hugsanleg lausn á þessu væri appið sem ég og vinkonur mínar erum að þróa. Appið gengur út á það að tengja fólk saman út frá sameiginlegum áhugamálum og býr til vettvang fyrir raunveruleg félagsleg tengsl. Appið mun styrkja samkennd og samvinnu í samfélaginum, þar sem fólk deilir reynslu sinni, lærir hvert af öðru og byggir upp sterkari tengsl. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Mér finnst Ungfrú Ísland vera svo miklu meira en ”fegurðarsamkeppni” eins og orðinu er lýst. Ungfrú Ísland er hvetjandi og stelpur ”keppa” í henni til að stækka sig, auka sjálfstraust, vaxa og stækka tengslanet sitt. Ungfrú Ísland Mest lesið Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Lífið Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Lífið Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Gagnrýni Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Lífið Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Lífið Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan Lífið Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Lífið Björk á forsíðu National Geographic Lífið Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Menning Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Lífið Fleiri fréttir Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan Björk á forsíðu National Geographic Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Herra Hnetusmjör ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlaunanna Bein útsending: Hlustendaverðlaunin 2025 Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Heillaði bónda og útfararstjóra upp úr skónum Birgitta Líf grínast: Segir risamynd af sér fylgja með í kaupunum Eyddu rúmlega tveimur milljónum á mánuði Lífsins gæfa að eignast litla systur með Downs Íslendingar í þriðja sæti yfir hamingjusömustu þjóðirnar Ungfrú Ísland: Kjóstu Netstúlkuna 2025 Á mjög heiðarlegt samband við sig í dag Stjörnufans í fertugsafmæli Rikka G Eftirlætis lasagna fjölskyldunnar Einn og einn Lite bjór ekki að fara að drepa þig Tíðarhringstakturinn magnaður upp á Kjarvalsstöðum Heimir selur íbúð í 101 Fermingardressið fyrir hann „Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að stríða mér hérna“ Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Fermingardressið fyrir hana Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Sjá meira
Fullt nafn: Eydís Eik Sigurðardóttir. Aldur: 18 ára Starf: Er í námi og vinn ekki með skólanum Menntun: Er að klára 3. árið mitt í Verzlunarskóla Íslands Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum: Metnaðarfull, kærleiksrík, jákvæð. Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það sem gæti komið fólki mest á óvart um mig er að ég fór upp um bekk í grunnskóla. Þegar ég var í fjórða bekk hoppaði ég yfir hálfan fjórða og hálfan fimmta bekk vegna góðs námsárangurs. Þar sem ég elska að takast á við áskoranir og prófa nýja hluti, tók ég því fagnandi þegar mér var boðið að fara upp um bekk. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Ég á mér enga sérstaka fyrirmynd í lífinu. Hins vegar lít ég upp til fólks sem er að gera góða hluti og hafa persónueiginleika sem ég dáist að. Ég lít t.d. upp til mömmu minnar þar sem hún er ótrulega góðhjörtuð og lýsir upp öll herbergi sem hún gengur inn í með orku sinni. Hún er ótrúlega einlæg og styður mig í öllu sem ég geri en jafnframt leiðbeinir hún mér og hjálpar mér að verða að betri einstaklingi. Einnig lít ég upp til pabba míns þar sem hann er einlægur, þolinmóður og tekst á við öll vandamál með yfirveguðum og lausnamiðuðum hætti og er hann alltaf til staðar fyrir mig að hjálpa mér með lærdóm með þolinmæði og samkennd og leiðbeinir mér með mildi. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er lífsreynslan þar sem hún hefur kennt mér að takast á við bæði áskoranir og gleði. Hvort sem ég upplifi góða eða slæma tíma þá leitast ég alltaf við að stækka mig og nýta þá reynslu til að vaxa sem einstaklingur. Ég tel að allt sem ég geng í gegnum, hvort sem það er auðvelt eða erfitt, hafi eitthvað að kenna mér – hvort sem það er að bæta eigin hæfni, auka þrautseigju eða öðlast dýpri skilning á sjálfri mér. Ég legg mikla áherslu á að takast á við lífið með jákvæðu viðhorfi. Ég leitast við að læra af þeim áskorunum sem ég mæti og nýta þær sem tækifæri til að vaxa, hvort sem það er í persónulegum eða faglegum efnum. Það sem einnig hefur haft mikil áhrif á mig er að ég hef alltaf reynt að láta það góða í lífinu leika um mig – að njóta þeirra augnablika og minnast þess sem ég hef. Lífsreynsla hefur því ekki aðeins mótað mig heldur einnig styrkt mig og veitt mér dýrmæta þekkingu á því hvernig ég vil lifa og hvaða viðhorf ég hef til lífsins. View this post on Instagram A post shared by Eydís Eik (@eydiseik) Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Ein stærsta áskorun sem ég hef tekist á við í lífinu er að hætta að hugsa um hvað öðrum finnst og einbeita mér að því sem veitir mér raunverulega hamingju. Lengi vel sóttist ég mjög mikið í viðurkenningu annarra og vildi að fólki myndi líka við mig. Til þess var ég tilbúin að aðlaga mig að aðstæðum, breyta hegðun minni og jafnvel breyta eigin skoðunum til að þóknast öðrum. Í kjölfarið af þessu gaf ég öðrum ákveðið vald yfir mínu eigin lífi og missti smám saman tengsl við sjálfa mig. Ég átti erfitt með að standa upp fyrir sjálfri mér og var hrædd um að ef ég talaði á móti eða setti mörk, þá myndi fólk snúa baki við mér. Með tímanum áttaði ég mig hins vegar á því sama hvað ég geri þá mun ekki öllum líka vel við mig, en á sama tíma mun ég finna hóp af fólki sem elskar mig nákvæmlega eins og ég er. Einnig var ég miklu hamingjusamari þegar ég stóð með mér sjálfri, þegar ég lét í mér heyra og var ég sjálf. Í dag hef ég lært að setja sjálfa mig og mína hamingju í forgang. Það þýðir ekki að ég sé ekki umhugsunarsöm eða beri ekki virðingu fyrir öðrum, heldur að ég geri ekki málamiðlanir sem ganga gegn mér sjálfri. Með þessu hef ég öðlast meira sjálfstraust, innri frið og líf sem er byggt á mínum eigin gildum og óskum, frekar en væntingum annarra. Þetta hefur reynst mér ómetanlegt og gert mig sterkari en nokkru sinni fyrr. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að gefast aldrei upp. Þetta hugarfar er ég stoltust af og mun það hjálpa mér að ná þeim markmiðum sem ég set mér í framtíðinni. Þetta verður minn vegvísir inn í framtíðina og þá er ég viss um að þegar ég verð eldri og lít til baka þá verður margt sem ég get verið stolt af. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu mínu er fólkið í kringum mig. Vinir og fjölskylda sem styðja mig og halda með mér. Hvernig tekstu á við stress og álag? Þegar ég tekst á við mikið stress og álag í lífi mínu, finnst mér gott að taka mér smá pásu, sem þarf alls ekki að vera löng, þar sem ég reyni að slaka á og hreinsa hugann og miðja mig sjálfa, annaðhvort ein eða í góðum félagsskap. Mér finnst t.d. gott að fara í saunu og kaldan pott, taka göngutúr í náttúrunni, elda mat, o.fl. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Besta heilræðið sem ég hef fengið kemur frá mömmu minni. Frá því að ég var lítil hefur hún alltaf sagt mér að vera hugrökk. Hún kenndi mér að gefast ekki upp, jafnvel þegar á móti blæs, og að bera höfuðið hátt sama hvað gerist. Lífið kemur óhjákvæmilega með áskoranir, en það skiptir mestu máli hvernig maður tekst á við þær. Mótlæti er ekki endalok heldur tækifæri til að vaxa og læra. Allt sem gerist fer í reynslubankann og reyni ég því að bera höfuðið hátt og hafa hugrekki til að gera hluti sem krefst þess að ég fari út fyrir þægindarrammann. Þetta heilræði hefur fylgt mér alla tíð og minnir mig á að takast á við lífið af djörfung og sjálfsöryggi. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ef ég hugsa út í hvað er neyðarlegasta atvikið mitt þá dettur mér ekkert sérstakt í hug. Ég get auðvitað nefnt þegar ég datt í Kringlunni eða datt á hausinn í hálkunni fyrir framan skólann um daginn en það kemur fyrir alla og mér finnst að þú ákveður hvort að eitthvað sé neyðarlegt eða ekki. Ég hef lent í alls konar og get sagt frá svo mörgu sem fólki gæti þótt neyðarlegt en ég hugsa ekki þannig og ég verð aldrei eitthvað mjög vandræðaleg. Ég hlæ bara að sjálfri mér, læri af mistökum ef aðstæður eru þannig og held áfram með lífið alsæl. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég er frekar góð í að syngja og elska að syngja. Ég tók þátt í alls konar söngvakeppnum og hæfileikakeppnum þegar ég var lítil og æfði einnig söng og píanó. Ég hef minnkað þátttökur mínar þar sem ég kem fram á sviði og syng og hef í staðinn sungið hástöfum í bílnum mínum og heima hjá mér. Hins vegar langar mig að syngja meira og mögulega koma fram á sviði og syngja. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst ótrúlega heillandi þegar fólk er einlægt og óhrætt við að vera það sjálft. Þetta eru eiginleikar sem ég met mikils og legg áherslu á að þróa og styrkja á hverjum degi. En óheillandi? Mér finnst óheillandi þegar fólk er óheiðarlegt því það skapar vantraust og gerir samskipti óeðlileg og yfirborðskennd. Hver er þinn helsti ótti? Auðvitað er alltaf eitthvað sem maður óttast í lífinu, en ég legg mig fram við að vera hugrökk og láta óttann ekki stjórna mér. Ótti er eðlilegur hluti af tilverunni, en það sem skiptir máli er hvernig maður tekst á við hann. Þegar ég upplifi ótta, reyni ég að minna mig á að hann er oft aðeins hindrun í huganum – eitthvað sem ég get sigrast á með réttu hugarfari. Lífið mun alltaf færa manni áskoranir, en með hugrekki og þrautseigju er hægt að takast á við þær. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár sé ég mig vera vinna í nýsköpunarfyrirtækinu mínu, sem hefur það að markmiði að stuðla að aukinni félagsfærni, samkennd og samvinnu í samfélaginu. Ég trúi því að sterk félagsleg tengsl séu lykillinn að betra og heilbrigðara samfélagi, og ég vil leggja mitt af mörkum til að byggja upp umhverfi þar sem einstaklingar standa saman, styðja hvert annað og læra hvort af öðru. Ég sé fyrir mér að vera í stöðugri nýsköpun, koma með lausnir sem hafa raunveruleg áhrif á samfélagið og leysa raunveruleg vandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir. Með því að fylgja minni sýn og hugsjónum vil ég ekki aðeins skapa nýjar leiðir til að efla samkennd heldur einnig fjárfesta í verkefnum sem hafa sama tilgang – að bæta líf fólks og hafa jákvæð áhrif á komandi kynslóðir. Að lokum er markmið mitt ekki eingöngu að ná árangri í viðskiptum heldur að skilja eftir mig arfleifð sem byggir á góðvild, samvinnu og framtíðarsýn. Ég vil vera hluti af breytingunni sem gerir heiminn að betri stað – ekki aðeins fyrir mig heldur fyrir alla sem koma á eftir okkur. Hvaða tungumál talarðu? Móðurmál mitt er íslenska. Ég tala góða ensku og fína dönsku og spænsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhalds maturinn minn er vel valin medium-rare nautalund með bragðríkri trufflusveppasósu ásamt steiktu brokkolí og aspas með cheddarosti og salti. Hvaða lag tekur þú í karókí? Þegar ég á góðan dag og er laus við kvef og hálsbólgu þá tek ég This Girl Is on Fire en annars tek ég Always Remember Us This Way. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Örugglega Gylfi Sigurðsson. Þegar ég var 12 ára fór ég á landsleik með vinkonu minni og eftir leikinn hitti ég hann og fékk mynd með honum. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs alltaf frekar að eiga samskipti við fólk í eigin persónu. Ég er oft ekki sú fljótasta að svara skilaboðum og er hálfgerð risaeðla þegar kemur að Snapchat og samskiptum á samfélagsmiðlum. Hins vegar elska ég að hitta fólk, spjalla um daginn og veginn og njóta þess að vera í raunverulegri nærveru annarra – það er einfaldlega allt önnur orka í því. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi fjárfesta í nýsköpun sem leysir raunveruleg vandamál í heiminum. Mig langar að hafa jákvæð áhrif og skapa eitthvað sem bætir líf fólks. Líklegast myndi ég setja fjármagnið í verkefnið sem ég er að vinna að núna í frumkvöðlafræðiáfanga, þar sem við erum að vinna að því að stofna okkar eigið fyrirtæki og koma með nýja lausn á ákveðnu samfélagslegu vandamáli. Ég og vinkonur mínar erum að þróa app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum – vettvang þar sem notendur geta skipulagt og skráð sig á fjölbreytta viðburði og hitt annað fólk með svipuð áhugamál. Markmið appsins er að efla samveru, tengsl og samkennd í samfélaginu. Í staðinn fyrir að vera á samfélagsmiðlum, getur fólk fundið viðburði sem passa því – t.d. „ungir frumkvöðlar hittast og ræða hugmyndir“, „hlaupahópar á morgnana“ eða „listunnendur fara saman á sýningu“. Þannig getur fólk ekki aðeins kynnst nýju fólki heldur líka uppgötvað ný áhugamál og lært eitthvað nýtt. Í samfélagi þar sem margir upplifa einangrun þrátt fyrir að vera stöðugt nettengdir, getur appið hjálpað fólki að mynda raunveruleg sambönd og skapa dýrmæt augnablik saman. Ég sé þetta sem frábært tækifæri til að bæta félagslega vellíðan og gera heiminn aðeins samheldnari – og þess vegna myndi ég fjárfesta í þessu verkefni. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Það sem vakti áhuga minn á Ungfrú Ísland var að ég var búin að heyra svo góða hluti um keppnina og hvað þátttakendurnir höfðu stækkað og vaxið mikið í gegnum þetta ferli. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært að vera skipulagðari þar sem ég er í námi á meðan keppninni stendur og þarf ég því að skipuleggja mig vel til að halda utan um öll verkefni bæði í keppninni og í skólanum. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Það er þátttaka í betra og sterkari samfélagi. Fyrir mér snýst þetta um að koma fram við aðra af virðingu og með hjarta fullt af góðvild. Sem hluti af kynslóð sem hefur alist upp á samskiptum í gegnum samfélagsmiðla, finnst mér mikilvægt að minna á að samfélagsmiðlar þurfa ekki að vera neikvæðir. Samt sem áður er ekki hægt að horfa fram hjá því að raunveruleg samskipti, augliti til auglitis, skipta gífurlegu máli. Þau styrkja samvinnu, samkennd og stuðla að dýpri tengslum milli manna. Tæknin getur því verið notuð sem verkfæri til að styðja við þau, frekar en að koma í veg fyrir þau. Til að styðja við þessa hugsun er ég, ásamt vinkonum mínum, að þróa smáforrit sem kallast "Memm" og miðar að því að nýta nútímatækni til að tengja saman fólk í raunveruleikanum. Hugmyndin er að búa til vettvang þar sem einstaklingar geta hist og myndað tengsl í gegnum sameiginleg áhugamál og skemmtilega afþreyingu. Markmið "Memm" er að skapa jákvætt og uppbyggilegt samfélag þar sem fólk getur tengst á einfaldan og aðgengilegan hátt. Með þessu vona ég að tæknin geti verið brú á milli stafrænnar veraldar og raunverulegra samskipta og stuðlað að samheldnara og sterkari samfélagi. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Ungfrú Ísland er táknmynd fyrir sjálfstraust, fágun, þrautseigju, samkennd, einlægni og góða fyrirmynd. Þar sem enginn er fullkominn og getur ekki verið bestur í öllu legg ég sérstaklega áherslu á einlægni og þrautsegju því þessir eiginleikar stuðla að því að takast á við áskoranir, læra af mistökum og halda áfram að vaxa sem einstaklingur, óháð þeim hindrunum sem geta komið upp. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Ég sækist eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland því ég vil stækka mig enn meira og læra af öðrum og styðja við aðra. Mig langar að hvetja fólk til að vera óhrætt við að vera það sjálft og skína á sínu sviði. Mig langar að sýna fólki að einlægni, sjálfstraust og góðvild sé hin fullkomna uppskrift að velgengni og hamingju. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég hef mikinn metnað fyrir nýsköpun, lausnamiðuðum hugmyndum og vilja til að takast á við áskoranir sem stuðla að vexti mínum – hvort sem það er með því að stofna nýsköpunarfyrirtæki sem tengir saman fólk eða að taka áhættu með því að fara upp um bekk. Ég er alltaf tilbúin að takast á við nýjar áskoranir og leita að nýsköpunum. Með vinkonum mínum stofnuðum við nýsköpunarfyrirtæki sem tengir saman fólk á öllum aldri og eykur samkennd og samvinnu í samfélaginu. Þetta verkefni er mér mjög kært, því ég vil stuðla að betra samfélagi þar sem allir geta tengst og lært af hvort öðru. Ég hef alltaf verið áhugasöm um að prófa eitthvað nýtt, hvort sem það er að takast á við nýjar áskoranir eða taka skref til að vaxa. Þegar mér var boðið að fara upp um bekk, þá tók ég það sem spennandi tækifæri. Ég var einnig góð í fótbolta þegar ég var yngri og æfði með eldri krökkum, fór á nokkrar landsliðsæfingar og lærði ótrúlega mikið af því. Fótbolti kenndi mér þrautsegju, dugnað og samkvæmni – eiginleika sem ég mun nýta alla ævi. Að fara upp um bekk og æfa með mismunandi hópum kenndi mér líka mikilvægi aðlögunarhæfni, þar sem ég get aðlagað mig að mismunandi aðstæðum og fólki, sem er hæfileiki sem ég tel vera mjög dýrmætan í lífinu. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Mér finnst stærsta vandamálið sem mín kynslóð stendur frammi fyrir vera skjáfíknin og einangrunin sem fylgir henni. Mín kynslóð og komandi kynslóðir, hafa ekki upplifað það frelsi sem fylgir því að vera ekki alltaf með síma í hendi. Hugsanleg lausn á þessu væri appið sem ég og vinkonur mínar erum að þróa. Appið gengur út á það að tengja fólk saman út frá sameiginlegum áhugamálum og býr til vettvang fyrir raunveruleg félagsleg tengsl. Appið mun styrkja samkennd og samvinnu í samfélaginum, þar sem fólk deilir reynslu sinni, lærir hvert af öðru og byggir upp sterkari tengsl. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Mér finnst Ungfrú Ísland vera svo miklu meira en ”fegurðarsamkeppni” eins og orðinu er lýst. Ungfrú Ísland er hvetjandi og stelpur ”keppa” í henni til að stækka sig, auka sjálfstraust, vaxa og stækka tengslanet sitt.
Ungfrú Ísland Mest lesið Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Lífið Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Lífið Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Gagnrýni Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Lífið Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Lífið Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan Lífið Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Lífið Björk á forsíðu National Geographic Lífið Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Menning Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Lífið Fleiri fréttir Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan Björk á forsíðu National Geographic Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Herra Hnetusmjör ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlaunanna Bein útsending: Hlustendaverðlaunin 2025 Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Heillaði bónda og útfararstjóra upp úr skónum Birgitta Líf grínast: Segir risamynd af sér fylgja með í kaupunum Eyddu rúmlega tveimur milljónum á mánuði Lífsins gæfa að eignast litla systur með Downs Íslendingar í þriðja sæti yfir hamingjusömustu þjóðirnar Ungfrú Ísland: Kjóstu Netstúlkuna 2025 Á mjög heiðarlegt samband við sig í dag Stjörnufans í fertugsafmæli Rikka G Eftirlætis lasagna fjölskyldunnar Einn og einn Lite bjór ekki að fara að drepa þig Tíðarhringstakturinn magnaður upp á Kjarvalsstöðum Heimir selur íbúð í 101 Fermingardressið fyrir hann „Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að stríða mér hérna“ Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Fermingardressið fyrir hana Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Sjá meira