Lífið

Bein út­sending: Hlustendaverðlaunin 2025

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hlustendaverðlaunin fara fram á Nasa í kvöld og verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi.
Hlustendaverðlaunin fara fram á Nasa í kvöld og verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi.

Hlustendaverðlaunin 2025 fara fram á Nasa við Austurvöll í kvöld og verður margt um dýrðir og mun landslið tónlistarmanna stíga á stokk. Um er að ræða tólfta skiptið sem hátíðin fer fram.

Útvarpsstöðvarnar Bylgjan og FM957 standa í sameiningu að verðlaununum sem verða haldin á Nasa að þessu sinni. Hátíðin verður í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi  sem er á rás 5 á myndlyklum Vodafone og 8 hjá Símanum. Útsending hefst klukkan 20:00.

Ef útsending stoppar eða hefst ekki þá er ráð að smella á „Beint“ hnappinn neðst í spilaranum.

Landslið tónlistarfólks stígur á svið

Hlustendaverðlaunin eru tónlistarverðlaun fólksins, þar sem þjóðin hefur valið sitt uppáhalds tónlistarfólk fyrir árið 2024. Veitt verða verðlaun í níu flokkum.

Ásamt verðlaunaafhendingu kemur fram topp tónlistarfólk á hátíðinni sem enginn vill missa af:

Bríet

Birnir

Jóhanna Guðrún

Clubdub

Gugusar

Steindi jr.

GDRN

Kristmundur Axel

og

Friðrik Dór


Tengdar fréttir

Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið

Friðrik Dór segir að eitt sitt vandræðalegasta augnablik hafi verið þegar hann tók lag sitt „Fyrir hana“ á sínum fyrstu Hlustendaverðlaunum. Flutningurinn var svo arfaslakur að Frikki endaði á að biðja Youtube um að fjarlæga myndband af flutningnum.

Varð að fara gubbandi í Herjólf

GDRN þurfti að svara ýmsum óþægilegum spurningum frá Andra Björns útvarpsmanni á FM957 í Víkinni. Hún segir meðal annars frá degi þar sem hún tók þrjú gigg sama daginn, eitt þeirra í Eyjum þannig að tónlistarkonan varð að fara gubbandi í Herjólf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.