Kransakaka að hætti Jóa Fel
Hráefni:
900 g Odense Bagermarsipan
450 g sykur
90 g eggjahvítur
Aðferð:
Marsipan og sykri blandað rólega saman.
Eggjahvíturnar settar út í blönduna, ein í einu.
Hnoðið degiið létt í höndunum og hvílið svo í um eina klst.
Glassúr
1 eggjahvíta og nokkrir dropar af sítrónusafa. Sigtið flórsykri saman við þar tl blandan verður nægilega þykk til að geta sprautað henni í litlar rendur.
Hærið vel saman og setjið í sprautupoka.
Mótun:
Rúllið degið út í pulsu sem er aðeins þykkara en góð pylsa.
Mótið með höndum og sléttið toppinn með sléttum fleti.
Minnsti hringur er 10 cm og svo er næsti alltaf 2,5 cm stærri.
Bakið við 200° í c.a 12 mínútur, kælið hringina og sprautið glassúr yfir.
Aðferðinni deilir Jói á vefsíðu sinni eldabaka.is