Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og Aftureldingar í dag, laugardaginn 5. apríl. Íþróttadeild spáir Víkingi 2. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið lendi í sama sæti og í fyrra. Jæja, hvernig verður lífið eftir Arnar Gunnlaugsson? Þeirri spurningu verður svarað í Víkinni í sumar. Eftir sex tímabil við stjórnvölinn og sex stóra titla hætti Arnar hjá Víkingi í vetur og tók við íslenska landsliðinu. Sölvi Geir Ottesen var hækkaður í tign og þessi mikli Víkingur fær það hlutverk að leiða liðið sitt áfram næstu skrefin. Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum nokkrum sinnum síðasta sumar þegar Arnar Gunnlaugsson var í banni, meðal annars í úrslitaleiknum gegn Blikum.vísir/diego Sölvi þótti komast mjög vel frá fyrstu leikjum sínum í nýja starfinu, gegn Panathinaikos í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Víkingar féllu úr leik eftir 2-0 tap í seinni leiknum í Grikklandi 20. febrúar en það var sómi af framgöngu þeirra. Leikurinn í Grikklandi var jafnframt síðasti leikur Víkings á sannkölluðu maraþon-tímabili. Það hófst formlega þegar Víkingur vann Val eftir vítaspyrnukeppni í Meistaraleiknum 1. apríl 2024 en lauk ekki fyrr en 326 dögum seinna. grafík/bjarki Síðasta tímabil var nálægt því að vera fullkomið í Víkinni. Liðið komst ekki bara í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar heldur einnig upp úr henni. Víkingar töpuðu hins vegar tveimur úrslitaleikjum heima fyrir og sátu uppi með engan stóran titil í fyrsta sinn síðan 2020. Þrír af bestu leikmönnum Víkings frá síðasta tímabili eru farnir í atvinnumennsku: Gísli Gottskálk Þórðarson, Ari Sigurpálsson og Danijel Dejan Djuric. Þetta er ekki lítil blóðtaka. Þremenningarnir eru líka allir ungir og eftir situr Víkingur með dálítið aldrað lið. grafík/bjarki Víkingar hafa verið virkir á félagaskiptamarkaðnum og stærstu tíðindin eru auðvitað koma Gylfa Þórs Sigurðssonar. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikið hann styrkir Víkingsliðið. Það var sterkt í föstum leikatriðum fyrir komu Gylfa en möguleikarnir eftir að besti spyrnumaður landsins kom virðast óþrjótandi. Daníel Hafsteinsson og Sveinn Margeir Hauksson komu frá KA, Róbert Orri Þorkelsson og Stígur Diljan Þórðarson heim úr atvinnumennsku og Atli Þór Jónasson úr HK. Víkingur er með gríðarlega mikla breidd og Sölvi hefur úr mörgum sterkum leikmönnum að velja. Samt er jafnvægið í hópnum eilítið sérstakt. grafík/bjarki Enginn eiginlegur vinstri bakvörður er í hópnum og fáir kantmenn. Það kæmi þó ekkert á óvart ef Víkingur myndi sækja mann í staðinn fyrir Ara. Þá er Pablo Punyed að snúa aftur eftir meiðsli en Víkingar söknuðu hans sárt í úrslitaleikjunum tveimur sem töpuðust í fyrra. Víkingur hefur verið í fremstu röð á Íslandi undanfarin ár og það mun ekkert breytast í sumar. Þetta lið verður, ef allt er eðlilegt, í baráttu um báða titlana og ætlar sér eflaust að gera sig aftur gildandi í Sambandsdeildinni. Víkingsliðið er ógnarsterkt; með frábæran markvörð, sterka vörn, mikla reynslu, skapandi leikmann og ótal sóknarkosti. Gylfi Þór Sigurðsson í Víkingstreyjunni.vísir/vilhelm Stærsta breytan er hvernig Sölvi fyllir skarð Arnars á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari. Hann setti leikina gegn Panathinaikos vel upp og þykir sérlega fær í að skipuleggja föst leikatriði. Það reynir enn meira á Sölva í sumar enda enginn hægðarleikur að taka við af jafn stórum karakter og góðum þjálfara og Arnari. Undirbúningstímabilið var snarpt í Víkinni og liðið dró sig úr Lengjubikarnum eftir aðeins einn leik. En stutt undirbúningstímabil þarf ekki að vera slæmt eins og sást hjá Breiðabliki í fyrra. Víkingar eru góðir, verða góðir og ætla sér ekkert minna en að ná hámarksárangri. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 3. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2025 10:00 Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2025 10:01 Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2025 10:00 Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2025 10:02 Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 31. mars 2025 10:03 Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2025 10:00 Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2025 10:01 Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 26. mars 2025 10:03 Besta-spáin 2025: Í túninu heima Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 25. mars 2025 10:00 Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2025 10:00 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og Aftureldingar í dag, laugardaginn 5. apríl. Íþróttadeild spáir Víkingi 2. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið lendi í sama sæti og í fyrra. Jæja, hvernig verður lífið eftir Arnar Gunnlaugsson? Þeirri spurningu verður svarað í Víkinni í sumar. Eftir sex tímabil við stjórnvölinn og sex stóra titla hætti Arnar hjá Víkingi í vetur og tók við íslenska landsliðinu. Sölvi Geir Ottesen var hækkaður í tign og þessi mikli Víkingur fær það hlutverk að leiða liðið sitt áfram næstu skrefin. Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum nokkrum sinnum síðasta sumar þegar Arnar Gunnlaugsson var í banni, meðal annars í úrslitaleiknum gegn Blikum.vísir/diego Sölvi þótti komast mjög vel frá fyrstu leikjum sínum í nýja starfinu, gegn Panathinaikos í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Víkingar féllu úr leik eftir 2-0 tap í seinni leiknum í Grikklandi 20. febrúar en það var sómi af framgöngu þeirra. Leikurinn í Grikklandi var jafnframt síðasti leikur Víkings á sannkölluðu maraþon-tímabili. Það hófst formlega þegar Víkingur vann Val eftir vítaspyrnukeppni í Meistaraleiknum 1. apríl 2024 en lauk ekki fyrr en 326 dögum seinna. grafík/bjarki Síðasta tímabil var nálægt því að vera fullkomið í Víkinni. Liðið komst ekki bara í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar heldur einnig upp úr henni. Víkingar töpuðu hins vegar tveimur úrslitaleikjum heima fyrir og sátu uppi með engan stóran titil í fyrsta sinn síðan 2020. Þrír af bestu leikmönnum Víkings frá síðasta tímabili eru farnir í atvinnumennsku: Gísli Gottskálk Þórðarson, Ari Sigurpálsson og Danijel Dejan Djuric. Þetta er ekki lítil blóðtaka. Þremenningarnir eru líka allir ungir og eftir situr Víkingur með dálítið aldrað lið. grafík/bjarki Víkingar hafa verið virkir á félagaskiptamarkaðnum og stærstu tíðindin eru auðvitað koma Gylfa Þórs Sigurðssonar. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikið hann styrkir Víkingsliðið. Það var sterkt í föstum leikatriðum fyrir komu Gylfa en möguleikarnir eftir að besti spyrnumaður landsins kom virðast óþrjótandi. Daníel Hafsteinsson og Sveinn Margeir Hauksson komu frá KA, Róbert Orri Þorkelsson og Stígur Diljan Þórðarson heim úr atvinnumennsku og Atli Þór Jónasson úr HK. Víkingur er með gríðarlega mikla breidd og Sölvi hefur úr mörgum sterkum leikmönnum að velja. Samt er jafnvægið í hópnum eilítið sérstakt. grafík/bjarki Enginn eiginlegur vinstri bakvörður er í hópnum og fáir kantmenn. Það kæmi þó ekkert á óvart ef Víkingur myndi sækja mann í staðinn fyrir Ara. Þá er Pablo Punyed að snúa aftur eftir meiðsli en Víkingar söknuðu hans sárt í úrslitaleikjunum tveimur sem töpuðust í fyrra. Víkingur hefur verið í fremstu röð á Íslandi undanfarin ár og það mun ekkert breytast í sumar. Þetta lið verður, ef allt er eðlilegt, í baráttu um báða titlana og ætlar sér eflaust að gera sig aftur gildandi í Sambandsdeildinni. Víkingsliðið er ógnarsterkt; með frábæran markvörð, sterka vörn, mikla reynslu, skapandi leikmann og ótal sóknarkosti. Gylfi Þór Sigurðsson í Víkingstreyjunni.vísir/vilhelm Stærsta breytan er hvernig Sölvi fyllir skarð Arnars á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari. Hann setti leikina gegn Panathinaikos vel upp og þykir sérlega fær í að skipuleggja föst leikatriði. Það reynir enn meira á Sölva í sumar enda enginn hægðarleikur að taka við af jafn stórum karakter og góðum þjálfara og Arnari. Undirbúningstímabilið var snarpt í Víkinni og liðið dró sig úr Lengjubikarnum eftir aðeins einn leik. En stutt undirbúningstímabil þarf ekki að vera slæmt eins og sást hjá Breiðabliki í fyrra. Víkingar eru góðir, verða góðir og ætla sér ekkert minna en að ná hámarksárangri.
Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 3. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2025 10:00
Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2025 10:01
Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2025 10:00
Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2025 10:02
Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 31. mars 2025 10:03
Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2025 10:00
Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2025 10:01
Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 26. mars 2025 10:03
Besta-spáin 2025: Í túninu heima Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 25. mars 2025 10:00
Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2025 10:00