SR fer fram á ógildingu dómsins Sindri Sverrisson skrifar 26. mars 2025 13:46 SR og SA mættust í leik í febrúar sem SR vann 3-0 en SA var svo dæmdur 10-0 sigur, eftir kæru Fjölnis. Kæru sem að SR segir nú hafa beinst gegn röngum lögaðila. Mynd/Hafsteinn Þorsteinsson Skautafélag Reykjavíkur hefur farið fram á það við Dómstól ÍSÍ að ógilda dóminn sem breytti 3-0 sigri liðsins á SA, í Topp-deild karla í íshokkí, í 10-0 tap. Komið hafi í ljós að kæra Fjölnis hafi beinst gegn röngum lögaðila. Það voru Fjölnismenn sem kærðu úrslit leiksins á þeim forsendum að SR hefði verið með ólöglegan leikmann á skýrslu og auk þess þrjá markverði skráða þegar aðeins er leyfilegt að hafa tvo. Þó að Fjölnir hafi ekki átt aðild að leiknum skipta úrslitin sköpum fyrir liðið sem miðað við dóm Dómstóls ÍSÍ fer upp fyrir SR í 2. sæti Topp-deildarinnar og því í úrslitakeppni við SA um Íslandsmeistaratitilinn. SR hefur útskýrt málið og sagt Fjölni „kasta steinum úr glerhúsi“. Markvörðurinn Conor Hugh White hafi fengið leikheimild en hún hafi borist seint og mannleg mistök valdið því að þrír markverðir væru á rafrænni leikskýrslu. Strikað hefði verið yfir þriðja markvörð á útprentuðum liðslista sem fulltrúar beggja liða kvittuðu undir. Þetta hafi áður tíðkast hjá öllum félögum þegar breytingar verði rétt fyrir leiki. Framkvæmdastjóri Íshokkísambands Íslands, Viðar Garðarsson, kvaðst í viðtali við RÚV hafa ákveðið að veita White leikheimild á þeim forsendum að það hefði áður verið gert í sambærilegu máli hjá Fjölni fyrir örfáum árum. Fjölnir fékk þá Styrmi Örn Snorrason frá Esju. Samkvæmt dómi Dómstóls ÍSÍ, sem kveðinn var upp síðasta föstudag, var White hins vegar ólöglegur og því var SR dæmt 10-0 tap. Nú hefur stjórn SR sent frá sér yfirlýsingu til Dómstóls ÍSÍ og farið fram á ógildingu dómsins á þeim forsendum að Fjölnir hafi kært aðalfélag SR. Það sé hattur yfir íshokkí- og listskautadeild SR sem sjái aðeins um samhæfingu á milli deildanna og samskipti við eigendur Skautahallarinnar í Laugardal ásamt öðrum stærri verkefnum. Íshokkídeild SR sé hins vegar með sína sérstöku stjórn og sjálfstæðan fjárhag, fari með æðsta vald í málefnum deildarinnar, og að kæra Fjölnis hefði því átt að beinast gegn henni. Dómurinn sem þruma úr heiðskíru lofti Þá kveðjast stjórnarmenn aðalfélags SR ekki hafa gert sér grein fyrir að verið væri að kæra félagið og dómurinn komið eins og þruma úr heiðskíru lofti, án þess að stjórnin fengi rönd við reist. „Stjórn SR lýsir því hér með yfir að hún á enga aðkomu að framangreindu kærumáli enda er félagið ekki meðlimur í Íshokkísambandi Íslands, hefur ekkert stjórnunarvald yfir deildum félagsins, annað en aðhaldshlutverk og forsvar þess gagnvart opinberum yfirvöldum og eigendum Skautahallarinnar eins og áður hefur verið komið að,“ segir í yfirlýsingu stjórnar aðalfélags SR til Dómstóls ÍSÍ og einnig: „Stjórn SR krefst þess að framangreindur dómur í máli nr. 3/2025 verði ógiltur þegar í stað og málinu vísað aftur til löglegrar málsmeðferðar hjá Dómstóli ÍSÍ. Stjórn SR áskilur sér fullan rétt til þess að gæta hagsmuna félagsins í hvívetna og mótmælir því harðlega að slík málsmeðferð eigi sér stað hjá Dómstóli ÍSÍ án nokkurrar vitundar eða aðkomu stjórnarinnar.“ SR hefur auk þess frest fram til hádegis á laugardag til að áfrýja dómi Dómstóls ÍSÍ og vinnur að því en það veltur væntanlega á svörum varðandi það hvort dómurinn verði ógiltur. ÍHÍ hefur vegna óvissunnar sem nú ríkir frestað upphafi úrslitakeppni karla um viku en áætlað er að hún hefjist 5. apríl. Vísir hafði samband við Emil Borg, formann íshokkídeildar Fjölnis, sem sagði Fjölnismenn ekki ætla að tjá sig um málið. Íshokkí Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sjá meira
Það voru Fjölnismenn sem kærðu úrslit leiksins á þeim forsendum að SR hefði verið með ólöglegan leikmann á skýrslu og auk þess þrjá markverði skráða þegar aðeins er leyfilegt að hafa tvo. Þó að Fjölnir hafi ekki átt aðild að leiknum skipta úrslitin sköpum fyrir liðið sem miðað við dóm Dómstóls ÍSÍ fer upp fyrir SR í 2. sæti Topp-deildarinnar og því í úrslitakeppni við SA um Íslandsmeistaratitilinn. SR hefur útskýrt málið og sagt Fjölni „kasta steinum úr glerhúsi“. Markvörðurinn Conor Hugh White hafi fengið leikheimild en hún hafi borist seint og mannleg mistök valdið því að þrír markverðir væru á rafrænni leikskýrslu. Strikað hefði verið yfir þriðja markvörð á útprentuðum liðslista sem fulltrúar beggja liða kvittuðu undir. Þetta hafi áður tíðkast hjá öllum félögum þegar breytingar verði rétt fyrir leiki. Framkvæmdastjóri Íshokkísambands Íslands, Viðar Garðarsson, kvaðst í viðtali við RÚV hafa ákveðið að veita White leikheimild á þeim forsendum að það hefði áður verið gert í sambærilegu máli hjá Fjölni fyrir örfáum árum. Fjölnir fékk þá Styrmi Örn Snorrason frá Esju. Samkvæmt dómi Dómstóls ÍSÍ, sem kveðinn var upp síðasta föstudag, var White hins vegar ólöglegur og því var SR dæmt 10-0 tap. Nú hefur stjórn SR sent frá sér yfirlýsingu til Dómstóls ÍSÍ og farið fram á ógildingu dómsins á þeim forsendum að Fjölnir hafi kært aðalfélag SR. Það sé hattur yfir íshokkí- og listskautadeild SR sem sjái aðeins um samhæfingu á milli deildanna og samskipti við eigendur Skautahallarinnar í Laugardal ásamt öðrum stærri verkefnum. Íshokkídeild SR sé hins vegar með sína sérstöku stjórn og sjálfstæðan fjárhag, fari með æðsta vald í málefnum deildarinnar, og að kæra Fjölnis hefði því átt að beinast gegn henni. Dómurinn sem þruma úr heiðskíru lofti Þá kveðjast stjórnarmenn aðalfélags SR ekki hafa gert sér grein fyrir að verið væri að kæra félagið og dómurinn komið eins og þruma úr heiðskíru lofti, án þess að stjórnin fengi rönd við reist. „Stjórn SR lýsir því hér með yfir að hún á enga aðkomu að framangreindu kærumáli enda er félagið ekki meðlimur í Íshokkísambandi Íslands, hefur ekkert stjórnunarvald yfir deildum félagsins, annað en aðhaldshlutverk og forsvar þess gagnvart opinberum yfirvöldum og eigendum Skautahallarinnar eins og áður hefur verið komið að,“ segir í yfirlýsingu stjórnar aðalfélags SR til Dómstóls ÍSÍ og einnig: „Stjórn SR krefst þess að framangreindur dómur í máli nr. 3/2025 verði ógiltur þegar í stað og málinu vísað aftur til löglegrar málsmeðferðar hjá Dómstóli ÍSÍ. Stjórn SR áskilur sér fullan rétt til þess að gæta hagsmuna félagsins í hvívetna og mótmælir því harðlega að slík málsmeðferð eigi sér stað hjá Dómstóli ÍSÍ án nokkurrar vitundar eða aðkomu stjórnarinnar.“ SR hefur auk þess frest fram til hádegis á laugardag til að áfrýja dómi Dómstóls ÍSÍ og vinnur að því en það veltur væntanlega á svörum varðandi það hvort dómurinn verði ógiltur. ÍHÍ hefur vegna óvissunnar sem nú ríkir frestað upphafi úrslitakeppni karla um viku en áætlað er að hún hefjist 5. apríl. Vísir hafði samband við Emil Borg, formann íshokkídeildar Fjölnis, sem sagði Fjölnismenn ekki ætla að tjá sig um málið.
Íshokkí Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sjá meira