Lífið

Vorboðar láta sjá sig

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Fyrsti kiðlingurinn mætti í heiminn í morgun. Nokkrum tímum síðar fylgdi annar.
Fyrsti kiðlingurinn mætti í heiminn í morgun. Nokkrum tímum síðar fylgdi annar. Vísir/aðsend

Vorið er mætt í Húsdýragarðinn og fyrsti kiðlingur ársins leit þar dagsins ljós í morgun þegar huðnan Kolbrá bar myndarlegum hafri. 

Annar vorboði mætti svo stuttu síðar þegar huðnan Síða bar litla huðnu. Kiðlingarnir tveir eru systkini þar sem faðir þeirra beggja er hafurinn Emil. Starfsfólk garðsins segist himinlifandi með nýja íbúa og geta áhugasamir heimsótt þá í geitahúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.