Lífið

Vann Eddu og aug­lýsti eftir kærasta

Samúel Karl Ólason skrifar
Ásta Hafþórsdóttir, leikgervahönnuður.
Ásta Hafþórsdóttir, leikgervahönnuður.

Ásta Hafþórsdóttir, leikgervahönnuður, nýtti sér gullið tækifæri þegar hún vann til verðlauna á Edduverðlaununum í kvöld til að auglýsa eftir kærasta. Ásta vann í flokknum gervi ársins, fyrir vinnu sína við framleiðslu Snertingar.

Þegar hún steig í pontu sagðist hún hafa verið búin að ákveða að ef hún skyldi vinna, myndi hún slá tvær flugur í einu höggi. Fyrst byrjaði hún á því þó að þakka fyrir sig, þakka samstarfsmönnum sínum og ræða vinnuna við Snertingu.

„Hin flugan, sem ég nefndi í upphafi, er leitin að kærastanum. Hún stendur enn yfir, látið það endilega berast. Takk fyrir mig,“ sagði Ásta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.