„Velkomin í heiminn ástin mín,“ skrifaði Unnur við myndina þar sem má sjá glitta í litlu dömuna.
Fyrir eiga þau eina dóttur, Emmu Sólrúnu sem er þriggja ára.
Parið byrjaði saman í byrjun árs 2019 og trúlofuðu sig þann 6. júlí 2021, á afmælisdegi Unnar. Fjölskyldan flutti nýverið til Íslands eftir að hafa búið í Bandaríkjunum um árabil.
„Ég datt bara í feitasta lukkupott í heimi og ég elska tilvonandi eiginmann minn (!!) svo heitt að ég gæti sprungið,“ skrifaði Unnur í færslu um bónorðið.
Unnur hefur getið sér gott orð sem leikkona en starfar í dag sem verkefnastjóri og hugmynda- og textasmiður hjá Maurum auglýsingastofu. Unnur er með marga hatta og hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum á sviði lista, hérlendis og í Bandaríkjunum. Hún var kosningastjóri VG í Reykjavík í síðustu Alþingiskosningum og samskiptastjóri framboðs Katrínar Jakobsdóttur til forseta Íslands í fyrra.