Þórsarar þurftu á sigri að halda gegn HK-ingum í dag til að tryggja sér efsta sætið í Grill 66 deildinni. Það gerður þeir með glæsibrag og af miklu öryggi. Oddur Grétarsson fór mestan í markaskorun og setti tíu skot í net gestanna.
Selfoss var að vonast eftir tapi Þórs til að enda efst, það gekk ekki. Selfyssingar duttu niður í annað sætið og munu mæta Víkingi í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í efstu deild.
Hinum megin í undanúrslitum mætast Grótta, sem endaði næstneðst í Olís deildinni, og Hörður, sem endaði í fimmta sæti Grill 66 deildarinnar eftir tap í dag en tekur umspilssæti Vals 2, sem endaði í fjórða sæti en má ekki fara í umspilið.
Fyrstu leikir í umspilinu verða næsta föstudag, fjórða apríl. Tvo sigra þarf til að vinna undanúrslitaeinvígin. Þrjá sigra þarf svo til að vinna úrslitaeinvígið og tryggja sæti í úrvalsdeild.