Lífið

Þor­steinn og Hulda selja í Hlíðunum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Þorsteinn og Hulda hafa sett íbúð sína við Drápuhlíð í Reykjavík á sölu.
Þorsteinn og Hulda hafa sett íbúð sína við Drápuhlíð í Reykjavík á sölu.

Hjónin, Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur og Hulda Jóns Tölgyes sálfræðingur, hafa sett glæsilega og mikið endurnýjaða íbúð við Drápuhlíð í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 98 milljónir.

Um er að ræða 106 fermetra eign með sérinngangi í húsi sem var byggt árið 1949 á eftirsóttum stað í Hlíðunum. 

Íbúðin er rúmgóð og vel skipulögð, þar sem eldhús og stofa renna saman í eitt í opnu og björtu rými með góðum gluggum. Á gólfum er nýlegt harðparket.

Franskar hurðir aðskilja eldhús og stofu og gefa heildarmyndinni sjarmerandi ásýnd. Úr stofunni er útgengt á stórar suðursvalir með tröppum sem leiða niður í skjólsælan garð. 

Í eldhúsinu er nýleg L-laga innrétting með góðu skápaplássi og vinnuaðstöðu. 

Samtals eru þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi, sem var endunýjað árið 2022.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.

Stofan er björt með góðum gluggum.
Eldhúsið var endurnýjað árið 2022.
Franskar hurðir skilja stofu og eldhús að.
Hjónaherbergið er rúmgott og bjart með góðum skápum.
Baðherbergið var endurnýjað árið 2022.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.