Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Stefán Árni Pálsson skrifar 4. apríl 2025 10:30 Fólkið á bakvið páskaeggin á Íslandi. Páskarnir nálgast óðfluga en hvað eru páskarnir án páskaeggja? Hörð og ljúffeng súkkulaðiskelin sem geymir ýmislegt góðgæti og hinn ævinlega mikilvæga málshátt er órjúfanlegur partur af páskunum en hvaðan koma eggin sem við dýrkum og dáum, hvað borðum við mikið af þeim og hvaða egg eru vinsælust? Ísland í dag fór á stúfana og kannaði málið. Það má segja að það sé örlítið á reiki hvenær sala á páskaeggjum, eins og við þekkjum þau í dag, hófst en talið er að Björnsbakarí hafi riðið á vaðið í kringum árið 1920 með páskaegg úr marsipan og súkkulaði. Eggin slógu í gegn og kemur það bersýnilega í ljós í auglýsingum á árunum 1920 til 30 að færri hafi komist að en vildu. Í dag eru þrír risar á páskaeggjamarkaði, Nói Siríus, Góa og Freyja. Hjá Nóa Siríus eru framleidd á bilinu 700 til 800 þúsund páskaegg fyrir þessa páska, hjá Freyju er talan í kringum 400 þúsund og hjá Góu 200 þúsund stykki. Þannig að tæplega ein og hálf milljón páskaeggja eru framleidd ofan í landann bara hjá þessum þremur, stærstu páskaeggjarisum. Þetta kemur í ljós í Íslandi í dag en enn fremur hve undarlegar beiðnir hafa komið í gegnum tíðina frá fólki sem vildi bæta einhverju inn í eggin - allt frá trúlofunarhringum til hjálpartæki ástarlífsins! En náði hjálpartækið alla leið inn í eggið? „No comment,“ segir Anna Fríða hjá Nóa Siríus. Atli hjá Góu lumar líka á sögu um mann sem vildi gleðja öll tíu barnabörnin með peningagjöf sem var handsett inn í jafnmörg páskaegg. Þetta og ýmislegt fleira um páskaegg í þættinum hér fyrir neðan. Ísland í dag Páskar Sælgæti Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Hörð og ljúffeng súkkulaðiskelin sem geymir ýmislegt góðgæti og hinn ævinlega mikilvæga málshátt er órjúfanlegur partur af páskunum en hvaðan koma eggin sem við dýrkum og dáum, hvað borðum við mikið af þeim og hvaða egg eru vinsælust? Ísland í dag fór á stúfana og kannaði málið. Það má segja að það sé örlítið á reiki hvenær sala á páskaeggjum, eins og við þekkjum þau í dag, hófst en talið er að Björnsbakarí hafi riðið á vaðið í kringum árið 1920 með páskaegg úr marsipan og súkkulaði. Eggin slógu í gegn og kemur það bersýnilega í ljós í auglýsingum á árunum 1920 til 30 að færri hafi komist að en vildu. Í dag eru þrír risar á páskaeggjamarkaði, Nói Siríus, Góa og Freyja. Hjá Nóa Siríus eru framleidd á bilinu 700 til 800 þúsund páskaegg fyrir þessa páska, hjá Freyju er talan í kringum 400 þúsund og hjá Góu 200 þúsund stykki. Þannig að tæplega ein og hálf milljón páskaeggja eru framleidd ofan í landann bara hjá þessum þremur, stærstu páskaeggjarisum. Þetta kemur í ljós í Íslandi í dag en enn fremur hve undarlegar beiðnir hafa komið í gegnum tíðina frá fólki sem vildi bæta einhverju inn í eggin - allt frá trúlofunarhringum til hjálpartæki ástarlífsins! En náði hjálpartækið alla leið inn í eggið? „No comment,“ segir Anna Fríða hjá Nóa Siríus. Atli hjá Góu lumar líka á sögu um mann sem vildi gleðja öll tíu barnabörnin með peningagjöf sem var handsett inn í jafnmörg páskaegg. Þetta og ýmislegt fleira um páskaegg í þættinum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Páskar Sælgæti Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp