„Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Kári Mímisson skrifar 13. apríl 2025 22:45 Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. Vísir/Viktor Freyr Það var glatt yfir Rúnari Kristinssyni, þjálfara Fram, þegar hann mætti í viðtal eftir stórkostlegan 4-2 sigur Fram gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks nú í kvöld. „Þetta var frábær frammistaða hjá okkur allar 90 mínúturnar í dag. Fyrri hálfleikurinn var fínn hjá okkur en þeir skoruðu mörkin á meðan mér fannst okkur ekki takast að koma boltanum inn í teiginn heldur spiluðum við full mikið fyrir utan hann í staðinn. Varnarlega vorum við flottur og mér fannst við leysa stöðurnar ofboðslega vel á köflum. Ég var því einfaldlega fúll að fara inn í hálfleikinn 2-0 undir. Við höfðum samt trú á verkefninu og að við gætum farið með aðeins meiri krafti upp í pressuna í seinni hálfleik heldur en við gerðum í þeim fyrri og með því gætum við strítt þeim aðeins. Það kom svo sannarlega í ljós þegar okkur tókst að dæla boltanum oftar inn í vítateiginn og skapa í leiðinni meiri hættu fyrir framan markið þeirra.“ Hversu mikið gefur það ykkur að vinna Íslandsmeistarana og það eftir að hafa verið undir í hálfleik? „Þetta gefur okkur, liðinu og leikmönnum, svo mikla trú á það sem við erum að gera. Við höfum átt ágætis vetur og verið flottir undanfarnar vikur. Við töpum svo fyrir Skaganum í mjög jöfnum leik sem ræðst á einu marki úr aukaspyrnu. Svo fáum við Íslandsmeistarana í heimsókn og tap hér í kvöld hefði þýtt að við værum með núll stig eftir tvo leiki og þá fara menn aðeins að missa trú. Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni. Við erum í verkefni hér í Fram að búa til betra og stöðugra lið hér í deildinni og reyna að koma okkur ofar í töflunni heldur en við höfum verið að gera undanfarin ár. Þessi sigur er bara liður í því og ég er ánægður með frammistöðuna en við þurfum að halda áfram.“ Mikið hefur verið rætt og ritað fyrir mót hvar mörk Fram eigi að koma en miða við þennan 10. mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem liðið skorar fjögur mörk þurfa stuðningsmenn liðsins ekki að örvænta. Rúnar segist skilja þessar gagnrýnisraddir en bendir einnig á að í gegnum tíðina hafi honum gegnið ágætlega að dreifa mörkum innan sinna liða. „Ég skil alveg þessar gagnrýnisraddir. Gummi skoraði bara sex mörk í fyrra og hann er okkar framherji. Þannig að maður skilur alveg þá spurningu en mín lið í gegnum tíðina hafa yfirleitt ekki verið með neitt rosalega mikla markaskorara heldur hafa þau dreifst á marga. Maður vill geta fengið mörk úr mörgum áttum og þau komu svo sannarlega úr mörgum áttum í dag. Frábært að fá Guðmund inn á og að hann skori tvö mörk. Það gefur honum trú, sjálfstraust og kraftinn til að vera á réttum stað í teignum.“ Spurður út í framhaldið heldur Rúnar áfram að ræða þetta verkefni sem hann er í hjá Fram. Hann segir að liðið geti unnið og tapað gegnum öllum liðunum í deildinni og það séu bara erfiðir leikir framundan. „Þetta eru allt erfiðir leikir sem við erum að fara í. Það skiptir engu við hverja við erum að spila. Töpuðum fyrir Skaganum í síðustu viku og vinnum Íslandsmeistarana í dag. Við getum unnið á móti öllum og getum líka tapað fyrir öllum. Við þurfum bara að halda áfram, hafa trú á þetta verkefni sem að við erum að vinna að hér, bæta okkar leik bæði sóknar og varnarlega og byggja ofan á þennan góða sigur.“ Besta deild karla Fram Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Sjá meira
„Þetta var frábær frammistaða hjá okkur allar 90 mínúturnar í dag. Fyrri hálfleikurinn var fínn hjá okkur en þeir skoruðu mörkin á meðan mér fannst okkur ekki takast að koma boltanum inn í teiginn heldur spiluðum við full mikið fyrir utan hann í staðinn. Varnarlega vorum við flottur og mér fannst við leysa stöðurnar ofboðslega vel á köflum. Ég var því einfaldlega fúll að fara inn í hálfleikinn 2-0 undir. Við höfðum samt trú á verkefninu og að við gætum farið með aðeins meiri krafti upp í pressuna í seinni hálfleik heldur en við gerðum í þeim fyrri og með því gætum við strítt þeim aðeins. Það kom svo sannarlega í ljós þegar okkur tókst að dæla boltanum oftar inn í vítateiginn og skapa í leiðinni meiri hættu fyrir framan markið þeirra.“ Hversu mikið gefur það ykkur að vinna Íslandsmeistarana og það eftir að hafa verið undir í hálfleik? „Þetta gefur okkur, liðinu og leikmönnum, svo mikla trú á það sem við erum að gera. Við höfum átt ágætis vetur og verið flottir undanfarnar vikur. Við töpum svo fyrir Skaganum í mjög jöfnum leik sem ræðst á einu marki úr aukaspyrnu. Svo fáum við Íslandsmeistarana í heimsókn og tap hér í kvöld hefði þýtt að við værum með núll stig eftir tvo leiki og þá fara menn aðeins að missa trú. Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni. Við erum í verkefni hér í Fram að búa til betra og stöðugra lið hér í deildinni og reyna að koma okkur ofar í töflunni heldur en við höfum verið að gera undanfarin ár. Þessi sigur er bara liður í því og ég er ánægður með frammistöðuna en við þurfum að halda áfram.“ Mikið hefur verið rætt og ritað fyrir mót hvar mörk Fram eigi að koma en miða við þennan 10. mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem liðið skorar fjögur mörk þurfa stuðningsmenn liðsins ekki að örvænta. Rúnar segist skilja þessar gagnrýnisraddir en bendir einnig á að í gegnum tíðina hafi honum gegnið ágætlega að dreifa mörkum innan sinna liða. „Ég skil alveg þessar gagnrýnisraddir. Gummi skoraði bara sex mörk í fyrra og hann er okkar framherji. Þannig að maður skilur alveg þá spurningu en mín lið í gegnum tíðina hafa yfirleitt ekki verið með neitt rosalega mikla markaskorara heldur hafa þau dreifst á marga. Maður vill geta fengið mörk úr mörgum áttum og þau komu svo sannarlega úr mörgum áttum í dag. Frábært að fá Guðmund inn á og að hann skori tvö mörk. Það gefur honum trú, sjálfstraust og kraftinn til að vera á réttum stað í teignum.“ Spurður út í framhaldið heldur Rúnar áfram að ræða þetta verkefni sem hann er í hjá Fram. Hann segir að liðið geti unnið og tapað gegnum öllum liðunum í deildinni og það séu bara erfiðir leikir framundan. „Þetta eru allt erfiðir leikir sem við erum að fara í. Það skiptir engu við hverja við erum að spila. Töpuðum fyrir Skaganum í síðustu viku og vinnum Íslandsmeistarana í dag. Við getum unnið á móti öllum og getum líka tapað fyrir öllum. Við þurfum bara að halda áfram, hafa trú á þetta verkefni sem að við erum að vinna að hér, bæta okkar leik bæði sóknar og varnarlega og byggja ofan á þennan góða sigur.“
Besta deild karla Fram Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Sjá meira