„Þegar fólk er hvatt til þess að borða minna en ungabörn, þá er það megrun“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. janúar 2022 20:00 Erna Kristín heldur út Instagraminu Ernuland þar sem henni hafa borist fjölmörg skilaboð frá fólki sem upplifir janúar sem kvíðavaldandi mánuð vegna megrunaráróðurs. Erna Kristín „Það er rosalega mikil áhersla á að fólk taki sig saman í andlitinu eftir hátíðirnar, eins og maður hafi verið að gera eitthvað af sér með því að hvílast og njóta með fólkinu sem maður elskar. Janúar er mánuðurinn sem óraunhæfar væntingar brotna og margir upplifa sig ekki nóg,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur, rithöfundur og fyrirlesari í samtali við Vísi. Í janúar á ári hverju fer af stað ákveðin megrunarmenning meðal landsmanna, þar sem gert er ráð fyrir því að allir þurfi að losa sig við jólakílóin og þar er árið í ár engin undantekning. „Þetta er líka mánuðurinn þar sem fyrirtæki græða hvað mest á brotinni sjálfsmynd og líkamsímynd fólks og herjar því að okkur með öllum krafti með megrunarlausnum og öðrum loforðum sem eiga að gera okkur að betri og fallegri manneskjum fyrir samfélagið.“ Erna bendir þó á að það sé alltaf gott að hlusta á þarfir líkamans og að það sé eðlilegt að líkaminn kalli á rútínu eftir jólafríið. Hins vegar megi ekki rugla saman megrun og heilbrigðu líferni. „Það sem við höfum í ár er meiri meðvitund um það að megrun er ekki góð fyrir andlega og líkamlega heilsu. En það sem er verst er að þá er orðið megrun sett í nýjan búning og klædd upp sem lífstílsbreyting. Betra væri bara að kalla megrun það sem hún er. En auðvitað snýst þetta um að fegra orðið til að græða meira á fólki.“ Tvær máltíðir á dag, en ekki megrunarkúr Erna, ásamt fleiri einstaklingum á samfélagsmiðlum, hefur gagnrýnt harðlega grein sem birtist nýlega á Smartland. Greinin var skrifuð upp úr hlaðvarpsþætti fegurðardrottningarinnar Lindu Pé þar sem hún ráðleggur hlustendum hvernig missa megi fjögur kíló á einum mánuði. Þar mælir hún með því að hlustendur borði aðeins tvær máltíðir á dag og sleppi öllum millibitum. Linda vill þó ekki kalla þetta megrunarkúr. „Ef þú tileinkar þér þetta þá máttu gera ráð fyrir fráhvarfseinkennum fyrstu dagana og þetta verður erfitt til að byrja með,“ segir meðal annars í greininni. Í kjölfar greinarinnar opnaði Erna umræðu á Instagram-síðu sinni Ernuland, þar sem hún benti á skaðsemi megrunaráróðurs og hvernig honum tækist að smjúga inn í undirmeðvitundina hjá fólki. Ernu barst fjöldi skilaboða frá fólki sem upplifir vanlíðan vegna pressunnar sem fylgir janúarmánuði. Líkamsímynd fólks verri í desember og janúar „Þetta er einstaklega kvíðavaldandi mánuður fyrir marga. Margir misbjóða líkamanum sínum, fara allt of hratt af stað, gefast upp og fara í niðurbrot í stað þess að fara hægt og rólega af stað með virðingu fyrir líkamanum og andlegri líðan. Ég heyri að fólk er með verri líkamsímynd í desember og janúar en aðra mánuði og þá einmitt út af þessari pressu og matarskömm.“ Erna sem hefur verið ötull talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar og heilbrigðs sambands við mat í þónokkur ár, upplifði sjálf að þessi áróður væri að ná til undirmeðvitundar hennar. „Þetta hefur mjög slæmar afleiðingar og er fólk undir það mikilli pressu frá samfélaginu að það er byrjað að vanrækja líkamann og koma honum í annarlegt ástand sem oft er mjög erfitt að snúa við aftur þar sem þetta sést gífurlega á andlegu hliðina,“ segir Erna. „Sjálfshatur, átröskun, neikvætt samband við mat og neikvæð líkamsímynd er það sem sprettur upp með öfgum sem þessum og ég get ekki séð hvernig það er gott fyrir lýðheilsu almennings. En samfélagið matreiðir þetta ofan í fólk hvert ár.“ Hún telur áróðurinn vera sérstaklega skaðlegan fyrir ungar konur sem séu undir mikilli samfélagslegri pressu, sérstaklega á samfélagsmiðlum. „Það eru samt líka karlar sem eru að upplifa það nákvæmlega sama en hafa enn minna rými til að tala um það, sem er mjög slæmt,“ bendir Erna á. Þá finni þeir hópar sem verða fyrir einelti vegna holdafars allt árið um kring, sérstaklega mikið fyrir því í janúar. Erna var viðmælandi í Ísland í dag síðasta vor þar sem hún ræddi meðal annars um fitufordóma á Íslandi. Ekkert jákvætt kemur út frá niðurlægingu og öfgum Erna kallar eftir því að fjölmiðlar og aðrir sem eru í þeirri stöðu að ná til fólks axli ábyrgð þegar kemur að lýðheilsu fólks. „Við ættum að vera löngu búin að átta okkur á því að með niðurlægingu og öfgum gerist ekkert jákvætt þegar kemur að líkamanum og andlegri líðan.“ Ljóst er þó að fjölmargir vilja huga að heilsunni og komast aftur í eðlilega rútínu eftir að hafa notið yfir hátíðirnar. Erna segir það fullkomlega eðlilegt en minnir á að heilsan er ekki mæld í kílóum. Þess í stað skuli horfa á svefn, félagsleg tengsl, orku og andlega líðan. „Mér finnst einmitt mjög gott að fólk hafi í huga að þegar megrun er sett í búning lífsstílsbreytinga og um leið og það er lof um kílómissi, boð og bönn í kringum mat, þar sem fólk er hvatt til þess að borða minna en ungabörn, þá er það megrun.“ Erna segir heilbrigt samband við mat og hreyfingu vera farsæla leið í átt að almennu heilbrigði. Sjálf er hún virk á Instagram-síðu sinni þar sem hún setur inn fræðsluefni og almenna hvatningu sem snýr að jákvæðri líkamsímynd. Hægt er að fylgjast með Ernu á Instagram hér. Heilsa Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. 20. maí 2021 11:31 Jákvæð líkamsímynd með Ernulandi Í kvöld verður streymt hér á Vísi frá námskeiði Ernu Kristínar um líkamsvirðingu. Viðburðurinn fer fram klukkan 20 í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði en beina útsendingu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan eftir að fyrirlesturinn hefst. 14. júní 2021 19:00 „Líkaminn ætti aldrei að vera settur upp sem tískuvara“ „Mitt markmið er alltaf að efla og hjálpa einstaklingum að komast skrefinu nær frelsinu sem það er að elska líkama sinn óháð stærð eða útliti,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir. 10. júní 2021 12:32 Ernuland ófrísk af tvíburum: „Lífið er óútreiknanlegur rússíbani“ Samfélagsmiðlastjarnan, guðfræðingurinn og rithöfundurinn Erna Kristín Stefánsdóttir, betur þekkt undir nafninu Ernuland, á von á tvíburum með eiginmanni sínum, trommuleikaranum Bassa Ólafssyni. Hún segir að um óvæntan en velkominn glaðning sé að ræða. 9. nóvember 2021 12:17 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Í janúar á ári hverju fer af stað ákveðin megrunarmenning meðal landsmanna, þar sem gert er ráð fyrir því að allir þurfi að losa sig við jólakílóin og þar er árið í ár engin undantekning. „Þetta er líka mánuðurinn þar sem fyrirtæki græða hvað mest á brotinni sjálfsmynd og líkamsímynd fólks og herjar því að okkur með öllum krafti með megrunarlausnum og öðrum loforðum sem eiga að gera okkur að betri og fallegri manneskjum fyrir samfélagið.“ Erna bendir þó á að það sé alltaf gott að hlusta á þarfir líkamans og að það sé eðlilegt að líkaminn kalli á rútínu eftir jólafríið. Hins vegar megi ekki rugla saman megrun og heilbrigðu líferni. „Það sem við höfum í ár er meiri meðvitund um það að megrun er ekki góð fyrir andlega og líkamlega heilsu. En það sem er verst er að þá er orðið megrun sett í nýjan búning og klædd upp sem lífstílsbreyting. Betra væri bara að kalla megrun það sem hún er. En auðvitað snýst þetta um að fegra orðið til að græða meira á fólki.“ Tvær máltíðir á dag, en ekki megrunarkúr Erna, ásamt fleiri einstaklingum á samfélagsmiðlum, hefur gagnrýnt harðlega grein sem birtist nýlega á Smartland. Greinin var skrifuð upp úr hlaðvarpsþætti fegurðardrottningarinnar Lindu Pé þar sem hún ráðleggur hlustendum hvernig missa megi fjögur kíló á einum mánuði. Þar mælir hún með því að hlustendur borði aðeins tvær máltíðir á dag og sleppi öllum millibitum. Linda vill þó ekki kalla þetta megrunarkúr. „Ef þú tileinkar þér þetta þá máttu gera ráð fyrir fráhvarfseinkennum fyrstu dagana og þetta verður erfitt til að byrja með,“ segir meðal annars í greininni. Í kjölfar greinarinnar opnaði Erna umræðu á Instagram-síðu sinni Ernuland, þar sem hún benti á skaðsemi megrunaráróðurs og hvernig honum tækist að smjúga inn í undirmeðvitundina hjá fólki. Ernu barst fjöldi skilaboða frá fólki sem upplifir vanlíðan vegna pressunnar sem fylgir janúarmánuði. Líkamsímynd fólks verri í desember og janúar „Þetta er einstaklega kvíðavaldandi mánuður fyrir marga. Margir misbjóða líkamanum sínum, fara allt of hratt af stað, gefast upp og fara í niðurbrot í stað þess að fara hægt og rólega af stað með virðingu fyrir líkamanum og andlegri líðan. Ég heyri að fólk er með verri líkamsímynd í desember og janúar en aðra mánuði og þá einmitt út af þessari pressu og matarskömm.“ Erna sem hefur verið ötull talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar og heilbrigðs sambands við mat í þónokkur ár, upplifði sjálf að þessi áróður væri að ná til undirmeðvitundar hennar. „Þetta hefur mjög slæmar afleiðingar og er fólk undir það mikilli pressu frá samfélaginu að það er byrjað að vanrækja líkamann og koma honum í annarlegt ástand sem oft er mjög erfitt að snúa við aftur þar sem þetta sést gífurlega á andlegu hliðina,“ segir Erna. „Sjálfshatur, átröskun, neikvætt samband við mat og neikvæð líkamsímynd er það sem sprettur upp með öfgum sem þessum og ég get ekki séð hvernig það er gott fyrir lýðheilsu almennings. En samfélagið matreiðir þetta ofan í fólk hvert ár.“ Hún telur áróðurinn vera sérstaklega skaðlegan fyrir ungar konur sem séu undir mikilli samfélagslegri pressu, sérstaklega á samfélagsmiðlum. „Það eru samt líka karlar sem eru að upplifa það nákvæmlega sama en hafa enn minna rými til að tala um það, sem er mjög slæmt,“ bendir Erna á. Þá finni þeir hópar sem verða fyrir einelti vegna holdafars allt árið um kring, sérstaklega mikið fyrir því í janúar. Erna var viðmælandi í Ísland í dag síðasta vor þar sem hún ræddi meðal annars um fitufordóma á Íslandi. Ekkert jákvætt kemur út frá niðurlægingu og öfgum Erna kallar eftir því að fjölmiðlar og aðrir sem eru í þeirri stöðu að ná til fólks axli ábyrgð þegar kemur að lýðheilsu fólks. „Við ættum að vera löngu búin að átta okkur á því að með niðurlægingu og öfgum gerist ekkert jákvætt þegar kemur að líkamanum og andlegri líðan.“ Ljóst er þó að fjölmargir vilja huga að heilsunni og komast aftur í eðlilega rútínu eftir að hafa notið yfir hátíðirnar. Erna segir það fullkomlega eðlilegt en minnir á að heilsan er ekki mæld í kílóum. Þess í stað skuli horfa á svefn, félagsleg tengsl, orku og andlega líðan. „Mér finnst einmitt mjög gott að fólk hafi í huga að þegar megrun er sett í búning lífsstílsbreytinga og um leið og það er lof um kílómissi, boð og bönn í kringum mat, þar sem fólk er hvatt til þess að borða minna en ungabörn, þá er það megrun.“ Erna segir heilbrigt samband við mat og hreyfingu vera farsæla leið í átt að almennu heilbrigði. Sjálf er hún virk á Instagram-síðu sinni þar sem hún setur inn fræðsluefni og almenna hvatningu sem snýr að jákvæðri líkamsímynd. Hægt er að fylgjast með Ernu á Instagram hér.
Heilsa Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. 20. maí 2021 11:31 Jákvæð líkamsímynd með Ernulandi Í kvöld verður streymt hér á Vísi frá námskeiði Ernu Kristínar um líkamsvirðingu. Viðburðurinn fer fram klukkan 20 í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði en beina útsendingu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan eftir að fyrirlesturinn hefst. 14. júní 2021 19:00 „Líkaminn ætti aldrei að vera settur upp sem tískuvara“ „Mitt markmið er alltaf að efla og hjálpa einstaklingum að komast skrefinu nær frelsinu sem það er að elska líkama sinn óháð stærð eða útliti,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir. 10. júní 2021 12:32 Ernuland ófrísk af tvíburum: „Lífið er óútreiknanlegur rússíbani“ Samfélagsmiðlastjarnan, guðfræðingurinn og rithöfundurinn Erna Kristín Stefánsdóttir, betur þekkt undir nafninu Ernuland, á von á tvíburum með eiginmanni sínum, trommuleikaranum Bassa Ólafssyni. Hún segir að um óvæntan en velkominn glaðning sé að ræða. 9. nóvember 2021 12:17 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
„Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. 20. maí 2021 11:31
Jákvæð líkamsímynd með Ernulandi Í kvöld verður streymt hér á Vísi frá námskeiði Ernu Kristínar um líkamsvirðingu. Viðburðurinn fer fram klukkan 20 í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði en beina útsendingu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan eftir að fyrirlesturinn hefst. 14. júní 2021 19:00
„Líkaminn ætti aldrei að vera settur upp sem tískuvara“ „Mitt markmið er alltaf að efla og hjálpa einstaklingum að komast skrefinu nær frelsinu sem það er að elska líkama sinn óháð stærð eða útliti,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir. 10. júní 2021 12:32
Ernuland ófrísk af tvíburum: „Lífið er óútreiknanlegur rússíbani“ Samfélagsmiðlastjarnan, guðfræðingurinn og rithöfundurinn Erna Kristín Stefánsdóttir, betur þekkt undir nafninu Ernuland, á von á tvíburum með eiginmanni sínum, trommuleikaranum Bassa Ólafssyni. Hún segir að um óvæntan en velkominn glaðning sé að ræða. 9. nóvember 2021 12:17