Íslendingar taki Norðmenn til fyrirmyndar hvað varðar 17. júní Bjarki Sigurðsson skrifar 17. júní 2023 20:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir 17. júní vera einn besta dag ársins. Vísir/Dúi Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Hjá Reykvíkingum hófst dagurinn á hátíðarathöfn á Austurvelli þar sem forseti Íslands lagði blómsveig á minnisvarða Jóns Sigurðssonar og flutti forsætisráðherra hátíðarræðu. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir Íslendinga geta tekið Norðmenn til fyrirmyndar þegar kemur að þjóðhátíðardeginum. „Þrátt fyrir margra ára þjálfun í bjartsýni verður ekki litið fram hjá því að aldrei hafa jafn fáar sólskinsstundir mælst í maímánuði í Reykjavík og nú í ár. En mælingar vísindanna muni í engu hreyfa þeirri von að síðsumarið verði gjöfulla. Og ef það gengur ekki, þá verður haustið alveg örugglega gott,“ sagði Katrín. Veðrið ekki fyrir aumingja Fjallkonan flutti síðan ávarp en í ár var það leikkonan Arndís Hrönn Egilsdóttir sem fór með hlutverk hennar. Fjallaði ávarpið um landnámsmenn sem komu hingað til lands fyrstir manna og var það í spaugilegri kantinum. „Flóki minntist á kuldann. Herjólfur tók undir með honum en sagði þó að til að gæta sanngirni þyrfti að minnast á þessa yndislegu helgi í júlí. Þegar þeir böðuðu sig í ánni, lögðust í mosann og leyfðu sólinni að þurrka sig. Þórólfur sagði veðrið vera frábært en það hentaði vissulega ekki aumingjum,“ sagði Arndís meðal annars. Klippa: Þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur Taka Norðmenn til fyrirmyndar Fjöldi ráðherra og þingmanna var saman kominn við athöfnina, þar á meðal háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hún var klædd í sitt fínasta púss og segir 17. júní vera einn besta dag ársins. „Ég meina, það er hátíðisdagur og ég var að taka þátt í hátíðarhöldunum á Austurvelli. Ég er svo heppin að eiga þennan búning frá ömmu minni heitinni og nöfnu minni, Áslaugu Sigurbjörnsdóttur. Ef það er ekki í dag sem er tilefni til að klæða sig í hann þá veit ég eiginlega ekki hvenær,“ segir Áslaug. „Við megum alveg taka aðrar þjóðir, eins og Norðmenn, kannski til fyrirmyndar með þennan dag og gera aðeins meira úr honum. Halda hann hátíðlegan og vera stolt af okkur því við höfum svo margt að vera stolt af.“ Endurgera löngu horfna búninga Í Hafnarfirði var fyrirtækið Annríki sem sérhæfir sig í íslenskum þjóðbúningum með sýningu í Hafnarborg. Fyrirtækið er rekið af hjónunum Ásmundi Kristjánssyni og Guðrúnu Hildi Rosenkjær sem hafa í áratugi rannsakað söguna á bak við þjóðbúninga okkar Íslendinga. Voru þau með fjölda búninga til sýnis sem þau hafa ýmist sjálf saumað eða eru frá 18. og 19. öld. „Við erum að bjóða upp á þjóðbúninganámskeið og þar eru nemendur að sauma búninga af öllum gerðum. Maður er ekki að leggja á sig margra mánaða og ára vinnu nema að ætla að skarta því einhvern tímann. Og ef ekki á 17. júní þá veit ég ekki hvenær, þetta er uppáhaldsdagur okkar þjóðbúningafólksins,“ segir Guðrún Hildur. Frá sýningu Annríkis í dag. Ásmundur er annar frá hægri og Guðrún Hildur þriðja frá hægri.Vísir/Dúi Hún er menntaður sagnfræðingur og hefur hún þurft að kafa djúpt til að finna heimildir um ýmsa af þeim búningum sem hún hefur endurgert. „Svo höfum við verið að endurgera búninga sem eru ekki til. Þá erum við að endurgera eftir gömlum fataplöggum og eins höfum við verið að endurgera eftir fjölbreyttum heimildum eins og skrifuðum textum, ferðalýsingum erlendra ferðamanna, teikningum. Við erum að vinna með 18. öldina og til okkar tíma. Raunverulega erum við að grúska og reyna að komast aftar og aftar,“ segir Guðrún Hildur. 17. júní Reykjavík Hafnarfjörður Tíska og hönnun Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
„Þrátt fyrir margra ára þjálfun í bjartsýni verður ekki litið fram hjá því að aldrei hafa jafn fáar sólskinsstundir mælst í maímánuði í Reykjavík og nú í ár. En mælingar vísindanna muni í engu hreyfa þeirri von að síðsumarið verði gjöfulla. Og ef það gengur ekki, þá verður haustið alveg örugglega gott,“ sagði Katrín. Veðrið ekki fyrir aumingja Fjallkonan flutti síðan ávarp en í ár var það leikkonan Arndís Hrönn Egilsdóttir sem fór með hlutverk hennar. Fjallaði ávarpið um landnámsmenn sem komu hingað til lands fyrstir manna og var það í spaugilegri kantinum. „Flóki minntist á kuldann. Herjólfur tók undir með honum en sagði þó að til að gæta sanngirni þyrfti að minnast á þessa yndislegu helgi í júlí. Þegar þeir böðuðu sig í ánni, lögðust í mosann og leyfðu sólinni að þurrka sig. Þórólfur sagði veðrið vera frábært en það hentaði vissulega ekki aumingjum,“ sagði Arndís meðal annars. Klippa: Þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur Taka Norðmenn til fyrirmyndar Fjöldi ráðherra og þingmanna var saman kominn við athöfnina, þar á meðal háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hún var klædd í sitt fínasta púss og segir 17. júní vera einn besta dag ársins. „Ég meina, það er hátíðisdagur og ég var að taka þátt í hátíðarhöldunum á Austurvelli. Ég er svo heppin að eiga þennan búning frá ömmu minni heitinni og nöfnu minni, Áslaugu Sigurbjörnsdóttur. Ef það er ekki í dag sem er tilefni til að klæða sig í hann þá veit ég eiginlega ekki hvenær,“ segir Áslaug. „Við megum alveg taka aðrar þjóðir, eins og Norðmenn, kannski til fyrirmyndar með þennan dag og gera aðeins meira úr honum. Halda hann hátíðlegan og vera stolt af okkur því við höfum svo margt að vera stolt af.“ Endurgera löngu horfna búninga Í Hafnarfirði var fyrirtækið Annríki sem sérhæfir sig í íslenskum þjóðbúningum með sýningu í Hafnarborg. Fyrirtækið er rekið af hjónunum Ásmundi Kristjánssyni og Guðrúnu Hildi Rosenkjær sem hafa í áratugi rannsakað söguna á bak við þjóðbúninga okkar Íslendinga. Voru þau með fjölda búninga til sýnis sem þau hafa ýmist sjálf saumað eða eru frá 18. og 19. öld. „Við erum að bjóða upp á þjóðbúninganámskeið og þar eru nemendur að sauma búninga af öllum gerðum. Maður er ekki að leggja á sig margra mánaða og ára vinnu nema að ætla að skarta því einhvern tímann. Og ef ekki á 17. júní þá veit ég ekki hvenær, þetta er uppáhaldsdagur okkar þjóðbúningafólksins,“ segir Guðrún Hildur. Frá sýningu Annríkis í dag. Ásmundur er annar frá hægri og Guðrún Hildur þriðja frá hægri.Vísir/Dúi Hún er menntaður sagnfræðingur og hefur hún þurft að kafa djúpt til að finna heimildir um ýmsa af þeim búningum sem hún hefur endurgert. „Svo höfum við verið að endurgera búninga sem eru ekki til. Þá erum við að endurgera eftir gömlum fataplöggum og eins höfum við verið að endurgera eftir fjölbreyttum heimildum eins og skrifuðum textum, ferðalýsingum erlendra ferðamanna, teikningum. Við erum að vinna með 18. öldina og til okkar tíma. Raunverulega erum við að grúska og reyna að komast aftar og aftar,“ segir Guðrún Hildur.
17. júní Reykjavík Hafnarfjörður Tíska og hönnun Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira