Íslendingar taki Norðmenn til fyrirmyndar hvað varðar 17. júní Bjarki Sigurðsson skrifar 17. júní 2023 20:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir 17. júní vera einn besta dag ársins. Vísir/Dúi Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Hjá Reykvíkingum hófst dagurinn á hátíðarathöfn á Austurvelli þar sem forseti Íslands lagði blómsveig á minnisvarða Jóns Sigurðssonar og flutti forsætisráðherra hátíðarræðu. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir Íslendinga geta tekið Norðmenn til fyrirmyndar þegar kemur að þjóðhátíðardeginum. „Þrátt fyrir margra ára þjálfun í bjartsýni verður ekki litið fram hjá því að aldrei hafa jafn fáar sólskinsstundir mælst í maímánuði í Reykjavík og nú í ár. En mælingar vísindanna muni í engu hreyfa þeirri von að síðsumarið verði gjöfulla. Og ef það gengur ekki, þá verður haustið alveg örugglega gott,“ sagði Katrín. Veðrið ekki fyrir aumingja Fjallkonan flutti síðan ávarp en í ár var það leikkonan Arndís Hrönn Egilsdóttir sem fór með hlutverk hennar. Fjallaði ávarpið um landnámsmenn sem komu hingað til lands fyrstir manna og var það í spaugilegri kantinum. „Flóki minntist á kuldann. Herjólfur tók undir með honum en sagði þó að til að gæta sanngirni þyrfti að minnast á þessa yndislegu helgi í júlí. Þegar þeir böðuðu sig í ánni, lögðust í mosann og leyfðu sólinni að þurrka sig. Þórólfur sagði veðrið vera frábært en það hentaði vissulega ekki aumingjum,“ sagði Arndís meðal annars. Klippa: Þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur Taka Norðmenn til fyrirmyndar Fjöldi ráðherra og þingmanna var saman kominn við athöfnina, þar á meðal háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hún var klædd í sitt fínasta púss og segir 17. júní vera einn besta dag ársins. „Ég meina, það er hátíðisdagur og ég var að taka þátt í hátíðarhöldunum á Austurvelli. Ég er svo heppin að eiga þennan búning frá ömmu minni heitinni og nöfnu minni, Áslaugu Sigurbjörnsdóttur. Ef það er ekki í dag sem er tilefni til að klæða sig í hann þá veit ég eiginlega ekki hvenær,“ segir Áslaug. „Við megum alveg taka aðrar þjóðir, eins og Norðmenn, kannski til fyrirmyndar með þennan dag og gera aðeins meira úr honum. Halda hann hátíðlegan og vera stolt af okkur því við höfum svo margt að vera stolt af.“ Endurgera löngu horfna búninga Í Hafnarfirði var fyrirtækið Annríki sem sérhæfir sig í íslenskum þjóðbúningum með sýningu í Hafnarborg. Fyrirtækið er rekið af hjónunum Ásmundi Kristjánssyni og Guðrúnu Hildi Rosenkjær sem hafa í áratugi rannsakað söguna á bak við þjóðbúninga okkar Íslendinga. Voru þau með fjölda búninga til sýnis sem þau hafa ýmist sjálf saumað eða eru frá 18. og 19. öld. „Við erum að bjóða upp á þjóðbúninganámskeið og þar eru nemendur að sauma búninga af öllum gerðum. Maður er ekki að leggja á sig margra mánaða og ára vinnu nema að ætla að skarta því einhvern tímann. Og ef ekki á 17. júní þá veit ég ekki hvenær, þetta er uppáhaldsdagur okkar þjóðbúningafólksins,“ segir Guðrún Hildur. Frá sýningu Annríkis í dag. Ásmundur er annar frá hægri og Guðrún Hildur þriðja frá hægri.Vísir/Dúi Hún er menntaður sagnfræðingur og hefur hún þurft að kafa djúpt til að finna heimildir um ýmsa af þeim búningum sem hún hefur endurgert. „Svo höfum við verið að endurgera búninga sem eru ekki til. Þá erum við að endurgera eftir gömlum fataplöggum og eins höfum við verið að endurgera eftir fjölbreyttum heimildum eins og skrifuðum textum, ferðalýsingum erlendra ferðamanna, teikningum. Við erum að vinna með 18. öldina og til okkar tíma. Raunverulega erum við að grúska og reyna að komast aftar og aftar,“ segir Guðrún Hildur. 17. júní Reykjavík Hafnarfjörður Tíska og hönnun Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Þrátt fyrir margra ára þjálfun í bjartsýni verður ekki litið fram hjá því að aldrei hafa jafn fáar sólskinsstundir mælst í maímánuði í Reykjavík og nú í ár. En mælingar vísindanna muni í engu hreyfa þeirri von að síðsumarið verði gjöfulla. Og ef það gengur ekki, þá verður haustið alveg örugglega gott,“ sagði Katrín. Veðrið ekki fyrir aumingja Fjallkonan flutti síðan ávarp en í ár var það leikkonan Arndís Hrönn Egilsdóttir sem fór með hlutverk hennar. Fjallaði ávarpið um landnámsmenn sem komu hingað til lands fyrstir manna og var það í spaugilegri kantinum. „Flóki minntist á kuldann. Herjólfur tók undir með honum en sagði þó að til að gæta sanngirni þyrfti að minnast á þessa yndislegu helgi í júlí. Þegar þeir böðuðu sig í ánni, lögðust í mosann og leyfðu sólinni að þurrka sig. Þórólfur sagði veðrið vera frábært en það hentaði vissulega ekki aumingjum,“ sagði Arndís meðal annars. Klippa: Þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur Taka Norðmenn til fyrirmyndar Fjöldi ráðherra og þingmanna var saman kominn við athöfnina, þar á meðal háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hún var klædd í sitt fínasta púss og segir 17. júní vera einn besta dag ársins. „Ég meina, það er hátíðisdagur og ég var að taka þátt í hátíðarhöldunum á Austurvelli. Ég er svo heppin að eiga þennan búning frá ömmu minni heitinni og nöfnu minni, Áslaugu Sigurbjörnsdóttur. Ef það er ekki í dag sem er tilefni til að klæða sig í hann þá veit ég eiginlega ekki hvenær,“ segir Áslaug. „Við megum alveg taka aðrar þjóðir, eins og Norðmenn, kannski til fyrirmyndar með þennan dag og gera aðeins meira úr honum. Halda hann hátíðlegan og vera stolt af okkur því við höfum svo margt að vera stolt af.“ Endurgera löngu horfna búninga Í Hafnarfirði var fyrirtækið Annríki sem sérhæfir sig í íslenskum þjóðbúningum með sýningu í Hafnarborg. Fyrirtækið er rekið af hjónunum Ásmundi Kristjánssyni og Guðrúnu Hildi Rosenkjær sem hafa í áratugi rannsakað söguna á bak við þjóðbúninga okkar Íslendinga. Voru þau með fjölda búninga til sýnis sem þau hafa ýmist sjálf saumað eða eru frá 18. og 19. öld. „Við erum að bjóða upp á þjóðbúninganámskeið og þar eru nemendur að sauma búninga af öllum gerðum. Maður er ekki að leggja á sig margra mánaða og ára vinnu nema að ætla að skarta því einhvern tímann. Og ef ekki á 17. júní þá veit ég ekki hvenær, þetta er uppáhaldsdagur okkar þjóðbúningafólksins,“ segir Guðrún Hildur. Frá sýningu Annríkis í dag. Ásmundur er annar frá hægri og Guðrún Hildur þriðja frá hægri.Vísir/Dúi Hún er menntaður sagnfræðingur og hefur hún þurft að kafa djúpt til að finna heimildir um ýmsa af þeim búningum sem hún hefur endurgert. „Svo höfum við verið að endurgera búninga sem eru ekki til. Þá erum við að endurgera eftir gömlum fataplöggum og eins höfum við verið að endurgera eftir fjölbreyttum heimildum eins og skrifuðum textum, ferðalýsingum erlendra ferðamanna, teikningum. Við erum að vinna með 18. öldina og til okkar tíma. Raunverulega erum við að grúska og reyna að komast aftar og aftar,“ segir Guðrún Hildur.
17. júní Reykjavík Hafnarfjörður Tíska og hönnun Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp