Lífið

Lilja Pálma bauð stórfjölskyldunni í afmæli á glæsilegasta sveitasetri landsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hópurinn virtist skemmta sér vel.
Hópurinn virtist skemmta sér vel. myndvinnsla/garðar
Athafnakonan Lilja Pálmadóttir varð fimmtug þann 10.desember síðastliðinn og hélt hún upp á afmæli sitt á dögunum í sveitasetrinu Deplum rétt við Hofsós.

Fjölmargir úr fjölskyldunni voru viðstaddir afmælisveisluna og birtir Stella Bieltvedt, dóttir Lilju, fjórar skemmtilegar myndir frá herlegheitunum fyrir norðan. Tók hún meðal annars flotta mynd af þeim systkinum Sigurði Gísla, Ingibjörgu, Lilju og Jóni.

Sigurður Gísli er vel þekktur í viðskiptalífinu hér á landi og var lengi vel kenndur við Hagkaup. Ingibjörg er eigandi 365 miðla og er gift Jóni Ásgeir Jóhannessyni. Jón Pálmason hefur sömuleiðis verið áberandi í íslensku viðskiptalífi í lengri tíma.

Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur, eiginamður Lilju, var að sjálfsögðu á svæðinu ásamt börnum sínum þeim Sóllilju og Baltasar Breka. Með Sóllilju var kærastinn og bardagakappinn Jón Viðar Arnþórsson, lengi kenndur við Mjölni sem nú er kominn á fullt við opnun nýrrar bardaga- og líkamsræktarstöðvar.

Einnig mátti sjá rapparann Gísla Pálma, sem er sonur Sigurðar Gísla, og Sigurð Pálma Sigurbjörnsson, framkvæmdarstjóra Sports Direct á Íslandi, en hann er sonur Ingibjargar Pálmadóttur. Með Sigurði var ljósmyndarinn Silja Magg.

Sveitasetrið Deplar er einn allra fallegasti staður landsins og kostar nóttin þar um 220.000 krónur. Fyrir nokkra daga dvöl, þar sem innifalinn er viss þyrlutími auk fullrar þjónustu á setrinu, greiða gestir vel á aðra milljón króna.

Deplar Farm er í Fljótum í Skagafirði og opnaði formlega árið 2016. Dagskrá viðskiptavina Depla Farm er sérsniðin að þörfum þeirra og þar má finna þjónustu og gæði sem áður voru óþekkt á Íslandi. Mest aðsókn er á vorin þegar fjöllin eru full af snjó. Er þá flogið upp í fjöll í þyrlum og skíðað niður í púðursnjó. Þá sækir laxveiðifólk einnig í þjónustu Depla sem á veiðiréttindi í mikilsmetnum laxveiðiám á svæðinu.

Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Eleven Experience starfrækir hótelið, en fyrirtækið rekur meðal annars lúxus-gististaði í frönsku Ölpunum, Patagóníu í Síle og í Klettafjöllunum í Colorado í Bandaríkjunum. Ítarlega var fjallað um Depla í Viðskiptablaðinu árið 2016 og þar kom fram að tólf svítur væru á setrinu. Þar má einnig finna bíósal, spa og bæði inni- og útisundlaug.

Samkvæmt heimildum Vísis mun Ben Stiller hafa gist í setrinu á sínum tíma auk fleiri stórstjarna. Þá á eignadinn Chad Pike sitt eigið herbergi á Deplum sem hann veitir stundum vinum sínum aðgang að. Herbergið er það glæsilegasta á sveitasetrinu.

Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir frá hópnum sem birtust á Instagram. Neðst í fréttinni má síðan sjá fjölmargar myndir frá Deplum í Skagafirði.

Somewhere in the middle of nowhere #swimmingpigs

A post shared by Sollilja Baltasarsdottir (@solliljabaltasars) on

Happy belated birthday to mamma

A post shared by Stella Bieltvedt (@stellarin) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.