Fleiri fréttir

Fyrrverandi oddviti Samfylkingarinnar segir sig úr flokknum

Guðbrandur Einarsson, fyrrverandi oddviti Samfylkingarinnar og A-listans í Reykjanesbæ hefur sagt sig úr Samfylkingunni. Hann segir skoðanir sínar og flokksforystunnar ekki lengur fara saman og segir því skilið við flokkinn.

Gaddafi: Svikurum engin miskunn sýnd

Mikill fögnuður braust út í Bengazi, höfuðvígi uppreisnarmanna í Líbíu í gærkvöldi, þegar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti flugbann yfir landinu. Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn munu framfylgja flugbanninu en umfangsmiklar hernaðaraðgerðir hefjast um helgina.

Óttast mengun frá olíuleit við Jan Mayen

Umhverfisstofnun Noregs hefur lýst áhyggjum vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Jan Mayen. Stofnunin, sem þar kallast Loftlags- og mengunarstofnunin, óttast helst að viðbúnaður vegna bráðamengunar verði ekki nægilega öflugur.

Samúðarkveðjur til fjölskyldu Magnúsar

Krabbameinsfélag Íslands sendir samúðarkveðjur til vina og ættingja Magnúsar Guðmundssonar sem lést úr krabbameini, þriðjudaginn 15. mars en Magnús greindist með hvítblæði síðastliðið sumar. Magnús tókst ekki einungis á við krabbamein sjálfur heldur veitti öðrum einnig mikla hvatningu með því að taka þátt í fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars, þar sem hann hefur safnað meiri áheitum en nokkur annar keppandi. "Daginn sem hann skráði sig í Mottumars veiktist hann og var lagður inn. Degi síðar var hann kominn á gjörgæsludeild í öndunarvél," segir Ingibjörg Ragnarsdóttir, unnusta Magnúsar. "Ég sagði honum frá því að hann væri komin yfir 300 þúsund og þá brosti hann, kinkaði kolli og var ótrúlega glaður. Hann stefndi á að fara yfir milljón," segir Ingibjörg. Krabbamein er alvarlegur sjúkdómur og Krabbameinsfélag Íslands biður landsmenn um stuðning svo hægt sé að rannsaka betur krabbamein karla og sinna frekari forvörnum, fræðslu og ráðgjöf til karlmanna.

Rottweiler tíkin útötuð í saur: Lögmaður ósáttur

Eigandi Rottweiler-tíkar, sem tekin var af heimili sínu í Hveragerði eftir að hún beit konu í byrjun mánaðarins, er afar ósátt við þann aðbúnað sem tíkin var vistuð við hjá dýraeftirliti Selfoss. Hún hefur ráðið sér lögmann til að leita réttar síns og tíkarinnar.

Samþykktu risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi

Nýtt aðalskipulag, sem gerir ráð fyrir risahöfn í Gunnólfsvík og alþjóðaflugvelli á Langanesi, var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar á Þórshöfn í gærkvöldi. Fimm hreppsnefndarmenn samþykktu nýja aðalskipulagið í heild sinni en tveir greiddu atkvæði á móti, að sögn Gunnólfs Lárussonar sveitarstjóra.

Opið í Hlíðarfjalli í dag

Í dag verður skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opið frá klukkan tíu til sjö í kvöld. Í morgun var sjös stiga frost í fjallinu, vindur mældist sjö metrar á sekúndu og sólin skín.

Mottudagurinn í dag - karlmennskan ræður för

Árvekniátakið Mottumars stendur nú sem hæst og í dag er sjálfur Mottudagurinn. Í tilefni af því hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á daginn með því að leyfa karlmennskunni að skína sem aldrei fyrr. Á Mottudaginn er ráð að skarta öllum mögulegum karlmennskutáknum. "Leyfum karlmennskunni að njóta sín þennan dag og hvetjum vini, vandamenn og samstarfsfélaga að taka þátt í átakinu og ekki væri verra ef vinnan tæki sig saman og efndi til skemmtilegra leikja í tengslum við daginn! " segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Krabbameinsfélagið hvetur konur jafnt sem karla til að taka þátt í átakinu en Mottudagurinn er liður í Mottumars, árvekni- og fjáröflunarmánaðar Krabbameinsfélags Íslands sem er tileinkaður baráttunni gegn krabbameini hjá körlum. Félagið hvetur ennfremur alla karlmenn til að sýna samstöðu og safna yfirvaraskeggi og um leið að safna áheitum á vefsíðunni www.mottumars.is <http://www.mottumars.is>.

Vonir um að kælikerfin í Fukushima verði endurræst í dag

Verkfræðingum við Fukushima kjarnorkuverið hefur tekist að leggja rafmagnskapal að verinu og því ætti að verða mögulegt í dag að endurræsa kælikerfin við hina sködduðu kjarnorkukljúfa sem lekið hafa geislavirkum efnum út í andrúmsloftið undanfarna daga.

Mikil klámnotkun meðal danskra unglinga

Ný könnun í Danmörku leiðir í ljós að þrír af hverjum fjórum dönskum drengjum á menntaskólaaldri horfir á klám reglulega eða minnst tvisar í viku.

Mennirnir á svarta bílnum ekki hættir

Tveir menn á svörtum bíl reyndu að lokka tvo drengi upp í bílinn í Engjahverfi í Grafarvogi á miðvikudag. Staðgengill skólastjóra í Engjaskóla sendi foreldrum nemenda tilkynningu um þetta í gær og bað þá um að vera vel á varðbergi.

Hafnar 500 milljóna boði í brunareitshús

Áætlað er að framkvæmdum við uppbyggingu á Laugavegi 4 og 6 og á brunareitnum svokallaða við Lækjartorg ljúki á næstu vikum. Í apríl verða húsin á Laugavegi tilbúin og byggingarnar á brunareitnum í maí.

Geislun nær varla hingað

Langsótt er að geislun úr kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan hafi áhrif á Íslandsmiðum, að mati Héðins Valdimarssonar, haffræðings hjá Hafrannsóknastofnuninni.

Fimm lögreglubílar eltu ölvaðan og dópaðan ökumann

Lögreglumönnum á fimm lögreglubílum tóks um eitt leitið í nótt að stöðva ölvaðan og dópaðan ökumann í Ártúnsbrekkunni í Reykjavík, eftir að hann hafði ekið háskalega um Háaleiltishverfið.

Ráðuneyti í vanskilum vegna samninga

Innanríkisráðuneytið er eina ráðuneytið sem er í vanskilum við Ríkisendurskoðun, sem kallaði eftir öllum þjónustusamningum ráðuneytanna í desember.

Traust á Jóhönnu fellur úr 64 í 17 prósent

Verulega hefur dregið úr trausti almennings á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra samkvæmt skoðanakönnun MMR.

Belgingur fylgist með hamfarasvæðum

Íslenski veðurspávefurinn Belgingur hefur síðastliðna viku reiknað veðurspár í þéttu neti fyrir átakasvæði í Tripólí, höfuðborg Líbíu, og hamfarasvæðið við Fukushima-kjarnorkuverið í Japan.

Stálu glænýjum heimilistækjum

Bífræfnir þjófar létu greipar sópa í nýju hesthúsi við Fluguskeið í Sörlahverfinu við Kaldárselsveg aðfaranótt miðvikudags. Meðal þess sem þjófarnir höfðu á brott með sér eru glæný og ónotuð heimilistæki.

Fá sólpall og heitan pott í lóðarkaupum

Akraneskaupstaður hyggst taka tilboði hjónanna Haralds Sturlaugssonar útgerðarmanns og Ingibjargar Pálmadóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og kaupa 1.200 fermetra lóðarhluta þeirra á útvistarsvæðinu á Breið. Hjónin ætla að nota andvirðið til þess að reisa sólpall fyrir almenning.

Draumurinn rættist

Langþráður draumur Tryggva Jóns Jónatanssonar, fimmtán ára stráks frá Akureyri, rættist um síðustu helgi. Hann heimsótti Old Trafford, heimavöll uppáhaldsfótboltaliðsins síns, Manchester United. Og ekki nóg með það því United lagði Arsenal að velli og að leik loknum heilsaði markvörður United, Edwin van der Sar, upp á Tryggva.

Ætlar til Gasa á sáttafund

Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, hefur tilkynnt að hann ætli ekki að bjóða sig fram til forseta aftur. Hann býðst jafnframt til að gefa Hamas-samtökunum tækifæri til að vera með í nýrri stjórn.

SH: Skora á þingmenn að samþykkja kjarnorkulaust Íslands

Samtök hernaðarandstæðinga vilja að Alþingi bindi í lög fortakslaust bann við umferð kjarnorkuvopna á Íslandi. Í ályktun sem miðstjórn samtakanna sendi frá sér segir að kjarnorkuváin í Fukushima í Japan minnna á hættuna á slysum eða óhöppum sem geta orðið, þá ekki síst kjarnorkukafbáta.

Styttist í að efnahagsbrotadeildir verði sameinaðar

Gerð frumvarps um sameiningu efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og Sérstaks saksóknara er á lokastigi í innanríkisráðuneytinu, segir Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra. Hún segist ekki geta upplýst um það núna hvenær sameiningin mun taka gildi. Þó hefur verið rætt um mitt næsta ár í þessu samhengi.

Flugher Líbíu gerir árásir á Benghazi

Loftárásir eru hafnar á næst stærstu borg Líbíu, Benghazi, sem er helsta vígi uppreisnarmanna í landinu sem berjast nú við liðsmenn einræðisherrans Gaddafís. Fréttamenn breska ríkisútvarpsins á staðnum hafa greint frá flugvélagný og sprengingum í úthverfum borgarinnar en í henni búa milljón manns.

Enn ekkert vitað hvað olli áverkunum

Enn hafa engar vísbendingar fundist um hvað olli því að kona fannst með alvarlega áverka í bifreið við Einholt í Reykjavík þann 27. febrúar.

Vinsældir forsetans aukast

Flestir bera mikið traust til Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, ef marka má nýja könnun sem MMR gerði á trausti til stjórnmálamanna. Um 41,7% treysta Ólafi Ragnari og eykst traustið mikið frá síðustu könnun sem gerð var í maí 2010. Þá sögðust um 26,7% treysta honum.

Seltjarnarnesbær braut persónuverndarlög

Seltjarnarnesbær braut persónuverndarlög þegar starfsmenn bæjarskrifstofu áframsendu tölvupóst fyrrverandi starfsmanns á almennt netfang bæjarskrifstofanna. Póstur úr einkanetfangi hennar var sendur á postur@seltjarnarnes.is

Lagastofnun gerir Icesave kynningarefni

Alþingi samþykkti í dag að fela Lagastofnun Háskóla Íslands að gera hlutlaust og aðgengilegt kynningarefni um Icesave-samningana fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem verður haldin 9. apríl næstkomandi. Efnið verður sent öllum heimilum í landinu samhliða sérprentun laganna um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Kostnaður við kynninguna greiðist úr ríkissjóði.

Latibær fer í alla breska skóla

Bresk heilbrigðisyfirvöld ætla að nýta sér Latabæ til þess að vekja athygli á mikilvægi heilbrigðs lífstíls fyrir bresk börn.

Foreldrar barna í Hólabrekkuskóla fordæma sameiningu

Foreldrar barna í Hólabrekkuskóla í Reykjavík eru afar ósáttir við fyrirhugaða sameiningu skólans við Fellaskóla. Á fundi sem haldinn var um málið var samþykkt ályktun þar sem sameinigin er fordæmd. Þar er meðal annars bent á að gönguleið margra barna til skólans lengist til muna og að foreldrarnir hafi áhyggjur af yngstu börnunum á þessari löngu leið.

Dýralæknir vill láta lóga Rottweiler tíkinni

Héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill láta lóga Rottweiler-tík sem réðst á konu í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Eigandi tíkarinnar er afar ósátt við þessa niðurstöðu þar sem hundurinn er "ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati.

Sjá næstu 50 fréttir