Erlent

Danskar konur finna meira fyrir streitu en karlmennirnir

Ný rannsókn sem unnin var á vegum heilbrigðiseftirlits Danmerkur sýnir að danskar konur, og þá einkum einhleypar konur þjást mun meira af streitu en  karlmennirnir.

Í ljós kom að á mánaðartímabili fundu 15% af öllum konum fyrir streitu og taugaveiklun á móti 10% allra karlmanna. Hinsvegar fundu 51% einstæðra kvenna fyrir þessum einkennum en aðeins 26% einstæðra karla. Það voru einkum konur á aldrinum 16 til 54 ára sem fundu fyrir mikilli streitu.

Sálfræðingurinn Majken Matzau segir að streita sé oftast tengd vinnu og að einstæðar konur vinni mun meira en þær sem eru í sambandi eða giftar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×