Erlent

Flugher Líbíu gerir árásir á Benghazi

Loftárásir eru hafnar á næst stærstu borg Líbíu, Benghazi, sem er helsta vígi uppreisnarmanna í landinu sem berjast nú við liðsmenn einræðisherrans Gaddafís. Fréttamenn breska ríkisútvarpsins á staðnum hafa greint frá flugvélagný og sprengingum í úthverfum borgarinnar en í henni búa milljón manns.

Ríkisútvarp Líbíu hefur þó eftir stjórnvöldum að vopnahléi verði lýst yfir frá deginum í dag og fram á sunnudag. Á því tímabili verði uppreisnarmönnum gefið færi á að leggja niður vopn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×