Fá sólpall og heitan pott í lóðarkaupum 18. mars 2011 05:00 Sólpalli markaður staður Vinir Agnars Sigurðssonar minntust þess í síðustu viku að hundrað ár eru frá fæðingu hans og mörkuðu væntanlegum sólpalli stað með vískidreitli. Sólpallurinn ber nafn Agnars og heitir Aggapallur. Neðan við hann verður heiti potturinn Guðlaug.MYnd/Úr Einkasafni Akraneskaupstaður hyggst taka tilboði hjónanna Haralds Sturlaugssonar útgerðarmanns og Ingibjargar Pálmadóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og kaupa 1.200 fermetra lóðarhluta þeirra á útvistarsvæðinu á Breið. Hjónin ætla að nota andvirðið til þess að reisa sólpall fyrir almenning. Ingibjörg segir að pallurinn verði byggður í minningu Agnars Sigurðssonar, góðs vinar sem hefði orðið 100 ára 10. mars síðastliðinn. Agnar vann hjá fjölskyldufyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni undir stjórn fjögurra ættliða. Sólpallurinn mun heita Aggapallur eftir Agnari. Á eitt hundrað ára afmæli Agnars kölluðu þau Haraldur og Ingibjörg til vini Agnars að bakhlið stúkunnar við íþróttavöllinn á Jaðarsbökkum. „Þegar Agnar varð sjötugur fékk hann mikinn viskíkút frá starfsfélögum sínum. Þótt honum þætti sopinn ekki vondur þá vildi hann geyma þennan kút þar til hundrað ára fæðingardagurinn rynni upp,“ segir Ingibjörg. „Við ákváðum að gera eitthvað táknrænt og því var hellt viskíi á Langasand þar sem sólpallurinn á að rísa.“ Að sögn Ingibjargar stendur einnig til að koma fyrir setlaug neðan við sólpallinn ef leyfi bæjarins fæst. Heita pottinn eigi að kosta úr styrktarsjóði sem Ólafur Guðmundsson úr Sandgerði hafi, ásamt systkinum sínum, stofnað um foreldra þeirra. „Laugin á að heita Guðlaug eftir formóðurinni sem sjóðurinn er kenndur við,“ segir Ingibjörg sem á von á því að framkvæmdir hefjist um leið og veður leyfir. Pallurinn og laugin verða tengd íþróttamannvirkjunum sem fyrir eru og útvistarsvæðinu Langasandi sem Ingibjörg segir vera mikla paradís. „Við höldum að með þessu eigi fólk eftir að njóta lífsins enn þá betur á Langasandi. Á sumrin leika börnin sér oft í sjónum og þá er gott að ylja sér í pottinum. Foreldrarnir geta svo legið á pallinum og fylgst með,“ segir hún. Bæjarráð Akranes segir tilboð Ingibjargar og Haraldar vera rausnarlegt og sýna velvilja í garð bæjarfélagsins. Búist er við að endanlega verði gengið frá málinu á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag. Ingibjörg segir pallinn og setlaugina munu kosta í kringum tíu milljónir króna. „Síðan erum við að láta okkur dreyma um að bæta við þetta seinna en ætlum ekki að fara lengra í bili,“ segir ráðherrann fyrrverandi. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira
Akraneskaupstaður hyggst taka tilboði hjónanna Haralds Sturlaugssonar útgerðarmanns og Ingibjargar Pálmadóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og kaupa 1.200 fermetra lóðarhluta þeirra á útvistarsvæðinu á Breið. Hjónin ætla að nota andvirðið til þess að reisa sólpall fyrir almenning. Ingibjörg segir að pallurinn verði byggður í minningu Agnars Sigurðssonar, góðs vinar sem hefði orðið 100 ára 10. mars síðastliðinn. Agnar vann hjá fjölskyldufyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni undir stjórn fjögurra ættliða. Sólpallurinn mun heita Aggapallur eftir Agnari. Á eitt hundrað ára afmæli Agnars kölluðu þau Haraldur og Ingibjörg til vini Agnars að bakhlið stúkunnar við íþróttavöllinn á Jaðarsbökkum. „Þegar Agnar varð sjötugur fékk hann mikinn viskíkút frá starfsfélögum sínum. Þótt honum þætti sopinn ekki vondur þá vildi hann geyma þennan kút þar til hundrað ára fæðingardagurinn rynni upp,“ segir Ingibjörg. „Við ákváðum að gera eitthvað táknrænt og því var hellt viskíi á Langasand þar sem sólpallurinn á að rísa.“ Að sögn Ingibjargar stendur einnig til að koma fyrir setlaug neðan við sólpallinn ef leyfi bæjarins fæst. Heita pottinn eigi að kosta úr styrktarsjóði sem Ólafur Guðmundsson úr Sandgerði hafi, ásamt systkinum sínum, stofnað um foreldra þeirra. „Laugin á að heita Guðlaug eftir formóðurinni sem sjóðurinn er kenndur við,“ segir Ingibjörg sem á von á því að framkvæmdir hefjist um leið og veður leyfir. Pallurinn og laugin verða tengd íþróttamannvirkjunum sem fyrir eru og útvistarsvæðinu Langasandi sem Ingibjörg segir vera mikla paradís. „Við höldum að með þessu eigi fólk eftir að njóta lífsins enn þá betur á Langasandi. Á sumrin leika börnin sér oft í sjónum og þá er gott að ylja sér í pottinum. Foreldrarnir geta svo legið á pallinum og fylgst með,“ segir hún. Bæjarráð Akranes segir tilboð Ingibjargar og Haraldar vera rausnarlegt og sýna velvilja í garð bæjarfélagsins. Búist er við að endanlega verði gengið frá málinu á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag. Ingibjörg segir pallinn og setlaugina munu kosta í kringum tíu milljónir króna. „Síðan erum við að láta okkur dreyma um að bæta við þetta seinna en ætlum ekki að fara lengra í bili,“ segir ráðherrann fyrrverandi. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira