Fleiri fréttir

Natalie Portman eignaðist strák

Óskarsverðlaunahafinn og leikkonan Natalie Portman og unnusti hennar Benjamin Millepied eignuðust sitt fyrsta barn í morgun.

Íbúarnir slökktu eldinn í þvottavélinni

Eldur kom upp í þvottavél í einbýlishúsi á Dyngjuvegi nú fyrir stundu. Þegar slökkvilið kom á vettvang voru íbúar í húsinu búnir að slökkva eldinn með slökkvitæki sem var í húsinu og koma þvottavélinni út á blett. Ekki þurfti að reykræsta íbúðina og voru gluggar í þvottahúsinu einungis opnaðir, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Drekaútboð frestast - orkumálastjóri sleginn

Fresta verður Drekaútboðinu um þrjá til fjóra mánuði sökum þess að Alþingi afgreiddi ekki nauðsynlegar lagabreytingar. Orkumálastjóri segist sleginn þar sem nú hafi verið lag að bjóða út olíuleit.

Grunnskólabörn selja rítalíntöflu á fimm þúsund krónur

Dæmi eru um að grunnskólabörn á aldrinum 13-15 ára sem taka inn rítalín og önnur skyld lyf vegna ADHD raskana selji rítalíntöfluna á hátt í fimm þúsund krónur á svörtum markaði. ADHD samtökin lýsa yfir áhyggjum vegna þessara mála og hvetja foreldra til að hafa meira eftirlit með lyfjatöku barna sinna.

Bónus innkallar Bragðarefsís

Bónus hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að innkalla Bónus Bragðarefsís.

Hefur þú séð Regínu Sif?

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Regínu Sif Marinósdóttur . Regína er 19 ára gömul um 170 cm á hæð, þéttvaxin, dökkhærð með axlarsítt hár.

Bilun í stofnneti Mílu á austurlandi

Bilun hefur komið upp í stofnneti Mílu á austurlandi samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Bilunin er í örbylgjubúnaði á Gagnheiði og veldur því að sambandslaust er til Mjóafjarðar.

Kirkjan biður Guðrúnu Ebbu afsökunar

Fagráð kirkjunnar hefur beðið Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur afsökunar á að hafa brugðist henni með því að styðja hana ekki og leiðbeina henni ekki sem skyldi á árunum 2008-2010.

Papandreou til í að segja af sér - þúsundir mótmæla í Aþenu

George Papandreou forsætisráðherra Grikklands segist tilbúinn að stíga til hliðar eða að mynduð verði þjóðstjórn í landinu en mikil mótmæli eru nú í miðborg Aþenu. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann í dag á þarlendri sjónvarpsstöð og sagðist hann reiðubúinn til þess að skoða allt sem komið gæti friði á í landinu að nýju. Grímuklæddir mótmælendur hafa í allan dag staðið í átökum við lögregluna og látið múrsteinum og glerflöskum rigna yfir óeirðalögreglumenn sem reyndu að ná stjórn á aðaltorgi borgarinnar.

Sármóðgaður Sígaunakóngur

Alex Karoli er kallaður Sígaunakóngurinn í Noregi. Hann og níu synir hans og aðrir fjölskyldumeðlimir eru vel þekktir í réttarkerfinu þar í landi. Og Karoli var sármóðgaður þegar hann kom fyrir dómstól í Osló til þess að bera blak af ættingja sem hafði verið handtekinn fyrir vopnað rán.

Ingibjörg Sólrún setur enn ofan í við Ögmund

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra, ekki þekkja niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis, og að hann hafi staðfest það í Fréttablaðinu í dag.

„Rjóður í kynnum“ - nýtt skógakort komið út

Í tilefni af alþjóðlegu ári skóga árið 2011 hafa Skógræktarfélag Íslands og Arion banki gefið út kortið ,,Rjóður í kynnum" en í því er að finna upplýsingar um 50 áhugaverða útivistarskóga um land allt.

Siðareglur fyrir Bíladaga á Akureyri samþykktar

Bílaklúbbur Akureyrar hefur samþykkt sérstakar siðareglur fyrir Bíladaga 2011 þar sem gestir hátíðarinnar eru hvattir til þess að ganga vel um og sýna íbúum og öðrum gestum bæjarins fyllstu tillitssemi. Hátíðin fer fram næstu helgi og hefur verið mjög vinsæl undanfarin ár.

Stofna Aldarafmælissjóð Háskóla Íslands

Í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands hefur verið ákveðið að koma á laggirnar Aldarafmælissjóði Háskóla Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lýsti þessu yfir á Alþingi í dag á sérstökum þingfundi til minningar um Jón Sigurðsson . Stofnframlag í sjóðinn á afmælisárinu 2011 er 150 milljónir króna en markmiðið með stofnun hans er að efla rannsóknir og nýsköpun sem nýtast muni til uppbyggingar atvinnulífs og verðmætasköpunar í þágu íslensks samfélags og þjóðar.

Mestu skógareldar í sögu Arizona

Skógareldarnir í Arizona í Bandaríkjunum eru nú orðnir hinir mestu í sögu fylkisins. Þeir hafa herjað síðan í lok maí og slökkviliðsmenn segja að það muni taka margar vikur að ráða niðurlögum hans. Það er lán í óláni að eldarnir hafa hinaðtil verið á óbyggðum svæðum.

Búið að taka skýrslur af sjö konum

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefur lokið við að taka skýrslur af sjö konum sem saka Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumann Krossins, um kynferðisbrot. Málinu hefur verið vísað til ákæruvaldsins. Gunnar hefur frá upphafi neitað sök. Lögreglan tekur ekki afstöðu til þess hvort brot séu fyrnd, en meint brot Gunnars eru allt að tuttugu ára gömul. Ákæruvaldið metur slíkt og ákveður í framhaldinu hvort gefin verður út ákæra.

Dagur hinna villtu blóma

Dagur hinna villtu blóma verður haldinn hátíðlegur á sunnudag á fjórtán stöðum vítt og breitt um landið.

Tillaga um prófessorsstöðu í nafni Jóns samþykkt

Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu um prófessorsstöðu tengda nafni Jóns Sigurðssonar forseta. Það var forsætisnefnd Alþingis sem lagði tillöguna fram í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns 17. júní næstkomandi.

Launadeila starfsmanna Isavia til ríkissáttasemjara

Kjarasamningaviðræðum Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) og Isavia annarsvegar og SFR stéttarfélags í almannaþjónustu og Isavia vegna félagsmanna sem starfa hjá Isavia, hinsvegar, hefur verið vísað til ríkissáttasemjara.

Hundar bannaðir á hátíðarsamkomum

Um leið og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur óskar borgarbúum gleðilegrar hátíðar á 17. júní vill það minna hundaeigendur á að óheimilt er að vera með hunda á hátíðarsamkomum, skipulögðum fyrir almenning, meðal annars vegna tillitssemi við aðra gesti. Þá er einnig óheimilt að vera með hunda í nokkrum götum í miðborginni: Ingólfstorgi, Aðalstræti, Austurstræti, Lækjartorgi, Bankastræti og Laugavegi að Rauðarárstíg. Hundaeftirlit Reykjavíkur minnir á að hundar skulu án undantekninga vera í taumi á borgarlandinu svo sem á stígum og í görðum Reykjavíkurborgar. Heimilt er aftur á móti að sleppa hundum lausum á Geirsnefi, Geldingarnesi og auðum svæðum fjarri íbúðabyggð og innan hundaheldra girðinga. Reykjavíkurborg og borgarbúar hafa undanfarin ár unnið saman að því að fegra borgina og snyrta og eitt af því sem hundaeigendur eiga að gera er að þrífa skítinn upp eftir hunda sína.

Hvetur nemendur til þess að kæra hausaveiðar norska hersins

"Það er náttúrulega alveg rakið að einhverjir ungir, róttækir og röskir nemendur taki sig til og leggi fram kæru,“ segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, um útsendara norska hersins sem hefur komið hingað til lands og kynnt starfsemi hersins í þremur menntaskólum. Þar af gamla skólanum hans Stefáns, Menntaskólanum í Reykjavík. Auk MR hafa kynningarnar, eða nýliðunin, farið fram í Verslunarskólanum og Menntaskólanum Hraðbraut.

Handtökur vegna vígsins á bin Laden

Pakistanska leyniþjónustan hefur handtekið fimm Pakistana sem eru sagðir hafa aðstoðað Bandaríkjamenn fyrir árásina á vígi Osama bin-Ladens. Bandaríska dagblaðið New York Times segir að einn hinna handteknu sé majór í pakistanska hernum.

Lögbrot að ráða menn til erlendrar herþjónustu

Sigurður Líndal prófessor emeritus við lagadeild Háskóla Íslands, segir að sér sýnist sem norski herinn sé að brjóta lög með því að bjóða íslendingum vist í hernum en eins og greint hefur verið frá hefur útsendari norska hersins heimsótt framhaldsskóla og kynnt herinn fyrir íslenskum ungmennum. Í 114. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem sem ræður menn innan íslenska ríkisins til erlendrar herþjónustu, skuli sæta fangelsi allt að tveimur árum.

Obama búinn að fá nóg

Barack Obama segist upplifa daga þar sem honum þyki eitt kjörtímabil sem forseti vera alveg nóg. Hann segir að fjölskyldan myndi ekki syrgja það að hann byði sig ekki fram í næstu kosningum.

Fórnarlamb biskups: Ekki hrædd lengur

Dagbjört Guðmundsdóttir, eitt fórnarlamba Ólafs Skúlasonar, var stödd á kirkjuþingi í gær. Hún er í alla staði ánægð með skýrsluna og telur hana afar vel unna. Dagbjört segir kirkjuna í heild hafa brugðist henni, Guðrúnu Ebbu og Sigrúnu Pálínu á sínum tíma, ekki einungis Karl Sigurbjörnsson biskup. Hún telur ekki nauðsynlegt að Karl víki úr embætti. Dagbjört krefur hins vegar kirkjuna sem heild um aðgerðir.

Brasilíufangi: Ég vil enga vorkunn

"Ég ætla bara byrja líf mitt upp á nýtt og stefni ótrauður á nám. Nú er þessi tími að baki og ég ætla bara að horfa fram á veginn,“ segir Karl Magnús Grönvold. Þrjár vikur eru liðnar síðan Karl Magnús sneri aftur heim til Íslands eftir erfið fjögur ár í Brasilíu.

Jón forseti á frímerki

Jón Sigurðsson forseti verður á nýjum frímerkjum í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns. Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar fór þess á leit við Íslandspóst að minnast afmælisins með frímerkjaútgáfu.

Brynjar svaf á köldu gólfi í fangelsi í Taílandi

"Brynjar hefur ekkert játað. En við vitum að hann getur fengið tíu til fimmtán ára dóm,“ segir Eva Davíðsdóttir, systir Brynjars Mettinissonar sem situr í gæsluvarðhaldi í Taílandi vegna gruns um aðild að fíkniefnasmygli.

Átak gegn svartri vinnu

Alþýðusamband Íslands, Ríkisskattstjóri og Samtök atvinnulífsins kynntu í gær átak til eflingar góðra atvinnuhátta sem sérstaklega er beint gegn svartri atvinnustarfsemi. Kveðið var á um slíkt átak í nýgerðum kjarasamningum.

Minningarfundur á Alþingi vegna Jóns forseta

Alþingi kemur saman í dag og er aðeins eitt mál á dagskrá, tillaga um prófessorsstöðu tengda nafni Jóns Sigurðssonar forseta. Um er að ræða minningarfund í tilefni af 200 ára fæðingarafmælis Jóns næstkomandi föstudag. Tillagan er lögð fram af forsætisnefnd Alþingis.

Forseti S-Afríku gagnrýnir NATO

Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, segir Atlantshafsbandalagið misnota ályktun Sameinuðu þjóðanna um hernaðaríhlutun í Líbíu. Hann gagnrýnir harðlega framferði bandalagsins í Líbíu og segir aðgerðirnar gera lítið úr vilja Afríkubandalagsins til að vinna úr málum sem varða aðildarríki þess. Ólíkt fjölmörgum þjóðarleiðtogum telur Zuma ekki þörf á að Moammar Gadhafi Líbíuleiðtogi víki.

Tölvukerfi CCP opnað á ný eftir árásir

Tölvukerfi fyrirtækisins CCP sem rekur veftölvuleikinn EVE Online var opnað aftur laust fyrir miðnætti eftir að alþjóðlegur hópur tölvuskæruliða gerðu árás á síðu fyrirtækisins síðdegis í gær. Viðbrögð fyrirtækisins voru að að taka allt úr sambandi til að koma í veg fyrir skaða.

Megn bensínlykt í Eyjum

Megn bensínlykt gaus óvænt upp úr ræsum við Vestmannabraut í Vetmannaeyjum í gærkvöldi og kallaði lögregla slökkvilið á vettvang af ótta við eldhættu. Lyktina lagði inn í íbúðarhús víða við götuna.

Vinsældir Facebook dala á Vesturlöndum

Lengi hefur verið spurt hvort Facebook geti vaxið endalaust en nú virðist sem að vöxtur síðunnar sé að stöðvast. Að minnsta kosti á Vesturlöndum.

Festist í færibandi

Starfsmaður í fiskvinnsluhúsi í Vestmannaeyjum handleggsbrotnaði í gærkvöldi þegar hendi hans festist í færibandi sem var í gangi. Snarráður samstarfsmaður hans náði að slökkva á bandinu áður en verr færi, en maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið í Eyjum þar sem gert var að brotinu.

Hætt við að giftast Hugh Hefner

Hugh Hefner, stofnandi Playboy tímaritsins, mun ekki ganga að eiga Crystal Harris um helgina líkt og stóð til. Playboy-kóngurinn greinir frá þessu á Twitter síðu sinni. Harris sem er 25 ára og 60 árum yngri en Hefner virðist hafa snúist hugur eftir rifrildi þeirra.

Russel Crowe dregur ummæli um umskurði til baka

Ástralski stórleikarinn Russell Crowe hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Twitter-síðu sinni um umskurði sem hann sagði bæði heimskulega og villimannslega. Síðar sagði hann rangt að halda því fram að umskurðir stuðli að hreinlæti. Ummælin vöktu talsverð viðbrögð og það var þá sem leikarinn baðst afsökunar og sagðist ekki hafa ætlað með yfirlýsingum sínum að særa eða móðga fólk.

Tveir bifhjólamenn slösuðust

Tveir bifhjólamenn slösuðust í umferðinni í gærkvöldi en hvorugur lífshættulega. Annar í Baugshlíð í Mosfellsbæ, en hann mun hafa lent í árkestri við bíl. Ekki er nánar vitað um tildrög slyssins.

Erlendi ferðamaðurinn enn á spítala

Erlendur ferðamaður sem brenndist alvarlega á fæti þegar hann steig ofan í hver í Reykjadal ofan við Hveragerði í gærkvöldi er enn á Landspítalanum í Reykjavík.

Sjá næstu 50 fréttir