Fleiri fréttir

Krefst 3,5 milljóna króna eftir hættulega árás með óvenjulegum vopnum

Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 11. október árið 2017 veist að fertugum karlmanni fyrir utan veitingastaðinn Moe's Bar grill í Seljahverfinu í Breiðholti í Reykjavík.

Til­kynnt um fleiri raf­magns­truflanir á Norður­landi

Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar.

Fátækir hafi ekki efni á þvottaefni og dömubindum í desember

Þvottaefni og dömubindi eru vörur sem hópur fátækra á Íslandi hefur ekki efni á að sögn formanns samtaka fólks í fátækt, sérstaklega ekki í desembermánuði. Einstæðar mæður á örorku hafi það einna verst yfir hátíðarnar enda erfitt að geta ekki boðið börnum sínum upp á það sama og önnur börn fá.

Spillingar­lög­reglan í sam­bandi við aðila á Ís­landi

Paulus Noa, framkvæmdarstjóri spillingarlögreglunnar ACC í Namibíu, segir í samtali við RÚV að embætti hans hafi verið í sambandi við "þá sem hlut eiga að máli“ í Samherjamálinu hér á landi, aðspurður um það hvort embættið hafi átt í samskiptum við yfirvöld hér á landi.

Telur það heppni að öryggi og lífi sjúk­linga hafi ekki verið stefnt í hættu

Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendi í vikunni frá sér nokkuð harðorða bókun vegna þess alvarlega ástands sem skapaðist í sveitarfélaginu vegna aftakaveðrisins sem gekk yfir landið. Rætt var við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra og Tryggva Þór Haraldsson, forstjóra RARIK, í Víglínunni á Stöð 2.

Bjarni segir greini­lega veik­leika í kerfum sem ekki var vitað nóg um

"Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag.

Ofsaveðrið hitamál í Víglínunni

Ofsaveðrið sem gekk yfir landið í vikunni og þær afleiðingar sem það hefur haft hefur vakið margar spurningar um innviði landsins og hvað þurfi að gera betur. Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður fær Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í Víglínuna á Stöð 2 í dag.

Lýst eftir for­eldrum yfir­gefinna barna í Dan­mörku

Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki.

For­stöðu­maður Zu­ism orðinn þreyttur á stríði við yfir­völd

"Ég er búinn að fá nóg, ég er búinn að eiga í þessum slag og standa einn í þessum slag fyrir félaga mína og búinn að bjóða þeim öllum að fá borgað ef þeir vilja fá borgað og nú munu þeir aftur geta fengið borgað, ef þeir telja sig hafa misst af,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélagsins Zuism.

Vill hægja á umferð fyrir umhverfið

Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða.

Allt strand á loftslagsráðstefnu í Madríd

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna á Spáni, sem kallast COP25, hefur einkennst af deilum og aðgerðarleysi þar sem stærri ríki standa í vegi þess að gripið verði til umfangsmikilla aðgerða til að sporna gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Þrýstingur heitavatnsins að komast í eðlilegt horf

Lítill þrýstingur var á heitavatnskerfi Kórahverfis í gær og í nótt. Íbúar hverfisins ræddu það á Facebook-síðu hverfisins og virðist sem að einhverjir hafi verið alfarið án heits vatns.

Skjálfti að stærð 3,5 mældist við Fagradalsfjall

Nokkrir smærri skjálftar mældust í aðdraganda hans og hafa fylgt honum en samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu.

Opna vinnustofu föður síns fyrir almenningi

Synir myndlistarmannsins Braga Ásgeirssonar, sem lést árið 2016, opnuðu vinnustofu hans fyrir almenningi í dag. Þar er meðal annars hægt að sjá dauðagrímu Edwards Munch í verki Braga. Þá opnuðu synir hans einnig verkasafn föður síns í dag.

Sjá næstu 50 fréttir