Fleiri fréttir

Grímuskylda tekin upp á Englandi

Viðskiptavinir verslana, banka og stórmarkaða þurfa nú að vera með grímu til að draga úr líkum á kórónuveirusmitum samkvæmt nýjum reglum sem hafa tekið gildi á Englandi. Allt að 17.000 króna sekt liggur við því ef fólk neitar að bera grímu.

Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði

Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út.

Jaguar Land Rover hannaði snertilausan snertiskjá

Jaguar Land Rover hefur hafið prófanir á snertilausum snertiskjá, snertiskjá sem notar gervigreind til að lesa úr skynjurum til að ákveða hvaða hluta af skjánum notandinn er að benda á. Á íslensku útleggst svona skjár sennilegast sem bendiskjár.

Trump aflýsir landsþingi Repúblikana

Bandaríkjaforseti hefur tekið ákvörðun um að aflýsa landsþingi Repúblikanaflokksins sem átti að fara fram í Flórída í lok ágúst.

Chauvin ákærður fyrir skattsvik

Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem olli dauða George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í hátt í níu mínútur, hefur verið ákærður fyrir skattaundanskot.

Kaupmáttur launa aldrei hærri

Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri en kemur líklega til með að dragast saman á næstunni að mati hagfræðings. Stjórnendur fyrirtækja gætu séð hag í því að segja upp kjarasamningum þar sem margar forsendur séu brostnar. Vinnuveitendur hafi þó sýnt að þeir vilji halda friðinn á vinnumarkaði.

Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun

Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku.

Ísland taki þátt í bóluefnisverkefni

Íslensk stjórnvöld eru áhugasöm um að taka þátt í alþjóðlegu verkefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um bóluefni við kórónuveirunni.

Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja

Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins.

Sjá næstu 50 fréttir