Mega afhenda 80 skjöl í máli Maxwell Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2020 09:05 Ghislaine Maxwell er sökuð um að hafa aðstoðað Jeffrey Epstein við það að lokka ungar stúlkur að heimili hans þar sem hann misnotaði þær kynferðislega. Spencer Platt/Getty Images Dómari hefur heimilað afhendingu gagna í máli bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell sem bíður þess að mál hennar fari fyrir dóm en hún er sökuð um að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal. Loretta Preska, umdæmisdómari í New York, heimilaði afhendingu meira en 80 málsskjala úr málssókn sem höfðuð var gegn Maxwell árið 2015. Áður hafi Maxwell reynt að koma í veg fyrir að saksóknarar, Alríkislögregluþjónar og lögmenn í málinu myndu tala um málið utan dómsalsins. Annar dómari dæmdi þær tilraunir óréttmætar. Maxwell bíður nú eftir réttarhöldunum í alríkisfangelsi í Brooklyn en málið verður tekið fyrir dóm í júlí 2021. Maxwell var handtekin á landareign sinni þann 2. júlí og er ákærð fyrir að hafa lokkað unglingsstúlkur - allt að niður í 14 ára gamlar – sem Epstein og vinir hans kynferðislega misnotuðu. Þetta á að hafa gengið á seinni hluta tíunda áratugarins. Þá er hún einnig sökuð um ljúgvitni fyrir að hafa neitað að hafa vitað af ofbeldinu sem Epstein beitti. Í skjölunum sem verða líklega birt í næstu viku eru meðal annars gögn um flugáætlanir einkaþota Epstein, vitnisburð Maxwell úr máli frá árinu 2016 þar sem hún var spurð út í hvernig kynlífi hún lifði að sögn lögmanna hennar, og lögregluskýrslur frá Palm Beach í Flórída þar sem Epstein bjó. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48 Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Sjá meira
Dómari hefur heimilað afhendingu gagna í máli bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell sem bíður þess að mál hennar fari fyrir dóm en hún er sökuð um að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal. Loretta Preska, umdæmisdómari í New York, heimilaði afhendingu meira en 80 málsskjala úr málssókn sem höfðuð var gegn Maxwell árið 2015. Áður hafi Maxwell reynt að koma í veg fyrir að saksóknarar, Alríkislögregluþjónar og lögmenn í málinu myndu tala um málið utan dómsalsins. Annar dómari dæmdi þær tilraunir óréttmætar. Maxwell bíður nú eftir réttarhöldunum í alríkisfangelsi í Brooklyn en málið verður tekið fyrir dóm í júlí 2021. Maxwell var handtekin á landareign sinni þann 2. júlí og er ákærð fyrir að hafa lokkað unglingsstúlkur - allt að niður í 14 ára gamlar – sem Epstein og vinir hans kynferðislega misnotuðu. Þetta á að hafa gengið á seinni hluta tíunda áratugarins. Þá er hún einnig sökuð um ljúgvitni fyrir að hafa neitað að hafa vitað af ofbeldinu sem Epstein beitti. Í skjölunum sem verða líklega birt í næstu viku eru meðal annars gögn um flugáætlanir einkaþota Epstein, vitnisburð Maxwell úr máli frá árinu 2016 þar sem hún var spurð út í hvernig kynlífi hún lifði að sögn lögmanna hennar, og lögregluskýrslur frá Palm Beach í Flórída þar sem Epstein bjó.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48 Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Sjá meira
Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48
Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52
Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31