Fleiri fréttir

Svaraði ekki hvort Ólafur Helgi yrði færður til Eyja

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vildi ekki staðfesta eða hafna því að hún hefði sent Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóranum á Suðurnesjum, formlegt bréf um að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja.

„Stöndum saman í þessu“

Víðir Reynisson segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé ætlast til þess að fyrirhuguðum viðburðum næstu helgar verði slegið á frest.

Tíu ný innanlandssmit bætast við

Tíu manns greindust með nýtt afbrigði kórónuveiru innanlands í gær og 39 eru nú í einangrun. Af þeim sem eru með virk smit eru 28 svonefnd innanlandssmit.

Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk

Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu.

Alríkislögreglumenn munu yfirgefa Portland

Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að draga til baka hluta af liði alríkislögreglunnar sem sent hafði verið til borgarinnar Portland í Oregon. þar sem að mótmælt hefur verið daglega frá því í maí.

Tillögur komnar á borð ráðherra

Tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir vegna faraldurs kórónuveirunnar eru komnar á borð heilbrigðisráðherra. Þetta staðfestif Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill Sóttvarnalæknis.

Segir Þeistareykjaveginn verða þann langflottasta

Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja.

„Þetta er íþyngjandi fyrir alla“

Stjórnendur, íbúar og aðstandendur hjúkrunarheimila hafa áhyggjur þeirri þróun sem orðið hefur í kórónuveirufaraldrinum og þá sérstaklega eftir að takmarkanir hafa verið settar á sumum heimilanna eftir fjölgun nýrra smita hér á landi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar greinum við frá áformum sóttvarnaryfirvalda um að herða á ný reglur um samkomur, heimsóknir á sjúkrahús og hjúkrunarheimili og jafnvel hertari reglur um flæði fólks til landsins vegna aukins fjölda fólks sem hefur greinst smitað af kórónuveirunni undanfarna daga.

Rannsókn lögmannsstofu Samherja á ásökunum lokið

Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik.

Aðstoða bátsverja í vélarvana bátum

Þrjú björgunarskip hafa verið boðuð út á síðasta klukkutímanum vegna tveggja vélarvana báta á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra í dag. Einn bátsverji er sagður um borð í hvorum bátnum.

Telja Rússa standa að upplýsingafalsi um faraldurinn

Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum.

Tígrisdýr sækja í sig veðrið

Villt tígrisdýr hafa á síðustu áratugum orðið færri með hverju árinu en nú virðast þau vera að sækja í sig veðrið ef marka má nýjar tölur frá dýraverndarhópnum WWF.

Sjö börn fæddust andvana vegna manneklu

Mannekla er talin ástæða þess að sjö börn fæddust andvana á sjúkrahúsi í Harare, höfuðborg Simbabve á mánudagskvöld. Hjúkrunarfræðingar eru nú í verkfalli til að mótmæli skorti á nauðsynlegum hlífðarbúnaði gegn kórónuveirunni.

Gísli Rúnar látinn

Gísli Rúnar Jónsson, leikari, leikstjóri, handritshöfundur og þúsundþjalasmiður, er látinn.

Sjá næstu 50 fréttir