Fleiri fréttir

Kínverskur maður dó úr svarta dauða

Yfirvöld í Innri Mongólíu í Kína hafa girt þorp af eftir að maður dó þar úr svarta dauða. Sjúkdómi sem olli versta faraldri sögunnar. Maðurinn er sá þriðji sem smitast í Kína á þessu ári en sá fyrsti sem deyr.

„Fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert“

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir stöðuna grafalvarlega. Veiran sé komin aftur af stað og búið sé að sannast að dagurinn í dag sé sá stærsti síðan í apríl hvað innanlandssmit varði. Fólki sé mjög brugðið. 

Ísland komið á rauða lista Eystrasaltsríkjanna

Ekki er mælst með því að Lettar ferðist til Íslands sökum smithættu. Þá er ferðalöngum sem koma til Lettlands og Eistlands frá Íslandi skylt að sæta fjórtán daga sóttkví.

Skólastéttir samþykktu kjarasamninga

Félagsmenn í Félagi leikskólakennara, Félagi stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélagi Íslands hafa samþykkt kjarasamninga sem undirritaðir voru 10. júlí.

Lögreglan lýsir eftir karlmanni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir José M. Ferraz da Costa Almeida, 41 árs portúgölskum ríkisborgara sem lögregla segir ganga undir nafninu Marco Costa.

Fjölgun smita mikið áhyggjuefni

Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós.

Sviss kaupir 4,5 milljón skammta af bóluefni Moderna

Svissneska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að samningar hefðu náðst við bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna um kaup á 4,5 milljón skömmtum af bóluefninu sem Moderna vinnur nú að, fyrirvari er settur í kaupin um að bóluefnið virki sem skyldi.

Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa

Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni.

Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum

Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn.

Faraldurinn nær nýjum hæðum á heimsvísu

Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hefur náð nýjum hæðum víða um heim. Svo virðist sem að smituðum fari fjölgandi víða en Johns Hopkins háskólinn segir 19,1 milljón manna nú hafa smitast.

Sakaði Biden um að ætla að „skaða guð“

Donald Trump Bandaríkjaforseti réðst á trú Joe Biden, væntanlegs forsetframbjóðanda Demókrataflokksins, og sagði að hann ætli sér að „skaða guð“ í heimsókn í Ohio í dag. Framboð Biden sakaði forsetann á móti um að notfæra sé Biblíuna í pólitískum tilgangi.

„Ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur“

Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum sem kvarta undan samferðafólki sem fer ekki eftir tveggja metra reglunni. Svo virðist sem fólk hafi gleymt sér um stund en sé að gera sér grein fyrir alvörunni nú þegar smituðum fjölgar.

Sjá næstu 50 fréttir