Ríkið er eitt af þessum mikilvægu sveifluríkjum þar sem baráttan er hvað hörðust. Trump mætti á sviðið klæddur eins og ruslakarl, en mikil umræða hefur skapast um ummæli sem féllu í New York á fundi Trumps þar sem grínisti líkti Puerto Rico við ruslahaug. Demókratar gagnrýndu ummælin harðlega, en þegar Biden forseti blandaði sér í málin gerði hann illt verra, með því að virðast kalla kjósendur Trumps rusl. Þetta greip Trump á lofti og skrýddist í gær skærgulu öryggisvesti og settist líka undir stýri á ruslabíl.
Harris var mikið á faraldsfæti í gær en hún kom fram í þremur ríkjum. Auk Wisconsin heimsótti hún Norður Karólínu og Pennsylvaníu. Á öllum stöðunum voru ræður hennar truflaðar af fólki sem lýsti óánægju sinni með stuðning Bandaríkjanna við Ísrael á Gasa.