Fleiri fréttir

Síðasta ár sýni á­vinning af styttri opnunar­tíma skemmti­staða

Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, kallar eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma skemmtistaða. Hann segist hafa séð dramatíska breytingu síðasta árið, á þeim brotum sem lögregla sinnir venjulega um helgar.

Milljörðum lykilorða lekið á netið

Milljörðum lykilorða var lekið í umfangsmiklum gagnaleka í síðustu viku. Sérfræðingur í netöryggismálum segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær fólk lendi í að gögnum tengdum þeim verði lekið.

Partý út um allt og veislusalir að bókast upp

Viðburðafyrirtæki hafa vart undan við að skipuleggja samkomur fyrir hópa og fyrirtæki og viðlíka sala hefur varla sést síðan fyrir bankahrun. Salir eru að bókast upp og síminn stoppar varla hjá tónlistarfólki landsins, að sögn skipuleggjanda.

Full­bólu­sett for­seta­frú með regn­boga­grímu

Eliza Jean Reid for­seta­frú var bólu­sett með bólu­efni Jan­sen í Laugar­dals­höll í dag. Hún var nokkuð seinni til að fá bólu­setningu en eigin­maður sinn Guðni Th. Jóhannes­son, for­seti Ís­lands, en hann var bólu­settur með fyrri sprautu AstraZene­ca fyrir rúmum mánuði síðan.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Erfiðlega gekk að koma út bóluefni Janssen í dag. Til að tryggja að skammtar eyðilegðust ekki var öllum boðið að mæta. Við ræðum málið við Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Ó­raun­veru­legt að horfa á bílinn sinn brenna úti á plani

Silja Ragnarsdóttir, sem lenti í þeirri sjaldgæfu en jafnframt leiðinlegu lífsreynslu að kveikt var í bílnum hennar aðfaranótt sunnudags, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa á bílinn sinn í ljósum logum fyrir utan heimili hennar.

Bólu­setningum lokið í dag

Bólusetningu með bóluefni Janssen við kórónuveirunni er lokið á höfuðborgarsvæðinu í dag, en síðustu skammtarnir kláruðust nú fyrir skömmu. Bólusetningarballið er því búið í bili, eða þangað til á morgun.

Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega

Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega.

Ákærður fyrir hryðjuverk vegna árásarinnar í Ontario

Ríkissaksóknari Kanada hefur gefið út ákæru vegna hryðjuverka á hendur tvítugum karlmanni sem drap fernt þegar hann ók vísvitandi á fólkið í Ontario í síðustu viku. Lögregla telur að maðurinn hafi ráðist á fólkið sem tilheyrði allt sömu fjölskyldu vegna þess að það var múslimar.

Um 70 skammtar eftir

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að krefja fólk ekki um boðun í bólusetningu vilji það koma og láta bólusetja sig með bóluefni Janssen í dag. Bólusetning er því opin öllum, utan yngstu árganga og barnshafandi.

Leggur til að öryggis­mynda­vélar verði settar upp á leik­völlum borgarinnar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði það til á fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs borgarinnar í síðustu viku að settar verði upp myndavélar á öllum leikvöllum borgarinnar. Þetta lagði hún til í kjölfar fregna um að tilraun hafi verið gerð til að nema unga stúlku á brott af leikvelli í Grafarvogi í síðustu viku.

Hálendið vaknar af vetrardvala

Fátt hefur minnt á sumar víðast hvar á landinu fyrri hluta júní. Kalt hefur verið víða og hafa bændur norðan heiða áhyggjur af fé á fjöllum í kuldakastinu.

Segir Banda­ríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu

Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins.

Otwarto szlak B prowadzący na wulkan

Szlaki turystyczne A i B prowadzące do miejsca erupcji w Geldingadalur zostały wczoraj zamknięte po tym, jak lawa przepłynęła przez część szlaku turystycznego A.

G7-ríkin héldu að sér höndum um kolabruna

Engin ákvörðun var tekin um hvenær bruna á kolum verður alfarið hætt á fundi sjö helstu iðnríkja heims sem lauk í gær. Ríkið sammæltust aðeins um að hætta fjármögnun nýrra kolaorkuvera sem búa ekki yfir tækni til að binda kolefni.

Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífs­hættu en honum haldið sofandi

Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 

Útför Johns Snorra í næstu viku

Útför Johns Snorra Sigurjónssonar fjallgöngumanns verður þriðjudaginn 22. júní. Lína Móey eiginkona hans greinir frá þessu í færslu á Facebook.

Szybkie testy COVID-19 dostępne w kraju

Testy będą tańsze od stosowanych do tej pory testów PCR i mają na celu usprawnienie pracy i odciążenie służby zdrowia z powodu wzrostu liczby turystów.

Leggja áherslu á að styrkja pólitískt samráð

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Brussel hófst á tólfta tímanum. Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að styrkja pólitískt samráð bandalagsríkja.

Suu Kyi dregin fyrir dóm

Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi.

Erfiðari gönguleiðin opin í dag

Önnur gönguleiðin að gosstöðvunum í Geldingadölum verður opin almenningi í dag, en þær voru báðar lokaðar í gær eftir að hraun tók að streyma yfir aðra þeirra. Leiðin er lengri og talsvert erfiðari yfirferðar, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum.

Ætla að kæra Barna­land til lög­reglu

Faðir stúlku sem týndist þegar hún var í pössun í Barnalandi í Smáralind í gær gerir ráð fyrir að kæra atvikið til lögreglu. Hann segir ekki liggja fyrir hversu langur tími leið frá því dóttir hans yfirgaf barnagæsluna og þar til hún fannst allt annars staðar í verslunarmiðstöðinni.

Von á til­kynningu frá lög­reglu vegna hnífs­tungu­á­rásar

Karlmaður um tvítugt, sem ráðist var á með hnífi í miðbæ Reykjavíkur á aðfaranótt sunnudags, er enn á sjúkrahúsi. Ástand hans var talið lífshættulegt í gær en lögregla hefur ekki viljað gefa upplýsingar um stöðu hans í dag, það sem af er degi. Von er á tilkynningu eftir hádegið vegna málsins.

Vitorðsmenn í flótta Ghosn játa sig seka

Tveir Bandaríkjamenn játuðu sig seka um að hafa hjálpað Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra bílaframleiðandans Nissan, að flýja Japan árið 2019. Mennirnir, sem eru feðgar, voru framseldir frá Bandaríkjunum í vor og gætu átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi.

Sjá næstu 50 fréttir