Hann segist ekki hafa upplýsingar um það hvort hægt sé að vera í húsinu en að það sé enn unnið á vettvangi. Ekkert er enn vitað um upptök eldsins en málið fer í hefðbundna lögreglurannsókn að lokinni vinnu slökkviliðs.
Tilkynnt var um eldinn rétt fyrir klukkan sjö. Fyrst var greint frá á vef mbl.is. Stuðlar, meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára, skiptist í þrjár deildir, neyðarvistun Stuðla, meðferðardeild Stuðla og stuðningsheimilið Fannafold.
Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu eða myndir á ritstjorn@visir.is.