Fleiri fréttir

Boðað til upplýsingafundar á morgun

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun, miðvikudaginn 2. febrúar, klukkan ellefu. 

Landspítalinn færður af neyðarstigi

Landspítalinn hefur verið færður af neyðarstigi á hættustig. Þetta er til marks um að betri stöðu í baráttunni við kórónuveiruna.

Fordæmi fyrir skjálfta upp á 5,5 á hrinusvæði

Stóri skjálftinn sem reið yfir laust eftir miðnætti vestan við Ok í Borgarfirði er sá stærsti sem mælst hefur í árafjöld, en hann mældist 3,7 að stærð. Fordæmi er fyrir skjálfta upp á 5,5 á svæðinu en hann varð í námunda við það svæði sem undir er í yfirstandandi hrinu.

Nýtt undirafbrigði ómíkron sagt smitast auðveldar manna á milli

Danskir vísindamenn segja nýtt undir-afbrigði ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar sem greinst hefur þar í landi smitast enn auðveldar manna á milli. Undirafbrigðið nefnist BA.2 og vísindamennirnir segja það vera um þriðjungi líklegra til að smitast manna á milli en BA.1.

Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala

Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar.

Af neyðarstigi niður á hættustig

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna Covid-19. Neyðarstigi var lýst yfir 11. janúar síðastliðinn.

Bið eftir niðurstöðu úr sýnatöku lengist

Til skoðunar er að aflétta neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Sóttvarnalæknir segir verið að kalla eftir upplýsingum til að meta hvort það sé tímabært. Þá hefur bið eftir niðurstöðu úr sýnatöku lengst. 

Helguvíkurhöfn skuldaði níu milljarða króna

Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir skuldavanda hafnarinnar í Helguvík gífurlegan og gagnrýnir að stjórnvöld hafi ekki sýnt nokkurn áhuga á að koma sveitarfélaginu til aðstoðar. Allir bæjarfulltrúar sem og meirihluti íbúa leggist alfarið gegn því að kísilverið í Helguvík verði endurræst.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður fjallað um lóðaframboð og rætt við borgarstjóra sem segir engan lóðaskort hjá borginni.

Catherine Russell nýr framkvæmdastjóri UNICEF

„Það er mikill heiður og forréttindi að ganga til liðs við UNICEF og leggja mitt af mörkum til að leiða ótrúlegt starf stofnunarinnar fyrir börn um allan heim á svo mikilvægum tímapunkti í sögunni,“ segir Catherine Russell, nýr framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hún er fjórða konan til að stýra stofnuninni í 75 ára sögu hennar.

Dómari hafnaði samkomulaginu við feðgana

Dómari í Bandaríkjunum hafnaði í gærkvöldi því að gert yrði samkomulag við feðgana Greg og Travis McMichael. Samkomulagið hefði falið í sér að þeir hefðu komist hjá réttarhöldum um það hvort það hafi verið hatursglæpur þegar þeir myrtu Ahmaud Arbery.

Heimilar veiðar á 1.021 dýri

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að heimila veiðar á 1.021 hreindýri; 546 kúm og 475 törfum. Um er að ræða 199 færri dýr en á síðasta tímabili en ástæðan er fyrst og fremst óvissa um talningu vegna veðurskilyrða og tilfærslu dýra milli svæða á talningartímum.

Goldberg vekur reiði með ummælum um Helförina

Leikkonan og sjónvarpsþáttastjórnandinn Whoopi Goldberg hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum með því að staðhæfa í spjallþættinum The View á ABC að Helförin hefði ekki snúist um ólíka kynþætti.

Veita full­vissu um að skýrslan verði birt í heild sinni

Talsmenn Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hafa nú fullvissað þingmenn Íhaldsflokksins um að skýrsla Sue Gray, sem rannsakaði partýstand á ríkisstjórninni og starfsmönnum Downingstrætis 10 á tímum kórónuveirunnar, verði birt í heild sinni að lokinni lögreglurannsókn.

Marta íhugar að fara fram gegn Hildi

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, liggur nú undir feldi og íhugar að bjóða sig fram í oddvitasætið í Reykjavík. Ef af verður fer hún fram gegn Hildi Björnsdóttur, sem skipaði annað sætið á lista flokksins fyrir síðustu kosningar.

Svona gætu sorp­tunnurnar þínar litið út í vor

Starfshópur á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hefur lagt fram tillögur að samræmdu sorphirðukerfi. Í þeim er lagt til að fjórum flokkum af sorpi verið safnað við öll heimili á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá næstu 50 fréttir